Hessellund er 29 ára gamall vinstri hornamaður og sagði sannleikann í viðtali við TV2.
Hessellund spilar með Lemvig-Thyborøn og segist í viðtalinu hafa haldið þessu leyndu af því að hann taldi sem víst að handboltasamfélagið myndi ekki taka vel á móti honum kæmi hann út úr skápnum.
„Þetta gengur bara ekki lengur. Ég vil ekki lifa svona lengur,“ sagði Jacob Hessellund við TV2.
Hessellund sagði einnig frá því að hann hafði náð að segja móður sinni sannleikann fyrir nokkrum árum áður en hún lést úr krabbameini,“ sagði Hessellund.
Andlát móður hans varð síðan til þess að hann sagði fleirum og fleirum frá sannleikanum en nú var komið að láta alla vita sem vilja vita.
„Kannski getur sagan mín hjálpað einhverjum. Við erum komin mjög langt. Ég vona að samfélagið nái að komast þangað að það sé ekki lengur frétt að einhver sé samkynhneigður,“ sagði Hessellund.
Hessellund er fyrsti karlleikmaðurinn í dönsku deildinni sem kemur út úr skápnum síðan að Morten Fisker hjá Viborg fyrir nítján árum síðan eða árið 2003.