Fulltrúar Framsóknar fengu umboð til að ganga til þeirra viðræðna sem þeir kjósa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2022 21:49 Einar segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að ganga til formlegra meirihlutaviðræðna að svo stöddu. Borgarstjórnarflokkur Framsóknar muni funda saman á morgun. Vísir/Vilhelm Fundi Framsóknarfólks í Reykjavík um stöðu mála í borgarpólitíkinni er lokið. Oddviti flokksins segir borgarfulltrúa Framsóknar hafa viljað heyra hljóðið í grasrótinni, en engar ákvarðanir hafi verið teknar. Flokkurinn hafi þó skýrt umboð til að ganga til meirihlutaviðræðna við þá flokka sem þeir vilji. „Þetta var fjölmennur fundur Framsóknarfólks í Reykjavík þar sem farið var yfir stöðu mála í borginni og þá stöðu sem upp er komin í óformlegum meirihlutaviðræðum. Þar voru skiptar skoðanir í umræðum en mikil bjartsýni varðandi framhaldið,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu. Fundurinn hófst um klukkan sjö í kvöld og honum lauk um klukkan hálf tíu. Einar segir fundinn hafa verið ætlaðan til upplýsingar og samræðu við grasrót flokksins, en engar ákvarðanir hafi verið teknar. Borgarstjórnarflokkur Framsóknar muni funda á morgun um næstu skref. Bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar hefur lýst yfir áhuga á að ganga til formlegra meirihlutaviðræðna við Framsóknarflokkinn. Aðspurður hvort það sé næsta skref, segir Einar: „Eftir þennan fund stendur það eftir að oddviti og borgarfulltrúar hafa skýrt umboð til þess að ganga til þeirra viðræðna sem þeir kjósa.“ Þær viðræður sem þið kjósið, eru það viðræður við bandalagið? „Við höfum ekki tekið ákvörðun um það,“ segir Einar. Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Segir Hildi að líta í eigin barm Framsóknarmenn funda nú í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu, um hvort flokkurinn eigi að ganga til meirihlutaviðræðna við bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borginni. Oddviti Framsóknar segir oddvita Sjálfstæðisflokksins mögulega þurfa að spyrja sig hvers vegna sumir flokkar vilji ekki vinna með flokknum. 23. maí 2022 19:27 Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. 23. maí 2022 15:56 Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða. 22. maí 2022 13:52 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Þetta var fjölmennur fundur Framsóknarfólks í Reykjavík þar sem farið var yfir stöðu mála í borginni og þá stöðu sem upp er komin í óformlegum meirihlutaviðræðum. Þar voru skiptar skoðanir í umræðum en mikil bjartsýni varðandi framhaldið,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu. Fundurinn hófst um klukkan sjö í kvöld og honum lauk um klukkan hálf tíu. Einar segir fundinn hafa verið ætlaðan til upplýsingar og samræðu við grasrót flokksins, en engar ákvarðanir hafi verið teknar. Borgarstjórnarflokkur Framsóknar muni funda á morgun um næstu skref. Bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar hefur lýst yfir áhuga á að ganga til formlegra meirihlutaviðræðna við Framsóknarflokkinn. Aðspurður hvort það sé næsta skref, segir Einar: „Eftir þennan fund stendur það eftir að oddviti og borgarfulltrúar hafa skýrt umboð til þess að ganga til þeirra viðræðna sem þeir kjósa.“ Þær viðræður sem þið kjósið, eru það viðræður við bandalagið? „Við höfum ekki tekið ákvörðun um það,“ segir Einar.
Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Segir Hildi að líta í eigin barm Framsóknarmenn funda nú í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu, um hvort flokkurinn eigi að ganga til meirihlutaviðræðna við bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borginni. Oddviti Framsóknar segir oddvita Sjálfstæðisflokksins mögulega þurfa að spyrja sig hvers vegna sumir flokkar vilji ekki vinna með flokknum. 23. maí 2022 19:27 Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. 23. maí 2022 15:56 Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða. 22. maí 2022 13:52 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Segir Hildi að líta í eigin barm Framsóknarmenn funda nú í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu, um hvort flokkurinn eigi að ganga til meirihlutaviðræðna við bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borginni. Oddviti Framsóknar segir oddvita Sjálfstæðisflokksins mögulega þurfa að spyrja sig hvers vegna sumir flokkar vilji ekki vinna með flokknum. 23. maí 2022 19:27
Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. 23. maí 2022 15:56
Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða. 22. maí 2022 13:52