Enn er verið að telja atkvæði en sigurvegari kosninganna er talinn vera Verkamannaflokkurinn, þar sem Anthony Albanese er formaður.
Albanese heitir því að nú verði Ástralía gerð að stórveldi í endurnýjanlegri orku og að nú sé tækifæri til að binda enda á stríðið í kringum loftslagsmál í landinu. Að vísu er Albanese sagður hafa veigrað sér við að taka afdráttarlaust fyrir frekari vöxt kolaiðnaðarins í landinu.
Verðandi utanríkismálaráðherra í ríkisstjórn Albaneses, segir nauðsynlegt að ný stjórn skeri upp herör í loftslagsmálum eftir „glataðan áratug.“ Ríkistjórn fráfarandi forsætisráðherrans Scotts Morrison, lét lítið að sér kveða í málaflokknum.
Flokkur Morrisons, Frjálslyndi flokkurinn, beið vægast sagt afhroð í kosningunum en miðað við fyrstu tölur tapar hann ríflega fimmtán þingsætum yfir til Verkamannaflokksins.