Hjólahvíslarinn lenti á vegg og tekur sér langþráða pásu Bjarki Sigurðsson skrifar 21. maí 2022 10:13 Bjartmar ætlar að draga sig í hlé eftir að hafa leitað að stolnum hjólum í þrjú ár. Vísir Bjartmar Leósson, oft kallaður hjólahvíslarinn, hefur undanfarin þrjú ár einbeitt sér að því að koma stolnum hjólum aftur í hendur réttmætra eigenda. Nú ætlar hann þó að taka sér frí um óákveðinn tíma. Bjartmar hefur verið virkur á Facebook-hópnum „Hjóladót og fl. Tapað, fundið eða stolið“ þar sem hann aðstoðar fólk sem hefur lent í hjólaþjófnaði. Tala hjóla sem Bjartmar hefur fundið er að hans sögn, „skuggalega há“. Uppsöfnuð þreyta Í samtali við fréttastofu segir Bjartmar að hann sé óviss hvort hann sé að hætta tímabundið eða fyrir fullt og allt. „Eins og er þá er komin sú staða hjá mér að ég þarf virkilega að einbeita mér að öðru. Það eru aðrir hlutir sem hafa setið lengi á hakanum og maður var búinn að hunsa þreytuna sem kemur. Þetta er uppsafnað, svo allt í einu klessir maður bara svolítið á vegg og maður þarf aðeins að róa sig í þessu,“ segir Bjartmar. Alltaf að brasa Þrátt fyrir að hann hafi ekki alla daga verið í því að finna einstaka hjól, þá var hann alltaf á brasi í kringum starfið. „Þá er ég í allskonar samskiptum við allskonar fólk og að þvælast hingað og þvælast þangað, að skoða þetta og skoða hitt. Þannig þetta er svona lúmskt mikil vinna sem fylgir þessu. Það var kominn tími til að koma aðeins upp á yfirborðið og anda smá.“ Ástæða er til að rifja upp viðtal sem fréttastofa tók við Bjartmar að segja má á hátindi ferils hans síðasta sumar, þegar hann réðst í sérstakar björgunaraðgerðir í góðum hópi fólks: Þurfa að fara eftir bókinni Litið er á reiðhjólaþjófnað sem smáglæp en verð hjólanna getur numið allt að hálfri milljón króna. Hann gagnrýnir lögregluna fyrir að gera lítið í þessum málaflokki. „Það sem löggan sagði einu sinni við mig var: „Við vitum nákvæmlega hvað er í gangi, en við þurfum að fara eftir bókinni og sanna mál okkar,“ en á móti hef ég bent þeim á að ef þeir eru virkir á síðunni hjá mér og skoða hvað er verið að leita að, þá geta þeir oft fundið þá hluti á þessum algengustu stöðum, þar sem hjól eru iðulega að finnast.“ Hjólreiðar Samgöngur Lögreglumál Tengdar fréttir Ónefndur hjólahrellir sér ljósið og snýr við blaðinu Bjartmar Leósson, sem hefur gengið undir nafninu hjólahvíslarinn vegna ötuls sjálfboðaliðsstarfs við að endurheimta hjól úr krumlum þjófa, segir að einn þeirra sem hefur reynst honum erfiður hafi snúið við blaðinu. 3. janúar 2022 15:28 Hjóli sjálfs Hjólahvíslarans stolið Hjóli Bjartmars Leóssonar var stolið í nótt. Sá hvimleiði og því miður nokkuð algengi atburður sem hjólastuldur er væri varla fréttnæmur nema vegna þess að Bjartmar hefur í um tvö ár staðið í hálfgerðu stríði við hjólaþjófa borgarinnar. Svo þekktur er hann fyrir þá baráttu sína að flestir þekkja hann sem Hjólahvíslarann. 30. júní 2021 14:06 Leitar uppi stolin hjól Á nokkrum mánuðum hefur Bjartmar Leósson fundið á annan tug stolinna hjóla og stuðlað að því að koma þeim í réttar hendur. Hann segist telja að faraldur sé í gangi og að allir geti lagt hönd á plóg til að uppræta glæpina með því að hafa augun opin. 4. september 2019 06:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Sjá meira
Bjartmar hefur verið virkur á Facebook-hópnum „Hjóladót og fl. Tapað, fundið eða stolið“ þar sem hann aðstoðar fólk sem hefur lent í hjólaþjófnaði. Tala hjóla sem Bjartmar hefur fundið er að hans sögn, „skuggalega há“. Uppsöfnuð þreyta Í samtali við fréttastofu segir Bjartmar að hann sé óviss hvort hann sé að hætta tímabundið eða fyrir fullt og allt. „Eins og er þá er komin sú staða hjá mér að ég þarf virkilega að einbeita mér að öðru. Það eru aðrir hlutir sem hafa setið lengi á hakanum og maður var búinn að hunsa þreytuna sem kemur. Þetta er uppsafnað, svo allt í einu klessir maður bara svolítið á vegg og maður þarf aðeins að róa sig í þessu,“ segir Bjartmar. Alltaf að brasa Þrátt fyrir að hann hafi ekki alla daga verið í því að finna einstaka hjól, þá var hann alltaf á brasi í kringum starfið. „Þá er ég í allskonar samskiptum við allskonar fólk og að þvælast hingað og þvælast þangað, að skoða þetta og skoða hitt. Þannig þetta er svona lúmskt mikil vinna sem fylgir þessu. Það var kominn tími til að koma aðeins upp á yfirborðið og anda smá.“ Ástæða er til að rifja upp viðtal sem fréttastofa tók við Bjartmar að segja má á hátindi ferils hans síðasta sumar, þegar hann réðst í sérstakar björgunaraðgerðir í góðum hópi fólks: Þurfa að fara eftir bókinni Litið er á reiðhjólaþjófnað sem smáglæp en verð hjólanna getur numið allt að hálfri milljón króna. Hann gagnrýnir lögregluna fyrir að gera lítið í þessum málaflokki. „Það sem löggan sagði einu sinni við mig var: „Við vitum nákvæmlega hvað er í gangi, en við þurfum að fara eftir bókinni og sanna mál okkar,“ en á móti hef ég bent þeim á að ef þeir eru virkir á síðunni hjá mér og skoða hvað er verið að leita að, þá geta þeir oft fundið þá hluti á þessum algengustu stöðum, þar sem hjól eru iðulega að finnast.“
Hjólreiðar Samgöngur Lögreglumál Tengdar fréttir Ónefndur hjólahrellir sér ljósið og snýr við blaðinu Bjartmar Leósson, sem hefur gengið undir nafninu hjólahvíslarinn vegna ötuls sjálfboðaliðsstarfs við að endurheimta hjól úr krumlum þjófa, segir að einn þeirra sem hefur reynst honum erfiður hafi snúið við blaðinu. 3. janúar 2022 15:28 Hjóli sjálfs Hjólahvíslarans stolið Hjóli Bjartmars Leóssonar var stolið í nótt. Sá hvimleiði og því miður nokkuð algengi atburður sem hjólastuldur er væri varla fréttnæmur nema vegna þess að Bjartmar hefur í um tvö ár staðið í hálfgerðu stríði við hjólaþjófa borgarinnar. Svo þekktur er hann fyrir þá baráttu sína að flestir þekkja hann sem Hjólahvíslarann. 30. júní 2021 14:06 Leitar uppi stolin hjól Á nokkrum mánuðum hefur Bjartmar Leósson fundið á annan tug stolinna hjóla og stuðlað að því að koma þeim í réttar hendur. Hann segist telja að faraldur sé í gangi og að allir geti lagt hönd á plóg til að uppræta glæpina með því að hafa augun opin. 4. september 2019 06:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Sjá meira
Ónefndur hjólahrellir sér ljósið og snýr við blaðinu Bjartmar Leósson, sem hefur gengið undir nafninu hjólahvíslarinn vegna ötuls sjálfboðaliðsstarfs við að endurheimta hjól úr krumlum þjófa, segir að einn þeirra sem hefur reynst honum erfiður hafi snúið við blaðinu. 3. janúar 2022 15:28
Hjóli sjálfs Hjólahvíslarans stolið Hjóli Bjartmars Leóssonar var stolið í nótt. Sá hvimleiði og því miður nokkuð algengi atburður sem hjólastuldur er væri varla fréttnæmur nema vegna þess að Bjartmar hefur í um tvö ár staðið í hálfgerðu stríði við hjólaþjófa borgarinnar. Svo þekktur er hann fyrir þá baráttu sína að flestir þekkja hann sem Hjólahvíslarann. 30. júní 2021 14:06
Leitar uppi stolin hjól Á nokkrum mánuðum hefur Bjartmar Leósson fundið á annan tug stolinna hjóla og stuðlað að því að koma þeim í réttar hendur. Hann segist telja að faraldur sé í gangi og að allir geti lagt hönd á plóg til að uppræta glæpina með því að hafa augun opin. 4. september 2019 06:15