Þetta kemur fram á vef Kópavogs þar sem búið er að birta yfirlit yfir útstrikanir í nýafstöðnum bæjarstjórnarkosningum.
Breytingarnar voru sem hér segir:
- B listi Framsóknarflokksins: Alls var 17 atkvæðaseðlum breytt.
- C listi Viðreisnar: Alls var 12 atkvæðaseðlum breytt.
- D listi Sjálfstæðisflokks: Alls var 114 atkvæðaseðlum breytt.
- M listi Miðflokksins: Alls var 9 atkvæðaseðlum breytt.
- P listi Pírata: Alls var 8 atkvæðaseðlum breytt.
- S listi Samfylkingarinnar: Alls var 19 atkvæðaseðlum breytt.
- V listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs: Alls var 1 atkvæðaseðli breytt.
- Y listi Vina Kópavogs: Alls var 9 atkvæðaseðlum breytt.
Þar kemur fram að fjöldi breyttra atkvæða hafi verið 189. Flestar breytingar voru gerðar á D-lista Sjálfstæðisflokksins eða 114. Langoftast var strikað yfir nafn Hannesar eða hann færður neðar á lista, eða alls sjötíu sinnum. Fasteignasalinn Hannes skipaði fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og mun hann taka sæti í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem náði fjórum fulltrúum inn.
Alls var nítján sinnum strikað yfir nafn Ásdísar Kristjánsdóttur eða hún færð neðar á lista. Ásdís er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Fjórtán sinnum var strikað yfir nafn Bergljótar Kristinsdóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bænum, eða nafn hennar fært neðar á lista.
Ellefu sinnum var strikað yfir nafn Orra Vignis Hlöðverssonar, oddvita Framsóknarflokksins, eða nafn hans fært neðar á lista.
Útstrikanir höfðu ekki áhrif á það hverjir náðu kjöri í bæjarstjórn Kópavogs. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa hafið formlegar viðræður um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum.