Segir starfsmenn hugsa sér til hreyfings eftir fund um útboð Árni Sæberg skrifar 20. maí 2022 15:39 Til stendur að bjóða út starfsemi Landspítala á Vífilsstöðum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala boðaði starfsfólk öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum á fund og tilkynnti þeim að stæði til að bjóða starfsemina út. Trúnaðarmaður Sameykis á vinnustaðnum segir ráðamenn ekki hafa hugsað málið til enda. Kristófer Ingi Svavarson, trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum, segir Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, hafa tilkynnt starfsmönnunum um útboð á rekstrinum líkt og það væri orðinn hlutur. Hann segir mjög óljóst hvort eða hvenær verður af fyrirhuguðu útboði og hann efast meira að segja um að nokkur myndi vilja taka reksturinn yfir. Hann bendir á að DAS hafi tekið reksturinn yfir árið 2003 en það fyrirkomulag hafi aðeins enst í sjö ár og Landspítalinn aftur tekið við Vífilsstöðum. „Þeir réðu ekkert við þetta, þetta var allt of dýrt. Þar að auki þurfa þeir að sýna fram á einhvern ágóða ef þetta er einkarekið. Ég veit ekki til hvers að vera að einkareka öðruvísi,“ segir Kristófer. Efast um loforð um engar uppsagnir Guðlaug Rakel tjáði starfsmönnum á Vífilsstöðum að engum yrði sagt upp störfum ef verður af fyrirhugaðri einkavæðingu spítalans. Kristófer veltir því fyrir sér hvort aðrar deildir Landspítala geti tekið við öllum fjörutíu starfsmönnunum eða hvort það verði bara til bráðabirgða og fólki sagt upp síðar. Þá segir hann því hafa verið velt upp að útboðið yrði háð því skilyrði að engum yrði sagt upp. Það telur hann ekki líklega lausn á vandanum. „Það má segja það að fólk er í viðbragðsstöðu, reiðubúið til að stökkva. Nú eru allir að hugsa sér til hreyfings,“ segir Kristófer. Segir starfsemina vera kjarnastarfsemi Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við Vísi í gær að rekstur spítalans á Vífilsstöðum flokkaðist ekki undir kjarnastarfsemi Landspítalans. Því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. „Ég hef talað fyrir því að við viljum færa einhver verkefni frá spítalanum vegna þess að ég held að það sé öllum ljóst af almennum fréttaflutningi sem stöðugt er af spítalanum að við erum með óhófleg verkefni sem við ráðum illa við með þeim mannafla sem við höfum. Það kemur niður á okkar aðstöðu til að sinna bráðveikum og slösuðum á bráðamóttökunni sem er yfirfull af því að við höfum ekki legurými,“ segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Þetta getur Kristófer ekki tekið undir. „Þeir eru að reyna að fóðra það þannig að þetta sé ekki kjarnarekstur, að þetta sé ekki hluti af kjarna Landspítalans. En þarna er fólk með virkni- og færnismat, gamalt fólk sem er lagt inn á spítalann vegna þess að það er með ýmsa öldrunarsjúkdóma auk annarra sjúkdóma sem koma með háum aldri og eru það veikir einstaklingar að þeir geta ekki farið heim,“ segir hann. Hann segir öldrunardeild á Vífilsstöðum ekki síður mikilvægan hluta af starfsemi Landspítalans en líknardeild, meðferðardeild eða bráðadeild. Þá veltir Kristófer sér því fyrir sér hvernig kjarnastarfsemi Landspítala sé skilgreind í lögum og hvort það standist lög að stjórnendur Landspítalans og ráðamenn geti ákveðið upp á eigin spýtur hvaða starfsemi má útvista til einkaaðila. Heilbrigðismál Landspítalinn Garðabær Tengdar fréttir Skoða að bjóða starfsemina á Vífilsstöðum út til einkarekstrar Til greina kemur að bjóða starfsemi öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum út til einkarekstrar. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, segir reksturinn ekki talinn hluta af kjarnastarfsemi spítalans og því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. 19. maí 2022 14:59 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Kristófer Ingi Svavarson, trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum, segir Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, hafa tilkynnt starfsmönnunum um útboð á rekstrinum líkt og það væri orðinn hlutur. Hann segir mjög óljóst hvort eða hvenær verður af fyrirhuguðu útboði og hann efast meira að segja um að nokkur myndi vilja taka reksturinn yfir. Hann bendir á að DAS hafi tekið reksturinn yfir árið 2003 en það fyrirkomulag hafi aðeins enst í sjö ár og Landspítalinn aftur tekið við Vífilsstöðum. „Þeir réðu ekkert við þetta, þetta var allt of dýrt. Þar að auki þurfa þeir að sýna fram á einhvern ágóða ef þetta er einkarekið. Ég veit ekki til hvers að vera að einkareka öðruvísi,“ segir Kristófer. Efast um loforð um engar uppsagnir Guðlaug Rakel tjáði starfsmönnum á Vífilsstöðum að engum yrði sagt upp störfum ef verður af fyrirhugaðri einkavæðingu spítalans. Kristófer veltir því fyrir sér hvort aðrar deildir Landspítala geti tekið við öllum fjörutíu starfsmönnunum eða hvort það verði bara til bráðabirgða og fólki sagt upp síðar. Þá segir hann því hafa verið velt upp að útboðið yrði háð því skilyrði að engum yrði sagt upp. Það telur hann ekki líklega lausn á vandanum. „Það má segja það að fólk er í viðbragðsstöðu, reiðubúið til að stökkva. Nú eru allir að hugsa sér til hreyfings,“ segir Kristófer. Segir starfsemina vera kjarnastarfsemi Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við Vísi í gær að rekstur spítalans á Vífilsstöðum flokkaðist ekki undir kjarnastarfsemi Landspítalans. Því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. „Ég hef talað fyrir því að við viljum færa einhver verkefni frá spítalanum vegna þess að ég held að það sé öllum ljóst af almennum fréttaflutningi sem stöðugt er af spítalanum að við erum með óhófleg verkefni sem við ráðum illa við með þeim mannafla sem við höfum. Það kemur niður á okkar aðstöðu til að sinna bráðveikum og slösuðum á bráðamóttökunni sem er yfirfull af því að við höfum ekki legurými,“ segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Þetta getur Kristófer ekki tekið undir. „Þeir eru að reyna að fóðra það þannig að þetta sé ekki kjarnarekstur, að þetta sé ekki hluti af kjarna Landspítalans. En þarna er fólk með virkni- og færnismat, gamalt fólk sem er lagt inn á spítalann vegna þess að það er með ýmsa öldrunarsjúkdóma auk annarra sjúkdóma sem koma með háum aldri og eru það veikir einstaklingar að þeir geta ekki farið heim,“ segir hann. Hann segir öldrunardeild á Vífilsstöðum ekki síður mikilvægan hluta af starfsemi Landspítalans en líknardeild, meðferðardeild eða bráðadeild. Þá veltir Kristófer sér því fyrir sér hvernig kjarnastarfsemi Landspítala sé skilgreind í lögum og hvort það standist lög að stjórnendur Landspítalans og ráðamenn geti ákveðið upp á eigin spýtur hvaða starfsemi má útvista til einkaaðila.
Heilbrigðismál Landspítalinn Garðabær Tengdar fréttir Skoða að bjóða starfsemina á Vífilsstöðum út til einkarekstrar Til greina kemur að bjóða starfsemi öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum út til einkarekstrar. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, segir reksturinn ekki talinn hluta af kjarnastarfsemi spítalans og því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. 19. maí 2022 14:59 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Skoða að bjóða starfsemina á Vífilsstöðum út til einkarekstrar Til greina kemur að bjóða starfsemi öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum út til einkarekstrar. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, segir reksturinn ekki talinn hluta af kjarnastarfsemi spítalans og því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. 19. maí 2022 14:59