Segir starfsmenn hugsa sér til hreyfings eftir fund um útboð Árni Sæberg skrifar 20. maí 2022 15:39 Til stendur að bjóða út starfsemi Landspítala á Vífilsstöðum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala boðaði starfsfólk öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum á fund og tilkynnti þeim að stæði til að bjóða starfsemina út. Trúnaðarmaður Sameykis á vinnustaðnum segir ráðamenn ekki hafa hugsað málið til enda. Kristófer Ingi Svavarson, trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum, segir Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, hafa tilkynnt starfsmönnunum um útboð á rekstrinum líkt og það væri orðinn hlutur. Hann segir mjög óljóst hvort eða hvenær verður af fyrirhuguðu útboði og hann efast meira að segja um að nokkur myndi vilja taka reksturinn yfir. Hann bendir á að DAS hafi tekið reksturinn yfir árið 2003 en það fyrirkomulag hafi aðeins enst í sjö ár og Landspítalinn aftur tekið við Vífilsstöðum. „Þeir réðu ekkert við þetta, þetta var allt of dýrt. Þar að auki þurfa þeir að sýna fram á einhvern ágóða ef þetta er einkarekið. Ég veit ekki til hvers að vera að einkareka öðruvísi,“ segir Kristófer. Efast um loforð um engar uppsagnir Guðlaug Rakel tjáði starfsmönnum á Vífilsstöðum að engum yrði sagt upp störfum ef verður af fyrirhugaðri einkavæðingu spítalans. Kristófer veltir því fyrir sér hvort aðrar deildir Landspítala geti tekið við öllum fjörutíu starfsmönnunum eða hvort það verði bara til bráðabirgða og fólki sagt upp síðar. Þá segir hann því hafa verið velt upp að útboðið yrði háð því skilyrði að engum yrði sagt upp. Það telur hann ekki líklega lausn á vandanum. „Það má segja það að fólk er í viðbragðsstöðu, reiðubúið til að stökkva. Nú eru allir að hugsa sér til hreyfings,“ segir Kristófer. Segir starfsemina vera kjarnastarfsemi Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við Vísi í gær að rekstur spítalans á Vífilsstöðum flokkaðist ekki undir kjarnastarfsemi Landspítalans. Því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. „Ég hef talað fyrir því að við viljum færa einhver verkefni frá spítalanum vegna þess að ég held að það sé öllum ljóst af almennum fréttaflutningi sem stöðugt er af spítalanum að við erum með óhófleg verkefni sem við ráðum illa við með þeim mannafla sem við höfum. Það kemur niður á okkar aðstöðu til að sinna bráðveikum og slösuðum á bráðamóttökunni sem er yfirfull af því að við höfum ekki legurými,“ segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Þetta getur Kristófer ekki tekið undir. „Þeir eru að reyna að fóðra það þannig að þetta sé ekki kjarnarekstur, að þetta sé ekki hluti af kjarna Landspítalans. En þarna er fólk með virkni- og færnismat, gamalt fólk sem er lagt inn á spítalann vegna þess að það er með ýmsa öldrunarsjúkdóma auk annarra sjúkdóma sem koma með háum aldri og eru það veikir einstaklingar að þeir geta ekki farið heim,“ segir hann. Hann segir öldrunardeild á Vífilsstöðum ekki síður mikilvægan hluta af starfsemi Landspítalans en líknardeild, meðferðardeild eða bráðadeild. Þá veltir Kristófer sér því fyrir sér hvernig kjarnastarfsemi Landspítala sé skilgreind í lögum og hvort það standist lög að stjórnendur Landspítalans og ráðamenn geti ákveðið upp á eigin spýtur hvaða starfsemi má útvista til einkaaðila. Heilbrigðismál Landspítalinn Garðabær Tengdar fréttir Skoða að bjóða starfsemina á Vífilsstöðum út til einkarekstrar Til greina kemur að bjóða starfsemi öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum út til einkarekstrar. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, segir reksturinn ekki talinn hluta af kjarnastarfsemi spítalans og því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. 19. maí 2022 14:59 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Kristófer Ingi Svavarson, trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum, segir Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, hafa tilkynnt starfsmönnunum um útboð á rekstrinum líkt og það væri orðinn hlutur. Hann segir mjög óljóst hvort eða hvenær verður af fyrirhuguðu útboði og hann efast meira að segja um að nokkur myndi vilja taka reksturinn yfir. Hann bendir á að DAS hafi tekið reksturinn yfir árið 2003 en það fyrirkomulag hafi aðeins enst í sjö ár og Landspítalinn aftur tekið við Vífilsstöðum. „Þeir réðu ekkert við þetta, þetta var allt of dýrt. Þar að auki þurfa þeir að sýna fram á einhvern ágóða ef þetta er einkarekið. Ég veit ekki til hvers að vera að einkareka öðruvísi,“ segir Kristófer. Efast um loforð um engar uppsagnir Guðlaug Rakel tjáði starfsmönnum á Vífilsstöðum að engum yrði sagt upp störfum ef verður af fyrirhugaðri einkavæðingu spítalans. Kristófer veltir því fyrir sér hvort aðrar deildir Landspítala geti tekið við öllum fjörutíu starfsmönnunum eða hvort það verði bara til bráðabirgða og fólki sagt upp síðar. Þá segir hann því hafa verið velt upp að útboðið yrði háð því skilyrði að engum yrði sagt upp. Það telur hann ekki líklega lausn á vandanum. „Það má segja það að fólk er í viðbragðsstöðu, reiðubúið til að stökkva. Nú eru allir að hugsa sér til hreyfings,“ segir Kristófer. Segir starfsemina vera kjarnastarfsemi Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við Vísi í gær að rekstur spítalans á Vífilsstöðum flokkaðist ekki undir kjarnastarfsemi Landspítalans. Því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. „Ég hef talað fyrir því að við viljum færa einhver verkefni frá spítalanum vegna þess að ég held að það sé öllum ljóst af almennum fréttaflutningi sem stöðugt er af spítalanum að við erum með óhófleg verkefni sem við ráðum illa við með þeim mannafla sem við höfum. Það kemur niður á okkar aðstöðu til að sinna bráðveikum og slösuðum á bráðamóttökunni sem er yfirfull af því að við höfum ekki legurými,“ segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Þetta getur Kristófer ekki tekið undir. „Þeir eru að reyna að fóðra það þannig að þetta sé ekki kjarnarekstur, að þetta sé ekki hluti af kjarna Landspítalans. En þarna er fólk með virkni- og færnismat, gamalt fólk sem er lagt inn á spítalann vegna þess að það er með ýmsa öldrunarsjúkdóma auk annarra sjúkdóma sem koma með háum aldri og eru það veikir einstaklingar að þeir geta ekki farið heim,“ segir hann. Hann segir öldrunardeild á Vífilsstöðum ekki síður mikilvægan hluta af starfsemi Landspítalans en líknardeild, meðferðardeild eða bráðadeild. Þá veltir Kristófer sér því fyrir sér hvernig kjarnastarfsemi Landspítala sé skilgreind í lögum og hvort það standist lög að stjórnendur Landspítalans og ráðamenn geti ákveðið upp á eigin spýtur hvaða starfsemi má útvista til einkaaðila.
Heilbrigðismál Landspítalinn Garðabær Tengdar fréttir Skoða að bjóða starfsemina á Vífilsstöðum út til einkarekstrar Til greina kemur að bjóða starfsemi öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum út til einkarekstrar. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, segir reksturinn ekki talinn hluta af kjarnastarfsemi spítalans og því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. 19. maí 2022 14:59 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Skoða að bjóða starfsemina á Vífilsstöðum út til einkarekstrar Til greina kemur að bjóða starfsemi öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum út til einkarekstrar. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, segir reksturinn ekki talinn hluta af kjarnastarfsemi spítalans og því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. 19. maí 2022 14:59