Vaktin: Rússar hafa náð yfirráðum í Azovstal Hólmfríður Gísladóttir, Eiður Þór Árnason og Bjarki Sigurðsson skrifa 20. maí 2022 06:32 Úkraínskir hermenn að yfirgefa Azovstal-stálverið í Maríupól. Vísir/AP Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa sakað Rússa um að „vopnavæða“ matvælaöryggi í heiminum en Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, segir Rússa ekki munu greiða fyrir útflutningi frá Úkraínu nema gegn afléttingu refsiaðgerða. „Þannig virka hlutirnir ekki, við erum ekki fávitar,“ sagði hann í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa hafa gjöreyðilagt Donbas, sem þeir segjast vilja „frelsa“ og að svæðið sé nú hreint helvíti. Vadim Shishimarin, 21 árs rússneskur hermaður sem hefur verið ákærður fyrir stríðsglæp í Úkraínu, hefur játað að hafa orðið saklausum manni að bana og beðið eiginkonu hans fyrirgefningar. Joe Biden Bandaríkjaforseti fundaði með leiðtogum Svíþjóðar og Finnlands í gær og sagði ríkin njóta fulls stuðings Bandaríkjanna í umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Tyrkir segjast hins vegar enn munu neita ríkjunum um aðild. Rannsókn Spiegel og rússneska miðilsins iStories hefur leitt í ljós að yngsta dóttir Vladimir Pútín Rússlandsforseta ferðaðist að minnsta kosti 50 sinnum til Þýskalands á árunum 2017 til 2019. Pútín hefur sjálfur gagnrýnt auðmenn fyrir tengsl þeirra við Evrópu. Forsvarsmenn McDonald's hafa komist að samkomulagi við Alexander nokkurn Govor um kaup á öllum veitingastöðum keðjunnar í Rússlandi. Govor hyggst reka staðina áfram undir öðru nafni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa hafa gjöreyðilagt Donbas, sem þeir segjast vilja „frelsa“ og að svæðið sé nú hreint helvíti. Vadim Shishimarin, 21 árs rússneskur hermaður sem hefur verið ákærður fyrir stríðsglæp í Úkraínu, hefur játað að hafa orðið saklausum manni að bana og beðið eiginkonu hans fyrirgefningar. Joe Biden Bandaríkjaforseti fundaði með leiðtogum Svíþjóðar og Finnlands í gær og sagði ríkin njóta fulls stuðings Bandaríkjanna í umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Tyrkir segjast hins vegar enn munu neita ríkjunum um aðild. Rannsókn Spiegel og rússneska miðilsins iStories hefur leitt í ljós að yngsta dóttir Vladimir Pútín Rússlandsforseta ferðaðist að minnsta kosti 50 sinnum til Þýskalands á árunum 2017 til 2019. Pútín hefur sjálfur gagnrýnt auðmenn fyrir tengsl þeirra við Evrópu. Forsvarsmenn McDonald's hafa komist að samkomulagi við Alexander nokkurn Govor um kaup á öllum veitingastöðum keðjunnar í Rússlandi. Govor hyggst reka staðina áfram undir öðru nafni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira