Vaktin: Rússar hafa náð yfirráðum í Azovstal Hólmfríður Gísladóttir, Eiður Þór Árnason og Bjarki Sigurðsson skrifa 20. maí 2022 06:32 Úkraínskir hermenn að yfirgefa Azovstal-stálverið í Maríupól. Vísir/AP Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa sakað Rússa um að „vopnavæða“ matvælaöryggi í heiminum en Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, segir Rússa ekki munu greiða fyrir útflutningi frá Úkraínu nema gegn afléttingu refsiaðgerða. „Þannig virka hlutirnir ekki, við erum ekki fávitar,“ sagði hann í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa hafa gjöreyðilagt Donbas, sem þeir segjast vilja „frelsa“ og að svæðið sé nú hreint helvíti. Vadim Shishimarin, 21 árs rússneskur hermaður sem hefur verið ákærður fyrir stríðsglæp í Úkraínu, hefur játað að hafa orðið saklausum manni að bana og beðið eiginkonu hans fyrirgefningar. Joe Biden Bandaríkjaforseti fundaði með leiðtogum Svíþjóðar og Finnlands í gær og sagði ríkin njóta fulls stuðings Bandaríkjanna í umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Tyrkir segjast hins vegar enn munu neita ríkjunum um aðild. Rannsókn Spiegel og rússneska miðilsins iStories hefur leitt í ljós að yngsta dóttir Vladimir Pútín Rússlandsforseta ferðaðist að minnsta kosti 50 sinnum til Þýskalands á árunum 2017 til 2019. Pútín hefur sjálfur gagnrýnt auðmenn fyrir tengsl þeirra við Evrópu. Forsvarsmenn McDonald's hafa komist að samkomulagi við Alexander nokkurn Govor um kaup á öllum veitingastöðum keðjunnar í Rússlandi. Govor hyggst reka staðina áfram undir öðru nafni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa hafa gjöreyðilagt Donbas, sem þeir segjast vilja „frelsa“ og að svæðið sé nú hreint helvíti. Vadim Shishimarin, 21 árs rússneskur hermaður sem hefur verið ákærður fyrir stríðsglæp í Úkraínu, hefur játað að hafa orðið saklausum manni að bana og beðið eiginkonu hans fyrirgefningar. Joe Biden Bandaríkjaforseti fundaði með leiðtogum Svíþjóðar og Finnlands í gær og sagði ríkin njóta fulls stuðings Bandaríkjanna í umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Tyrkir segjast hins vegar enn munu neita ríkjunum um aðild. Rannsókn Spiegel og rússneska miðilsins iStories hefur leitt í ljós að yngsta dóttir Vladimir Pútín Rússlandsforseta ferðaðist að minnsta kosti 50 sinnum til Þýskalands á árunum 2017 til 2019. Pútín hefur sjálfur gagnrýnt auðmenn fyrir tengsl þeirra við Evrópu. Forsvarsmenn McDonald's hafa komist að samkomulagi við Alexander nokkurn Govor um kaup á öllum veitingastöðum keðjunnar í Rússlandi. Govor hyggst reka staðina áfram undir öðru nafni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“