„Alveg með ólíkindum að við skulum ekki fá víti“ Sinfri Már Fannarsson skrifar 19. maí 2022 21:52 Gunnar Magnús var ósáttur með að fá ekki víti gegn Selfyssingum í kvöld. vísir/vilhelm Selfoss og Keflavík gerðu í kvöld markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur var ánægður með frammistöðu síns liðs, en hafði þó ýmislegt að segja um dómgæsluna. „Ég get ekki verið annað en ánægður með frammistöðuna í dag, sérstaklega í seinni hálfleik. Selfoss lágu fullmikið á okkur í fyrri hálfleiknum og við vorum lítið að skapa okkur fram á við. En við náðum að breika miklu betur á þær í seinni hálfleik og við sköpuðum okkur mjög góð færi. Við vorum að spila á móti góðu liði og við náðum að verjast vel og ég er bara mjög sáttur með að fara á erfiðan útivöll og ná einu stigi,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur í samtali við Vísi eftir leik. Stórt vafamál kom upp í leiknum eftir um klukkutíma leik þegar Susanna Joy, leikmaður Selfoss virtist handleika boltann innan eigin vítateigs. Helgi Ólafsson, dómari, baðaði út höndum og dæmi ekki vítaspyrnu. „Þetta er eiginlega bara með ólíkindum. Ég fékk nú soldið „flashback“ hérna, þó ég vilji nú ekki vera alltaf að kvarta yfir dómurum, en hann dæmdi hjá okkur í fyrra á móti Fylki eins og margir reka kannski minni í, þar sem hann gaf Fylki ódýrustu vítaspyrnu sem sést hefur. Við vorum rænd stigi. Síðan er það hérna í dag, þetta er alveg með ólíkindum, (Susanna) grípur boltann. Við erum búin að skoða þetta í sjónvarpinu aftur.“ „Hún hreinlega, hún grípur boltann. Og við spyrjum (dómarann) um ástæðu eftir leik og hann segir að þetta sé ekki refsivert. Þannig að það er alveg með ólíkindum að við skulum ekki fá víti og maður veltir líka fyrir sér, ég sé það ekki nákvæmlega, hvort hún sé öftust, hvort þetta sé ekki jafnvel klárlega bara rautt spjald. Rænir okkur þarna upplögðu færi,“ segir Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur og tjáir sig enn frekar um málið. „Við spyrjum af hverju hann dæmir ekki og hann segir að þetta sé ekki refsivert. Sem er náttúrulega alveg með ólíkindum. Það er þá frekar hægt að segja það eins og er, ef hann hefur ekki séð þetta eða hvort þetta sé bara það að hann bara vildi ekki gefa okkur víti.“ Keflavík ÍF Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
„Ég get ekki verið annað en ánægður með frammistöðuna í dag, sérstaklega í seinni hálfleik. Selfoss lágu fullmikið á okkur í fyrri hálfleiknum og við vorum lítið að skapa okkur fram á við. En við náðum að breika miklu betur á þær í seinni hálfleik og við sköpuðum okkur mjög góð færi. Við vorum að spila á móti góðu liði og við náðum að verjast vel og ég er bara mjög sáttur með að fara á erfiðan útivöll og ná einu stigi,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur í samtali við Vísi eftir leik. Stórt vafamál kom upp í leiknum eftir um klukkutíma leik þegar Susanna Joy, leikmaður Selfoss virtist handleika boltann innan eigin vítateigs. Helgi Ólafsson, dómari, baðaði út höndum og dæmi ekki vítaspyrnu. „Þetta er eiginlega bara með ólíkindum. Ég fékk nú soldið „flashback“ hérna, þó ég vilji nú ekki vera alltaf að kvarta yfir dómurum, en hann dæmdi hjá okkur í fyrra á móti Fylki eins og margir reka kannski minni í, þar sem hann gaf Fylki ódýrustu vítaspyrnu sem sést hefur. Við vorum rænd stigi. Síðan er það hérna í dag, þetta er alveg með ólíkindum, (Susanna) grípur boltann. Við erum búin að skoða þetta í sjónvarpinu aftur.“ „Hún hreinlega, hún grípur boltann. Og við spyrjum (dómarann) um ástæðu eftir leik og hann segir að þetta sé ekki refsivert. Þannig að það er alveg með ólíkindum að við skulum ekki fá víti og maður veltir líka fyrir sér, ég sé það ekki nákvæmlega, hvort hún sé öftust, hvort þetta sé ekki jafnvel klárlega bara rautt spjald. Rænir okkur þarna upplögðu færi,“ segir Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur og tjáir sig enn frekar um málið. „Við spyrjum af hverju hann dæmir ekki og hann segir að þetta sé ekki refsivert. Sem er náttúrulega alveg með ólíkindum. Það er þá frekar hægt að segja það eins og er, ef hann hefur ekki séð þetta eða hvort þetta sé bara það að hann bara vildi ekki gefa okkur víti.“
Keflavík ÍF Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn