Körfubolti

Myndaveisla frá oddaleiknum ótrúlega

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Agnar Smári Jónsson lét vel í sér heyra í stúkunni í gær. Í kvöld verður hann hins vegar á gólfinu þegar Valur mætir ÍBV í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.
Agnar Smári Jónsson lét vel í sér heyra í stúkunni í gær. Í kvöld verður hann hins vegar á gólfinu þegar Valur mætir ÍBV í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. vísir/bára

Valur varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn síðan 1983 eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik á Hlíðarenda.

Leikurinn var jafn og spennandi en Valsmenn sigu fram úr undir lokin. Þeir unnu 4. leikhlutann 23-11.

Uppselt var á leikinn og sennilega hafa aldrei verið á leik í Origo-höll þeirra Valsmanna. Stemmningin var frábær og áhorfendur létu vel í sér heyra.

Bára Dröfn Kristinsdóttir, ljósmyndari Vísis, var á leiknum og fangaði stemmninguna, gleðina og sorgina. Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá leiknum.

Kári Jónsson sleppur fram hjá Sigtryggi Arnari Björnssyni.vísir/bára
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, í hrókasamræðum við dómarann Davíð Tómas Tómasson.vísir/bára
Pavel Ermolinskij og Taiwo Badmus berjast um boltann.vísir/bára
Callum Lawson varð Íslandsmeistari annað árið í röð.vísir/bára
Tilfinningarnar báru Pavel ofurliði í leikslok.vísir/bára
Kári var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Hann sést hér með Guðbjörgu Norðfjörð, varaformanni KKÍ.vísir/bára
Bikarinn á loft!vísir/bára
Hjálmar hefur bikarinn á loft.vísir/bára
Pavel smellir kossi á bikarinn.vísir/bára
Stólarnir voru að vonum sárir.vísir/bára
Íslandsmeistarar 2022, Valur.vísir/bára




Fleiri fréttir

Sjá meira


×