Saga pizzaþjónsins sem varð öflugasti og hataðasti umboðsmaður sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2022 08:00 Mino Raiola með Zlatan Ibrahimovic en þeir áttu alla tíð mjög gott samband. Getty/VI Images Ofurumboðsmaðurinn Mino Raiola kvaddi þennan heim í lok síðasta mánaðar aðeins 54 ára gamall. Hann náði heldur betur að setja sitt mark á knattspyrnusöguna. Raiola var hataður af mörgum innan knattspyrnuheimsins en elskaður af skjólstæðingum sínum sem eru margar af stærstu knattspyrnustjörnum samtímans. Meðal skjólstæðinga hans voru Zlatan Ibrahimović, Paul Pogba, Gianluigi Donnarumma, Matthijs de Ligt og svo auðvitað nýstirnið Erling Haaland. Eflaust hafa margir heyrt nafn Mino Raiola og lesið um óvinsældir hans meðal knattspyrnustjóra eins og Alex Ferguson. Nú er hægt að sjá það í fróðlegri samantekt sem heitir „How Mino Raiola Became a Super Agent“ eða „Hvernig Mino Raiola varð að ofurumboðsmanni“. Youtube vefurinn Tifo Football fór þar yfir ævi Raiola og það hvernig honum tókst að vinna sig upp úr einu fátækasta hverfi Ítalíu í það að verða risanafn í fótboltasögunni. Hann á meðal annars stóran þátt í því að regluverki FIFA var breytt til að vega á móti miklum áhrifum umboðsmanna eins og hans. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=GBvP8Ysc204">watch on YouTube</a> Saga hans er vissulega efni í góða bíómynd. Honum tókst að mynda góð tengsl við frammámenn innan hollenska knattspyrnusambandsins sem voru fastagestir á pizzastað föður hans. Raiola hafði byrjað að vaska upp og þjóna til borðs en tók svo yfir reikningana enda kom fljótt í ljós að hann kunni að fara með þá og ná góðum samningum. Fyrsti leikmaðurinn sem kom honum á umboðsmannakortið var Hollendingurinn Bryan Roy sem hann kom frá Ajax til Foggia árið 1992. Árið eftir kom hann þeim Wim Jonk og Dennis Bergkamp til Internazionale og eitt af stóru vörðum á ferli hans var þegar hann kom Tékkanum Pavel Nedved frá Sparta Prag til Lazio. Í umfjöllun Tifo má líka heyra af samskiptum Raiola og hans frægasta skjólstæðings, Zlatan Ibrahimovic, þar á meðal afskiptaleysi Raiola þegar þeir hittust fyrst. Ibrahimovic fékk að heyra það og hefur sjálfur talað um það að hörð gagnrýni Raiola hafi átt mikinn þátt í því að sænski framherjinn tók sjálfan sig í gegn og tók upp þau vinnubrögð sem gerðu hann að einum sigursælasta leikmanni sögunnar í landsdeildum Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá þessa athyglisverðu samantekt á ævi Mino Raiola. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=t-UlOB6PrSk">watch on YouTube</a> Fótbolti Ítalía Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Sjá meira
Raiola var hataður af mörgum innan knattspyrnuheimsins en elskaður af skjólstæðingum sínum sem eru margar af stærstu knattspyrnustjörnum samtímans. Meðal skjólstæðinga hans voru Zlatan Ibrahimović, Paul Pogba, Gianluigi Donnarumma, Matthijs de Ligt og svo auðvitað nýstirnið Erling Haaland. Eflaust hafa margir heyrt nafn Mino Raiola og lesið um óvinsældir hans meðal knattspyrnustjóra eins og Alex Ferguson. Nú er hægt að sjá það í fróðlegri samantekt sem heitir „How Mino Raiola Became a Super Agent“ eða „Hvernig Mino Raiola varð að ofurumboðsmanni“. Youtube vefurinn Tifo Football fór þar yfir ævi Raiola og það hvernig honum tókst að vinna sig upp úr einu fátækasta hverfi Ítalíu í það að verða risanafn í fótboltasögunni. Hann á meðal annars stóran þátt í því að regluverki FIFA var breytt til að vega á móti miklum áhrifum umboðsmanna eins og hans. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=GBvP8Ysc204">watch on YouTube</a> Saga hans er vissulega efni í góða bíómynd. Honum tókst að mynda góð tengsl við frammámenn innan hollenska knattspyrnusambandsins sem voru fastagestir á pizzastað föður hans. Raiola hafði byrjað að vaska upp og þjóna til borðs en tók svo yfir reikningana enda kom fljótt í ljós að hann kunni að fara með þá og ná góðum samningum. Fyrsti leikmaðurinn sem kom honum á umboðsmannakortið var Hollendingurinn Bryan Roy sem hann kom frá Ajax til Foggia árið 1992. Árið eftir kom hann þeim Wim Jonk og Dennis Bergkamp til Internazionale og eitt af stóru vörðum á ferli hans var þegar hann kom Tékkanum Pavel Nedved frá Sparta Prag til Lazio. Í umfjöllun Tifo má líka heyra af samskiptum Raiola og hans frægasta skjólstæðings, Zlatan Ibrahimovic, þar á meðal afskiptaleysi Raiola þegar þeir hittust fyrst. Ibrahimovic fékk að heyra það og hefur sjálfur talað um það að hörð gagnrýni Raiola hafi átt mikinn þátt í því að sænski framherjinn tók sjálfan sig í gegn og tók upp þau vinnubrögð sem gerðu hann að einum sigursælasta leikmanni sögunnar í landsdeildum Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá þessa athyglisverðu samantekt á ævi Mino Raiola. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=t-UlOB6PrSk">watch on YouTube</a>
Fótbolti Ítalía Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn