Saga pizzaþjónsins sem varð öflugasti og hataðasti umboðsmaður sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2022 08:00 Mino Raiola með Zlatan Ibrahimovic en þeir áttu alla tíð mjög gott samband. Getty/VI Images Ofurumboðsmaðurinn Mino Raiola kvaddi þennan heim í lok síðasta mánaðar aðeins 54 ára gamall. Hann náði heldur betur að setja sitt mark á knattspyrnusöguna. Raiola var hataður af mörgum innan knattspyrnuheimsins en elskaður af skjólstæðingum sínum sem eru margar af stærstu knattspyrnustjörnum samtímans. Meðal skjólstæðinga hans voru Zlatan Ibrahimović, Paul Pogba, Gianluigi Donnarumma, Matthijs de Ligt og svo auðvitað nýstirnið Erling Haaland. Eflaust hafa margir heyrt nafn Mino Raiola og lesið um óvinsældir hans meðal knattspyrnustjóra eins og Alex Ferguson. Nú er hægt að sjá það í fróðlegri samantekt sem heitir „How Mino Raiola Became a Super Agent“ eða „Hvernig Mino Raiola varð að ofurumboðsmanni“. Youtube vefurinn Tifo Football fór þar yfir ævi Raiola og það hvernig honum tókst að vinna sig upp úr einu fátækasta hverfi Ítalíu í það að verða risanafn í fótboltasögunni. Hann á meðal annars stóran þátt í því að regluverki FIFA var breytt til að vega á móti miklum áhrifum umboðsmanna eins og hans. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=GBvP8Ysc204">watch on YouTube</a> Saga hans er vissulega efni í góða bíómynd. Honum tókst að mynda góð tengsl við frammámenn innan hollenska knattspyrnusambandsins sem voru fastagestir á pizzastað föður hans. Raiola hafði byrjað að vaska upp og þjóna til borðs en tók svo yfir reikningana enda kom fljótt í ljós að hann kunni að fara með þá og ná góðum samningum. Fyrsti leikmaðurinn sem kom honum á umboðsmannakortið var Hollendingurinn Bryan Roy sem hann kom frá Ajax til Foggia árið 1992. Árið eftir kom hann þeim Wim Jonk og Dennis Bergkamp til Internazionale og eitt af stóru vörðum á ferli hans var þegar hann kom Tékkanum Pavel Nedved frá Sparta Prag til Lazio. Í umfjöllun Tifo má líka heyra af samskiptum Raiola og hans frægasta skjólstæðings, Zlatan Ibrahimovic, þar á meðal afskiptaleysi Raiola þegar þeir hittust fyrst. Ibrahimovic fékk að heyra það og hefur sjálfur talað um það að hörð gagnrýni Raiola hafi átt mikinn þátt í því að sænski framherjinn tók sjálfan sig í gegn og tók upp þau vinnubrögð sem gerðu hann að einum sigursælasta leikmanni sögunnar í landsdeildum Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá þessa athyglisverðu samantekt á ævi Mino Raiola. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=t-UlOB6PrSk">watch on YouTube</a> Fótbolti Ítalía Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Raiola var hataður af mörgum innan knattspyrnuheimsins en elskaður af skjólstæðingum sínum sem eru margar af stærstu knattspyrnustjörnum samtímans. Meðal skjólstæðinga hans voru Zlatan Ibrahimović, Paul Pogba, Gianluigi Donnarumma, Matthijs de Ligt og svo auðvitað nýstirnið Erling Haaland. Eflaust hafa margir heyrt nafn Mino Raiola og lesið um óvinsældir hans meðal knattspyrnustjóra eins og Alex Ferguson. Nú er hægt að sjá það í fróðlegri samantekt sem heitir „How Mino Raiola Became a Super Agent“ eða „Hvernig Mino Raiola varð að ofurumboðsmanni“. Youtube vefurinn Tifo Football fór þar yfir ævi Raiola og það hvernig honum tókst að vinna sig upp úr einu fátækasta hverfi Ítalíu í það að verða risanafn í fótboltasögunni. Hann á meðal annars stóran þátt í því að regluverki FIFA var breytt til að vega á móti miklum áhrifum umboðsmanna eins og hans. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=GBvP8Ysc204">watch on YouTube</a> Saga hans er vissulega efni í góða bíómynd. Honum tókst að mynda góð tengsl við frammámenn innan hollenska knattspyrnusambandsins sem voru fastagestir á pizzastað föður hans. Raiola hafði byrjað að vaska upp og þjóna til borðs en tók svo yfir reikningana enda kom fljótt í ljós að hann kunni að fara með þá og ná góðum samningum. Fyrsti leikmaðurinn sem kom honum á umboðsmannakortið var Hollendingurinn Bryan Roy sem hann kom frá Ajax til Foggia árið 1992. Árið eftir kom hann þeim Wim Jonk og Dennis Bergkamp til Internazionale og eitt af stóru vörðum á ferli hans var þegar hann kom Tékkanum Pavel Nedved frá Sparta Prag til Lazio. Í umfjöllun Tifo má líka heyra af samskiptum Raiola og hans frægasta skjólstæðings, Zlatan Ibrahimovic, þar á meðal afskiptaleysi Raiola þegar þeir hittust fyrst. Ibrahimovic fékk að heyra það og hefur sjálfur talað um það að hörð gagnrýni Raiola hafi átt mikinn þátt í því að sænski framherjinn tók sjálfan sig í gegn og tók upp þau vinnubrögð sem gerðu hann að einum sigursælasta leikmanni sögunnar í landsdeildum Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá þessa athyglisverðu samantekt á ævi Mino Raiola. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=t-UlOB6PrSk">watch on YouTube</a>
Fótbolti Ítalía Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira