Engin kósýteppi í boði í Hússtjórnarskólanum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. maí 2022 23:00 Hér í Hússtjórnarskólanum verður nóg um værðarvoðir næstu misseri. vísir/sigurjón Skólameistari Hússtjórnarskólans til 24 ára útskrifaði í dag nemendur sína í síðasta skipti. Við kíktum í skólann með reynsluboltanum og eftirmanni hennar, sem lofar að halda í hefðir lærimóður sinnar. Í áttatíu ár hefur Hússtjórnarskólinn, sem áður hét Húsmæðraskólinn, verið starfræktur á Sólvallagötu í gamla Vesturbænum. Síðustu 24 ár hefur honum verið stýrt traustum höndum Margrétar Dórótheu Sigfúsdóttur sem lýkur nú starfi sínu 75 ára að aldri. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við í Hússtjórnarskólann og spjölluðum við bæði fráfarandi og verðandi skólameistarana: Margréti finnst nokkuð skrýtið að láta af störfum eftir öll þessi ár: „Þetta er svakalega skrýtið. Ógurlega skrýtið. Ég hugsaði í morgun hérna við að slíta skólanum 48 sinnum. Mér finnst það mjög skrýtið,“ segir Margrét. En arftakinn er vel að starfinu kominn. Það er hún Marta María Arnarsdóttir, sem er landsmönnum vel kunn eftir að hafa stýrt Covid-sýnatökunum við Suðurlandsbraut í heimsfaraldrinum. Þær stöllur Marta og Margrét við hinn svokallaða prinsessustiga í skólabyggingunni.vísir/ívar „Það er búið að vera ansi skemmtilegt á Suðurlandsbrautinni. Mikið at og mikið um að vera. Ég á alveg klárlega eftir að sakna þess en ég tek fagnandi á móti þessu nýja starfi. Það verður mjög spennandi,“ segir Marta María. En ætlar nýi skólameistarinn sér að breyta til eða halda í hefðir Margrétar? „Ég er búin að fylgjast vel með Margréti; hvernig hún lagar kaffið og sýður grautinn og svona. Það verður að vera eins,“ segir Marta María. Og Margrét grípur inn í: „Það náttúrulega koma alltaf breytingar á einhverju ungu fólki og nýju fólki. En ég er viss um að hún fari ekkert í einhverjar róttækar og stórkostlega svakalegar breytingar að snúa öllu við fyrsta árið.“ Þú yrðir ekki sátt með það? „Mér kemur þetta ekkert við. Auðvitað hugsa ég mér... æ ég get ekki ímyndað mér það,“ segir Margrét. Engar enskuslettur hér Skólinn tekur 24 nemendur hverja önn og í húsinu er heimavist fyrir 15 þeirra. En hvað er það sem kennt er í Hússtjórnarskólanum? Það telur Margrét upp í einni runu: „Í fyrsta lagi matreiðsla, ræsting, næringarfræði, vörufræði, prjón, hekl, vefnaður, fatasaumur, útsaumur. Þá er það upptalið.“ Í skólanum er svo einstök vefstofu þar sem unnar eru alls kyns vefnaðarvörur en alls ekki nein kósýteppi eins og Margrét hamrar á. „Þetta eru værðarvoðir,“ segir hún ákveðin. „Hér eru sko engin kósýteppi.“ Já, í Hússtjórnarskólanum hefur Margrét haldið í góða íslensku og vonar að arftaki sinn geri það líka. Því má búast við að fleiri værðarvoðir verði ofnar þar á næstu árum. Skóla - og menntamál Hús og heimili Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Sjá meira
Í áttatíu ár hefur Hússtjórnarskólinn, sem áður hét Húsmæðraskólinn, verið starfræktur á Sólvallagötu í gamla Vesturbænum. Síðustu 24 ár hefur honum verið stýrt traustum höndum Margrétar Dórótheu Sigfúsdóttur sem lýkur nú starfi sínu 75 ára að aldri. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við í Hússtjórnarskólann og spjölluðum við bæði fráfarandi og verðandi skólameistarana: Margréti finnst nokkuð skrýtið að láta af störfum eftir öll þessi ár: „Þetta er svakalega skrýtið. Ógurlega skrýtið. Ég hugsaði í morgun hérna við að slíta skólanum 48 sinnum. Mér finnst það mjög skrýtið,“ segir Margrét. En arftakinn er vel að starfinu kominn. Það er hún Marta María Arnarsdóttir, sem er landsmönnum vel kunn eftir að hafa stýrt Covid-sýnatökunum við Suðurlandsbraut í heimsfaraldrinum. Þær stöllur Marta og Margrét við hinn svokallaða prinsessustiga í skólabyggingunni.vísir/ívar „Það er búið að vera ansi skemmtilegt á Suðurlandsbrautinni. Mikið at og mikið um að vera. Ég á alveg klárlega eftir að sakna þess en ég tek fagnandi á móti þessu nýja starfi. Það verður mjög spennandi,“ segir Marta María. En ætlar nýi skólameistarinn sér að breyta til eða halda í hefðir Margrétar? „Ég er búin að fylgjast vel með Margréti; hvernig hún lagar kaffið og sýður grautinn og svona. Það verður að vera eins,“ segir Marta María. Og Margrét grípur inn í: „Það náttúrulega koma alltaf breytingar á einhverju ungu fólki og nýju fólki. En ég er viss um að hún fari ekkert í einhverjar róttækar og stórkostlega svakalegar breytingar að snúa öllu við fyrsta árið.“ Þú yrðir ekki sátt með það? „Mér kemur þetta ekkert við. Auðvitað hugsa ég mér... æ ég get ekki ímyndað mér það,“ segir Margrét. Engar enskuslettur hér Skólinn tekur 24 nemendur hverja önn og í húsinu er heimavist fyrir 15 þeirra. En hvað er það sem kennt er í Hússtjórnarskólanum? Það telur Margrét upp í einni runu: „Í fyrsta lagi matreiðsla, ræsting, næringarfræði, vörufræði, prjón, hekl, vefnaður, fatasaumur, útsaumur. Þá er það upptalið.“ Í skólanum er svo einstök vefstofu þar sem unnar eru alls kyns vefnaðarvörur en alls ekki nein kósýteppi eins og Margrét hamrar á. „Þetta eru værðarvoðir,“ segir hún ákveðin. „Hér eru sko engin kósýteppi.“ Já, í Hússtjórnarskólanum hefur Margrét haldið í góða íslensku og vonar að arftaki sinn geri það líka. Því má búast við að fleiri værðarvoðir verði ofnar þar á næstu árum.
Skóla - og menntamál Hús og heimili Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Sjá meira