Lögmenn Depps saumuðu að Heard í vitnastúkunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2022 23:33 Amber Heard svaraði spurningum lögmanna Johnny Depp í dag. Brendan Smialowski/AP Réttarhöld í meiðyrðamáli bandaríska leikarans Johnny Depp á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni, bandarísku leikkonunni Amber Heard, héldu áfram í dag. Þar var Heard borin þungum sökum af lögmannateymi Depps, meðal annars um að hafa barið hann og breytt ljósmyndum til að sýna fram á ofbeldi hans gegn henni. Heard bar vitni í málinu í dag, en spurningar lögmanna Depps sneru sérstaklega að rifrildi hjónanna fyrrverandi, sem á að hafa átt sér stað í Ástralíu árið 2015. Rifrildið hefur ítrekað verið til umræðu við réttarhöldin. Depp segir að Heard hafi skorið af fingurgómi hans með því að kasta í hann flösku, en Heard segir hins vegar að Depp hafi misnotað sig kynferðislega með flösku. Í dag spurðu lögmenn Depps hvers vegna Heard hefði ekki leitað sér læknisaðstoð, fyrst hún segist hafa orðið fyrir áverkum. „Þú ert sú sem réðst á mann með flösku í Ástralíu, er það ekki rétt?“ spurði Camille Vasquez, einn lögmanna Depps. Heard svaraði því til að hún „hefði aldrei nokkurn tímann ráðist á Johnny [Depp].“ Heard gekkst þó við því að hafa slegið til Depp, en ítrekaði að það hafi aðeins verið í sjálfsvörn eftir að hafa ekki varið sig fyrir meintum árásum Depps í fjölda ára. Dagbókarfærslur og hljóðupptökur til umræðu Lögmenn Depps sýndu kviðdómi í málinu þá dagbókarfærslur sem Heard hafði ritað, þar sem hún baðst afsökunar á að hafa „meitt“ Depp. Spurð út í færslurnar sagði Heard að mikilvægt væri að biðjast afsökunar þegar ljúka ætti rifrildum. Að sama skapi voru spilaðar hljóðupptökur af Heard þar sem hún heyrist segja við Depp að hún verði svo reið að hún „missi það,“ og að hún geti ekki lofað að hún muni ekki „beita ofbeldi.“ Þá spurðu lögmenn Depps út í ljósmyndir sem Heard segir að sýni áverka hennar, sem hafi verið til komnir eftir að Depp beitti hana ofbeldi. Lögmennirnir ýjuðu að því að hún hefði átt við myndirnar. „Er það satt að þú breyttir þessum myndum,“ spurði Vasquez. Heard svaraði því neitandi og sagðist aldrei hafa átt við neinar ljósmyndir. Spurðu út í fíkniefnanotkun Lögmenn Depps reyndu einnig að fá Heard til að tjá sig um fíkniefnanotkun sína og gera hana tortryggilega í augum kviðdómsins. Til þess notuðu þeir meðal annars dagskrá sem búin var til fyrir brúðkaup þeirra Heard og Depps. Þar var meðal annars á dagskrá „danspartý, eiturlyf og tónlist,“ en Heard hefur ítrekað lýst því að fíkniefnanotkun Depps hafi verið mikill streituvaldur í hjónabandi þeirra. „Þannig að, þú áttir upprunalega hugmyndina að því að taka eiturlyf á eyju eftir brúðkaupsæfingu með fíkniefnaskrímslinu sem þú varst að fara að giftast?“ spurði lögmaður Depps. Heard svaraði því til að um hafi verið að ræða uppkast að dagskrá, en viðurkenndi þó að til hafi staðið að bjóða upp á kannabis. Þá viðurkenndi hún einnig að hafa neytt fíkniefna í brúðkaupinu. Segja Heard eiga Depp hlutverk að þakka Fyrr í réttarhöldunum, sem staðið hafa yfir síðan í síðasta mánuði, hefur Heard lýst því að Depp hafi reynt að stjórna ferli hennar meðan þau voru saman. Hann hafi ekki viljað að hún tæki að sér hlutverk og að stundum hafi hann orðið afar afbrýðisamur út í mótleikara hennar. Lögmenn Depps hafa hins vegar reynt að mála upp þá mynd að Heard hafi verið afbrýðisami aðilinn í hjónabandinu. Þá hélt Vasquez því fram að það væri Depp að þakka að Heard fékk hlutverk í kvikmyndinni Aquaman. „Nei frk. Vasquez. Ég fékk það hlutverk með því að fara í áheyrnarprufu,“ svaraði Heard. Málaferli Depps gegn Heard má rekja til greinar sem sú síðarnefnda birti í Washington Post, þar sem hún sagðist vera fórnarlamb ofbeldis í nánu sambandi. Hún nafngreindi Depp ekki í greininni. Depp hefur farið fram á 50 milljónir Bandaríkjadala vegna greinarinnar. Heard hefur þá höfðað gagnsök á hendur Depp og farið fram á tvöfalt hærri upphæð úr hendi hans. Depp, sem er 58 ára, og Heard, sem er 38 ára, voru gift á árunum 2015 til 2017. Bandaríkin Hollywood Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Sjá meira
Heard bar vitni í málinu í dag, en spurningar lögmanna Depps sneru sérstaklega að rifrildi hjónanna fyrrverandi, sem á að hafa átt sér stað í Ástralíu árið 2015. Rifrildið hefur ítrekað verið til umræðu við réttarhöldin. Depp segir að Heard hafi skorið af fingurgómi hans með því að kasta í hann flösku, en Heard segir hins vegar að Depp hafi misnotað sig kynferðislega með flösku. Í dag spurðu lögmenn Depps hvers vegna Heard hefði ekki leitað sér læknisaðstoð, fyrst hún segist hafa orðið fyrir áverkum. „Þú ert sú sem réðst á mann með flösku í Ástralíu, er það ekki rétt?“ spurði Camille Vasquez, einn lögmanna Depps. Heard svaraði því til að hún „hefði aldrei nokkurn tímann ráðist á Johnny [Depp].“ Heard gekkst þó við því að hafa slegið til Depp, en ítrekaði að það hafi aðeins verið í sjálfsvörn eftir að hafa ekki varið sig fyrir meintum árásum Depps í fjölda ára. Dagbókarfærslur og hljóðupptökur til umræðu Lögmenn Depps sýndu kviðdómi í málinu þá dagbókarfærslur sem Heard hafði ritað, þar sem hún baðst afsökunar á að hafa „meitt“ Depp. Spurð út í færslurnar sagði Heard að mikilvægt væri að biðjast afsökunar þegar ljúka ætti rifrildum. Að sama skapi voru spilaðar hljóðupptökur af Heard þar sem hún heyrist segja við Depp að hún verði svo reið að hún „missi það,“ og að hún geti ekki lofað að hún muni ekki „beita ofbeldi.“ Þá spurðu lögmenn Depps út í ljósmyndir sem Heard segir að sýni áverka hennar, sem hafi verið til komnir eftir að Depp beitti hana ofbeldi. Lögmennirnir ýjuðu að því að hún hefði átt við myndirnar. „Er það satt að þú breyttir þessum myndum,“ spurði Vasquez. Heard svaraði því neitandi og sagðist aldrei hafa átt við neinar ljósmyndir. Spurðu út í fíkniefnanotkun Lögmenn Depps reyndu einnig að fá Heard til að tjá sig um fíkniefnanotkun sína og gera hana tortryggilega í augum kviðdómsins. Til þess notuðu þeir meðal annars dagskrá sem búin var til fyrir brúðkaup þeirra Heard og Depps. Þar var meðal annars á dagskrá „danspartý, eiturlyf og tónlist,“ en Heard hefur ítrekað lýst því að fíkniefnanotkun Depps hafi verið mikill streituvaldur í hjónabandi þeirra. „Þannig að, þú áttir upprunalega hugmyndina að því að taka eiturlyf á eyju eftir brúðkaupsæfingu með fíkniefnaskrímslinu sem þú varst að fara að giftast?“ spurði lögmaður Depps. Heard svaraði því til að um hafi verið að ræða uppkast að dagskrá, en viðurkenndi þó að til hafi staðið að bjóða upp á kannabis. Þá viðurkenndi hún einnig að hafa neytt fíkniefna í brúðkaupinu. Segja Heard eiga Depp hlutverk að þakka Fyrr í réttarhöldunum, sem staðið hafa yfir síðan í síðasta mánuði, hefur Heard lýst því að Depp hafi reynt að stjórna ferli hennar meðan þau voru saman. Hann hafi ekki viljað að hún tæki að sér hlutverk og að stundum hafi hann orðið afar afbrýðisamur út í mótleikara hennar. Lögmenn Depps hafa hins vegar reynt að mála upp þá mynd að Heard hafi verið afbrýðisami aðilinn í hjónabandinu. Þá hélt Vasquez því fram að það væri Depp að þakka að Heard fékk hlutverk í kvikmyndinni Aquaman. „Nei frk. Vasquez. Ég fékk það hlutverk með því að fara í áheyrnarprufu,“ svaraði Heard. Málaferli Depps gegn Heard má rekja til greinar sem sú síðarnefnda birti í Washington Post, þar sem hún sagðist vera fórnarlamb ofbeldis í nánu sambandi. Hún nafngreindi Depp ekki í greininni. Depp hefur farið fram á 50 milljónir Bandaríkjadala vegna greinarinnar. Heard hefur þá höfðað gagnsök á hendur Depp og farið fram á tvöfalt hærri upphæð úr hendi hans. Depp, sem er 58 ára, og Heard, sem er 38 ára, voru gift á árunum 2015 til 2017.
Bandaríkin Hollywood Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Sjá meira