Æsispennandi uppgötvun í Grímsey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2022 13:16 Fornleifafræðingar að störfum í Grímsey. Mynd/Hildur Gestsdóttir Ákveðið hefur verið að færa nýja kirkju í Grímsey um fjóra metra til að raska ekki ró þeirra sem liggja í fornum kirkjugarði sem kom í ljós við fornleifauppgröft í eyjunni. Öskuhaugur sem uppgötvaðist einnig þar í grennd getur varpar ljósi á sögu Grímseyjar frá því að hún var fyrst byggð. Fornleifafræðingur segir uppgötvunina vera æsispennandi. Unnið er að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey í stað þeirrar kirkju sem brann í september á síðasta ári. Framkvæmdir hefjast á næstunni en Minjastofnun gerði þá kröfu að áður en framkvæmdir hefðust yrði ráðist í fornleifarannsókn á svæðinu. Á meðal þess sem fannst við rannsóknirnar er öskuhaugur. Við fyrstu sýn kann mörgum ef til vill að finna það ekki ýkja merkilegt að finna gamlan öskuhaug. Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur sem stýrir fornleifarannsóknunum segir þó að þar leynist vísbendingar um sögu Grímseyjar fram á 19. öldina. „Við teljum okkur sjá landnámslagið sem fellur 877. Elstu lögin sem við erum a að sjá í þessum öskuhaug eru rétt þar yfir. Í þessum öskuhaug sjáum við sögu Grímseyjar frá upphafi og fram á 19. öldina,“ segir Hildur í samtali við Vísi. En hvað leynist í öskuhaugnum og hvað getur það sagt okkur um lífið í Grímsey fyrir árhundruðum? „Það er gríðarlegt magn af beinum. Heilu lögin af fugla og fiskabeinum sem er æsispennandi. Það er hægt að nýta bein til að sjá hvað fólk var að borða, hvernig fólk var að nýta það sem var til í eyjunni, hvernig fólk var að verka það sem var til í eyjunni. Við erum líka að sjá gripi, innflutta og heimagerða, þannig að það er gríðarmikil saga sem við sjáum þarna.“ Að auki var komið niður á það sem talið er vera kirkjugarðsveggur, en elstu heimildir um kirkjugarð í eyjunni eru frá um 1300. Innan kirkjugarðsins sást móta fyrir talsverðum fjöld af gröfum. Hefur því verið ákveðið að hnika nýrri kirkjubyggingu örlítið, til að raska ekki kirkjugarðinum forna. „Þegar það fannst var í rauninni ákveðið að flytja kirkjuna fjórum metrum austur til að hlífa garðinum, vera ekki að raska ró þess fólks sem liggur þarna.“ Grímsey Kirkjubruni í Grímsey Fornminjar Kirkjugarðar Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023. 8. maí 2022 21:07 Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. 21. desember 2021 14:48 Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Unnið er að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey í stað þeirrar kirkju sem brann í september á síðasta ári. Framkvæmdir hefjast á næstunni en Minjastofnun gerði þá kröfu að áður en framkvæmdir hefðust yrði ráðist í fornleifarannsókn á svæðinu. Á meðal þess sem fannst við rannsóknirnar er öskuhaugur. Við fyrstu sýn kann mörgum ef til vill að finna það ekki ýkja merkilegt að finna gamlan öskuhaug. Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur sem stýrir fornleifarannsóknunum segir þó að þar leynist vísbendingar um sögu Grímseyjar fram á 19. öldina. „Við teljum okkur sjá landnámslagið sem fellur 877. Elstu lögin sem við erum a að sjá í þessum öskuhaug eru rétt þar yfir. Í þessum öskuhaug sjáum við sögu Grímseyjar frá upphafi og fram á 19. öldina,“ segir Hildur í samtali við Vísi. En hvað leynist í öskuhaugnum og hvað getur það sagt okkur um lífið í Grímsey fyrir árhundruðum? „Það er gríðarlegt magn af beinum. Heilu lögin af fugla og fiskabeinum sem er æsispennandi. Það er hægt að nýta bein til að sjá hvað fólk var að borða, hvernig fólk var að nýta það sem var til í eyjunni, hvernig fólk var að verka það sem var til í eyjunni. Við erum líka að sjá gripi, innflutta og heimagerða, þannig að það er gríðarmikil saga sem við sjáum þarna.“ Að auki var komið niður á það sem talið er vera kirkjugarðsveggur, en elstu heimildir um kirkjugarð í eyjunni eru frá um 1300. Innan kirkjugarðsins sást móta fyrir talsverðum fjöld af gröfum. Hefur því verið ákveðið að hnika nýrri kirkjubyggingu örlítið, til að raska ekki kirkjugarðinum forna. „Þegar það fannst var í rauninni ákveðið að flytja kirkjuna fjórum metrum austur til að hlífa garðinum, vera ekki að raska ró þess fólks sem liggur þarna.“
Grímsey Kirkjubruni í Grímsey Fornminjar Kirkjugarðar Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023. 8. maí 2022 21:07 Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. 21. desember 2021 14:48 Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023. 8. maí 2022 21:07
Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. 21. desember 2021 14:48
Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03
Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01