„Nokkrum klukkustundum seinna komu Pussy Riot með töskurnar sínar inn á æskuheimilið mitt,“
Last week a friend called and asked if we had an apartment to spare for some people who had just fled Russia and needed a place to stay for a few days.
— Halli (@iamharaldur) May 17, 2022
A couple of hours later Pussy Riot arrived with their bags at my childhood home.
sagði Hali í færslunni. Pussy Riot er rússnesk pönkhljómsveit og aðgerðahópur.
Halli sendi skilaboð til Pútín
Halli eins og hann er kallaður bætti við færsluna að þær væru farnar úr landinu ef forseti Rússlands væri að leita þeirra, en hópurinn hefur talað opinskátt gegn ríkisstjórn Vladimír Pútíns og stríðinu í Úkraínu. Hann bað forsetann einnig um að koma sér frá Úkraínu hið snarasta ef hann væri að lesa skilaboðin.
Halli er stofnandi og eigandi Ueno og er mikill mannréttindasinni sem stóð meðal annars fyrir framtakinu Römpum upp Reykjavík. Einnig bauðst hann til þess að borga allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson myndi lögsækja síðasta ári.
Pussy Riot kom til lands fyrr í mánuðinum með aðstoð frá listamanninum Ragnari Kjartanssyni og fékk afnot af Þjóðleikhúsinu til að undirbúa tónleikaferðalag sitt um Evrópu.