Útilokar ekki samstarf með Sjálfstæðisflokki Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2022 15:41 Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, útilokar ekki meirihlutasamstarf með neinum flokki. Stefnt er á að klára viðræður við alla flokka í dag. Vísir/Vilhelm Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, segir flokkinn ekki útiloka meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Hún hefur ekki náð að ræða við alla flokka og því geti hún hvorki útilokað einn né neinn. Meirihluti Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ féll um helgina og minnkaði fylgi Sjálfstæðisflokksins um 12 prósent frá því árið 2018. Vinstri grænir hlutu einungis 5,7 prósent í kosningunum á laugardaginn og fengu engan mann inn í bæjarstjórn. Stórsigur Framsóknar Framsókn hlaut mesta fylgið í kosningunum eða 32,2 prósent og fá þannig fjóra fulltrúa inn í bæjarstjórn líkt og Sjálfstæðisflokkurinn sem hlaut 27,3 prósent atkvæða. Framsókn hefur ekki átt mann í bæjarstjórn Mosfellsbæjar síðan árið 2010. Í dag greindi Kjarninn frá því að samkvæmt heimildum þeirra útiloki Framsóknarflokkurinn meirihlutasamstarf með sjálfstæðismönnum. Þar kemur fram að flokkurinn ætli frekar í viðræður við Samfylkinguna og Viðreisn sem bæði fengu einn mann kjörinn í bæjarstjórn. Þá komi einnig til greina að bjóða Vinum Mosfellsbæjar að taka þátt í viðræðunum en þau fengu einnig einn mann kjörinn inn. Vill klára að ræða við alla Í samtali við fréttastofu þvertekur Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, fyrir að nokkur flokkur hafi nú þegar verið útilokaður. Hún eigi eftir að klára að ræða við alla flokka og ætlar að nýta daginn í dag í það. „Ég þarf einhvern veginn að koma mér inn í þennan pólitíska veruleika, það koma bara allskonar sögur án þess að maður viti af. Við vorum í viðræðum í gær, við erum í viðræðum í dag. Það er ekki búið að útiloka neitt, allt er opið,“ segir Halla. Hún segir formlegar viðræður um meirihlutasamstarf ekki hefjast fyrr en búið sé að ræða við alla flokka og flokksmenn Framsóknar séu búnir að ráðfæra sig við hvorn annan. Aðspurð segir hún að það sé ekki komið á hreint hvort hún geri tilkall til bæjarstjórasætisins eða hvort ópólitískur einstaklingur verði ráðinn í starfið. Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Meirihluti Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ féll um helgina og minnkaði fylgi Sjálfstæðisflokksins um 12 prósent frá því árið 2018. Vinstri grænir hlutu einungis 5,7 prósent í kosningunum á laugardaginn og fengu engan mann inn í bæjarstjórn. Stórsigur Framsóknar Framsókn hlaut mesta fylgið í kosningunum eða 32,2 prósent og fá þannig fjóra fulltrúa inn í bæjarstjórn líkt og Sjálfstæðisflokkurinn sem hlaut 27,3 prósent atkvæða. Framsókn hefur ekki átt mann í bæjarstjórn Mosfellsbæjar síðan árið 2010. Í dag greindi Kjarninn frá því að samkvæmt heimildum þeirra útiloki Framsóknarflokkurinn meirihlutasamstarf með sjálfstæðismönnum. Þar kemur fram að flokkurinn ætli frekar í viðræður við Samfylkinguna og Viðreisn sem bæði fengu einn mann kjörinn í bæjarstjórn. Þá komi einnig til greina að bjóða Vinum Mosfellsbæjar að taka þátt í viðræðunum en þau fengu einnig einn mann kjörinn inn. Vill klára að ræða við alla Í samtali við fréttastofu þvertekur Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, fyrir að nokkur flokkur hafi nú þegar verið útilokaður. Hún eigi eftir að klára að ræða við alla flokka og ætlar að nýta daginn í dag í það. „Ég þarf einhvern veginn að koma mér inn í þennan pólitíska veruleika, það koma bara allskonar sögur án þess að maður viti af. Við vorum í viðræðum í gær, við erum í viðræðum í dag. Það er ekki búið að útiloka neitt, allt er opið,“ segir Halla. Hún segir formlegar viðræður um meirihlutasamstarf ekki hefjast fyrr en búið sé að ræða við alla flokka og flokksmenn Framsóknar séu búnir að ráðfæra sig við hvorn annan. Aðspurð segir hún að það sé ekki komið á hreint hvort hún geri tilkall til bæjarstjórasætisins eða hvort ópólitískur einstaklingur verði ráðinn í starfið.
Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira