Kjósið úr sófanum Halldór Friðrik Þorsteinsson skrifar 16. maí 2022 15:01 Fyrir fjórum árum reis fjöldi sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins upp úr sófanum. Þeim ofbauð að heyra fréttir um fjárfestingar Arion banka í sílíkonverksmiðjurekstri sem hafði kostað sjóðinn mikla fjármuni. Eitt af því sem sjóðfélagar kröfðust var að kosningar yrðu rafrænar til þess að raunverulegt sjóðfélagalýðræði fengi þrifist, þvert á bankaræðið sem verið hafði allsráðandi. Nú er þetta baráttumál loksins í höfn og sjóðfélagar geta kosið rafrænt í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins næstu daga, fyrir aðalfundinn sem verður mánudaginn 23ja maí. Hvers vegna að kjósa? Ílífeyrissjóðnum eru tugir þúsunda einstaklinga og sjálfsagt spyrja sumir sig hvort þetta skipti einhverju? Jú, þátttaka sjóðfélaga og aðhald að stjórn skiptir svo sannarlega máli, enda veldur hver á heldur. Árangur lífeyrissjóða er mismunandi góður og ef árangur lífeyrissjóðs reynist lakari ár eftir ár, miðað við sambærilega sjóði, þá verður minni lífeyrir til skiptanna og fólk kemst mögulega síðar á eftirlaun en það ætlaði sér. Þannig eru hagsmunir sjóðfélaga miklir og þeir eiga lýðræðislegan rétt á að láta sig málefni eigin lífeyrissjóðs varða. Endurnýjun er nauðsynleg Ég fagna því sérstaklega að sjá tvö ný framboð hæfra einstaklinga til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins, þeirra Yngva Harðarsonar og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur. Það er þörf á endurnýjun í stjórn sjóðsins og rödd sjóðfélaga þarf að vera sterkari. Ég hvet því alla sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins til að nýta kosningaréttinn. Hægt er að kjósa beint úr sófanum með því að smella á hlekkinn. Það gæti skilað sér í hærri lífeyri þegar fram í sækir. Höfundur er sjóðfélagi og fyrrum stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum reis fjöldi sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins upp úr sófanum. Þeim ofbauð að heyra fréttir um fjárfestingar Arion banka í sílíkonverksmiðjurekstri sem hafði kostað sjóðinn mikla fjármuni. Eitt af því sem sjóðfélagar kröfðust var að kosningar yrðu rafrænar til þess að raunverulegt sjóðfélagalýðræði fengi þrifist, þvert á bankaræðið sem verið hafði allsráðandi. Nú er þetta baráttumál loksins í höfn og sjóðfélagar geta kosið rafrænt í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins næstu daga, fyrir aðalfundinn sem verður mánudaginn 23ja maí. Hvers vegna að kjósa? Ílífeyrissjóðnum eru tugir þúsunda einstaklinga og sjálfsagt spyrja sumir sig hvort þetta skipti einhverju? Jú, þátttaka sjóðfélaga og aðhald að stjórn skiptir svo sannarlega máli, enda veldur hver á heldur. Árangur lífeyrissjóða er mismunandi góður og ef árangur lífeyrissjóðs reynist lakari ár eftir ár, miðað við sambærilega sjóði, þá verður minni lífeyrir til skiptanna og fólk kemst mögulega síðar á eftirlaun en það ætlaði sér. Þannig eru hagsmunir sjóðfélaga miklir og þeir eiga lýðræðislegan rétt á að láta sig málefni eigin lífeyrissjóðs varða. Endurnýjun er nauðsynleg Ég fagna því sérstaklega að sjá tvö ný framboð hæfra einstaklinga til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins, þeirra Yngva Harðarsonar og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur. Það er þörf á endurnýjun í stjórn sjóðsins og rödd sjóðfélaga þarf að vera sterkari. Ég hvet því alla sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins til að nýta kosningaréttinn. Hægt er að kjósa beint úr sófanum með því að smella á hlekkinn. Það gæti skilað sér í hærri lífeyri þegar fram í sækir. Höfundur er sjóðfélagi og fyrrum stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar