Sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins er í Ölfusi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2022 11:18 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, er í skýjunum með árangur flokksins. Elliði er harður Sjálfstæðismaður og var ráðinn bæjarstjóri að loknum kosningunum 2018. Áður var hann bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í tólf ár þar til flokkurinn beið lægri hlut í kosningunum fyrir fjórum árum. Vísir/Magnús Hlynur Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, fagnar niðurstöðunum í sveitarstjórnarkosningunum um helgina. Elliði hefur lagst yfir tölurnar og fundið út úr því að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst hærra í sveitarfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 55,9 prósenta fylgi í kosningunum um helgina. Flokkurinn hélt fjórum fulltrúum sínum og þannig meirihluta en sjö bæjarfulltrúar eru í sveitarfélaginu. Framfarasinnar fengu 30,5 prósenta fylgi og tvo fulltrúa á meðan Íbúaflokkurinn fékk einn fulltrúa með 13,7 prósenta fylgi. Meirihlutinn hélt því og vel það. „Þegar rykið sest og farið er að rýna í tölur kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Það er áhugavert að ekki eingöngu er D-listinn í Ölfusi með mesta fylgi allra D-lista á landinu (amk. í stærri sveitarfélögum) heldur hefur hann aldrei í sögu þessa sveitarfélags fengið jafn mikið fylgi,“ segir Elliði í færslu á Facebook. Meðal fylgi Sjálfstæðisflokksins á öldinni sé um 40 prósent. Nú hafi fylgið verið tæplega helmingi meira eða 56 prósent. „Umboðið er því skýrt, íbúar vilja bjartsýni, gleði og skýra framtíðarsýn,“ segir Elliði. Elliði birtir þessa mynd með færslu sinni í morgun. Hún sýnir fylgi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningum frá 2002 til 2022.Elliði Vignisson Ef litið er yfir stærstu sveitarfélög landsins er afar fátítt að nokkur flokkur fái yfir fimmtíu prósent fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil átt bæjarstjórastólinn vísan í Garðabæ og Seltjarnarnesi. Engin breyting varð á því um helgina þótt fylgið fari minnkandi í báðum sveitarfélögum. Hreinn meirihluti hélt. Þannig fékk flokkurinn 50,1 prósent á Nesinu sem skilaði fjórum bæjarfulltrúum af þeim sjö sem í boði eru. Í Garðabænum fékk flokkurinn 49,1 prósent sem tryggði flokknum sjö bæjarfulltrúa af ellefu. Flokkurinn fagnaði svo góðum árangri í Árborg með 46,4 prósenta fylgi sem skilabði hreinum meirihluta, sex fulltrúum af ellefu. Framsóknarflokkurinn gældi svo við fimmtíu prósentin í Borgarbyggð hvar flokkurinn náði hreinum meirihluta fulltrúa, fimm af níu, með 49,7 prósenta fylgi. Ölfus Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokatölur frá Ölfusi: Meirihlutinn heldur Á kjörskrá í Ölfusi 1.811. Sjö bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn. 15. maí 2022 02:00 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Fleiri fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 55,9 prósenta fylgi í kosningunum um helgina. Flokkurinn hélt fjórum fulltrúum sínum og þannig meirihluta en sjö bæjarfulltrúar eru í sveitarfélaginu. Framfarasinnar fengu 30,5 prósenta fylgi og tvo fulltrúa á meðan Íbúaflokkurinn fékk einn fulltrúa með 13,7 prósenta fylgi. Meirihlutinn hélt því og vel það. „Þegar rykið sest og farið er að rýna í tölur kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Það er áhugavert að ekki eingöngu er D-listinn í Ölfusi með mesta fylgi allra D-lista á landinu (amk. í stærri sveitarfélögum) heldur hefur hann aldrei í sögu þessa sveitarfélags fengið jafn mikið fylgi,“ segir Elliði í færslu á Facebook. Meðal fylgi Sjálfstæðisflokksins á öldinni sé um 40 prósent. Nú hafi fylgið verið tæplega helmingi meira eða 56 prósent. „Umboðið er því skýrt, íbúar vilja bjartsýni, gleði og skýra framtíðarsýn,“ segir Elliði. Elliði birtir þessa mynd með færslu sinni í morgun. Hún sýnir fylgi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningum frá 2002 til 2022.Elliði Vignisson Ef litið er yfir stærstu sveitarfélög landsins er afar fátítt að nokkur flokkur fái yfir fimmtíu prósent fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil átt bæjarstjórastólinn vísan í Garðabæ og Seltjarnarnesi. Engin breyting varð á því um helgina þótt fylgið fari minnkandi í báðum sveitarfélögum. Hreinn meirihluti hélt. Þannig fékk flokkurinn 50,1 prósent á Nesinu sem skilaði fjórum bæjarfulltrúum af þeim sjö sem í boði eru. Í Garðabænum fékk flokkurinn 49,1 prósent sem tryggði flokknum sjö bæjarfulltrúa af ellefu. Flokkurinn fagnaði svo góðum árangri í Árborg með 46,4 prósenta fylgi sem skilabði hreinum meirihluta, sex fulltrúum af ellefu. Framsóknarflokkurinn gældi svo við fimmtíu prósentin í Borgarbyggð hvar flokkurinn náði hreinum meirihluta fulltrúa, fimm af níu, með 49,7 prósenta fylgi.
Ölfus Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokatölur frá Ölfusi: Meirihlutinn heldur Á kjörskrá í Ölfusi 1.811. Sjö bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn. 15. maí 2022 02:00 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Fleiri fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Sjá meira
Lokatölur frá Ölfusi: Meirihlutinn heldur Á kjörskrá í Ölfusi 1.811. Sjö bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn. 15. maí 2022 02:00