Sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins er í Ölfusi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2022 11:18 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, er í skýjunum með árangur flokksins. Elliði er harður Sjálfstæðismaður og var ráðinn bæjarstjóri að loknum kosningunum 2018. Áður var hann bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í tólf ár þar til flokkurinn beið lægri hlut í kosningunum fyrir fjórum árum. Vísir/Magnús Hlynur Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, fagnar niðurstöðunum í sveitarstjórnarkosningunum um helgina. Elliði hefur lagst yfir tölurnar og fundið út úr því að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst hærra í sveitarfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 55,9 prósenta fylgi í kosningunum um helgina. Flokkurinn hélt fjórum fulltrúum sínum og þannig meirihluta en sjö bæjarfulltrúar eru í sveitarfélaginu. Framfarasinnar fengu 30,5 prósenta fylgi og tvo fulltrúa á meðan Íbúaflokkurinn fékk einn fulltrúa með 13,7 prósenta fylgi. Meirihlutinn hélt því og vel það. „Þegar rykið sest og farið er að rýna í tölur kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Það er áhugavert að ekki eingöngu er D-listinn í Ölfusi með mesta fylgi allra D-lista á landinu (amk. í stærri sveitarfélögum) heldur hefur hann aldrei í sögu þessa sveitarfélags fengið jafn mikið fylgi,“ segir Elliði í færslu á Facebook. Meðal fylgi Sjálfstæðisflokksins á öldinni sé um 40 prósent. Nú hafi fylgið verið tæplega helmingi meira eða 56 prósent. „Umboðið er því skýrt, íbúar vilja bjartsýni, gleði og skýra framtíðarsýn,“ segir Elliði. Elliði birtir þessa mynd með færslu sinni í morgun. Hún sýnir fylgi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningum frá 2002 til 2022.Elliði Vignisson Ef litið er yfir stærstu sveitarfélög landsins er afar fátítt að nokkur flokkur fái yfir fimmtíu prósent fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil átt bæjarstjórastólinn vísan í Garðabæ og Seltjarnarnesi. Engin breyting varð á því um helgina þótt fylgið fari minnkandi í báðum sveitarfélögum. Hreinn meirihluti hélt. Þannig fékk flokkurinn 50,1 prósent á Nesinu sem skilaði fjórum bæjarfulltrúum af þeim sjö sem í boði eru. Í Garðabænum fékk flokkurinn 49,1 prósent sem tryggði flokknum sjö bæjarfulltrúa af ellefu. Flokkurinn fagnaði svo góðum árangri í Árborg með 46,4 prósenta fylgi sem skilabði hreinum meirihluta, sex fulltrúum af ellefu. Framsóknarflokkurinn gældi svo við fimmtíu prósentin í Borgarbyggð hvar flokkurinn náði hreinum meirihluta fulltrúa, fimm af níu, með 49,7 prósenta fylgi. Ölfus Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokatölur frá Ölfusi: Meirihlutinn heldur Á kjörskrá í Ölfusi 1.811. Sjö bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn. 15. maí 2022 02:00 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 55,9 prósenta fylgi í kosningunum um helgina. Flokkurinn hélt fjórum fulltrúum sínum og þannig meirihluta en sjö bæjarfulltrúar eru í sveitarfélaginu. Framfarasinnar fengu 30,5 prósenta fylgi og tvo fulltrúa á meðan Íbúaflokkurinn fékk einn fulltrúa með 13,7 prósenta fylgi. Meirihlutinn hélt því og vel það. „Þegar rykið sest og farið er að rýna í tölur kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Það er áhugavert að ekki eingöngu er D-listinn í Ölfusi með mesta fylgi allra D-lista á landinu (amk. í stærri sveitarfélögum) heldur hefur hann aldrei í sögu þessa sveitarfélags fengið jafn mikið fylgi,“ segir Elliði í færslu á Facebook. Meðal fylgi Sjálfstæðisflokksins á öldinni sé um 40 prósent. Nú hafi fylgið verið tæplega helmingi meira eða 56 prósent. „Umboðið er því skýrt, íbúar vilja bjartsýni, gleði og skýra framtíðarsýn,“ segir Elliði. Elliði birtir þessa mynd með færslu sinni í morgun. Hún sýnir fylgi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningum frá 2002 til 2022.Elliði Vignisson Ef litið er yfir stærstu sveitarfélög landsins er afar fátítt að nokkur flokkur fái yfir fimmtíu prósent fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil átt bæjarstjórastólinn vísan í Garðabæ og Seltjarnarnesi. Engin breyting varð á því um helgina þótt fylgið fari minnkandi í báðum sveitarfélögum. Hreinn meirihluti hélt. Þannig fékk flokkurinn 50,1 prósent á Nesinu sem skilaði fjórum bæjarfulltrúum af þeim sjö sem í boði eru. Í Garðabænum fékk flokkurinn 49,1 prósent sem tryggði flokknum sjö bæjarfulltrúa af ellefu. Flokkurinn fagnaði svo góðum árangri í Árborg með 46,4 prósenta fylgi sem skilabði hreinum meirihluta, sex fulltrúum af ellefu. Framsóknarflokkurinn gældi svo við fimmtíu prósentin í Borgarbyggð hvar flokkurinn náði hreinum meirihluta fulltrúa, fimm af níu, með 49,7 prósenta fylgi.
Ölfus Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokatölur frá Ölfusi: Meirihlutinn heldur Á kjörskrá í Ölfusi 1.811. Sjö bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn. 15. maí 2022 02:00 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Lokatölur frá Ölfusi: Meirihlutinn heldur Á kjörskrá í Ölfusi 1.811. Sjö bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn. 15. maí 2022 02:00