Miðasala hefst í hádegi og Króksarar fá þriðjung Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2022 10:51 Það er allt á suðupunkti í einvígi Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn. vísir/bára Ljóst er að mun færri komast að en vilja á síðasta leik körfuboltatímabilsins á Íslandi, oddaleik Vals og Tindastóls. Miðasala á leikinn hefst í hádeginu. Valsmenn ákváðu að miðasalan færi ekki fram með rafrænum hætti og óttuðust samkvæmt upplýsingum frá Val að miðasöluappið Stubbur sem jafnan er notað myndi ekki höndla álagið vegna hinnar miklu eftirspurnar. Þess í stað ákvað körfuknattleiksdeild Vals að leyfa Sauðkrækingum að sjá um söluna á þriðjungi miða sem í boði eru, eða um 500 miðum, og Valsmenn munu svo sjálfir selja sína 1.000 miða á Hlíðarenda. Origo-höllin rúmar 1.500 áhorfendur. Þeir sem vilja kaupa miða á svæði Vals þurfa því að mæta á Hlíðarenda, og vera með Stubbs-appið, og hefst miðasalan klukkan 12. Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, sagði við Vísi að ákvörðun yrði tekin í kvöld um það hvernig sölunni á 500 miðum Skagfirðinga yrði háttað. Uppfært kl. 12.15: Samkvæmt upplýsingum frá Stubbi er ástæðan fyrir því að miðarnir fóru ekki í hefðbundna sölu í appinu sú að Valsmenn vildu leitast við að tryggja að stuðningsmenn Vals fengju 2/3 hluta miða sem í boði voru, sem ekki er hægt að tryggja í miðasöluappinu. Svartími í appinu hafi vissulega lengst vegna álags fyrir leik fjögur í einvíginu, á Sauðárkróki í gær, en þjónustan ekki hrunið. Tilkynning Vals: Miðasala fyrir stuðningsfólk Vals á oddaleikinn! Miðasala fyrir stuðningsfólk Vals hefst í Valshöllinni kl. 12 í dag. Fólk er beðið um að hafa Stubb appið tengt við símanúmer sem miðar verða sendir á. Allir miðar eru seldir á 2.500 kr. en frítt er fyrir yngri iðkendur Vals sem skrá sig eins og á aðra leiki. Það skal ítrekað að þetta er miðasala fyrir stuðningsfólk Vals. Miðasala stuðningsfólks Tindastóls er á ábyrgð forsvarsaðila Tindastóls. Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Valsmenn ákváðu að miðasalan færi ekki fram með rafrænum hætti og óttuðust samkvæmt upplýsingum frá Val að miðasöluappið Stubbur sem jafnan er notað myndi ekki höndla álagið vegna hinnar miklu eftirspurnar. Þess í stað ákvað körfuknattleiksdeild Vals að leyfa Sauðkrækingum að sjá um söluna á þriðjungi miða sem í boði eru, eða um 500 miðum, og Valsmenn munu svo sjálfir selja sína 1.000 miða á Hlíðarenda. Origo-höllin rúmar 1.500 áhorfendur. Þeir sem vilja kaupa miða á svæði Vals þurfa því að mæta á Hlíðarenda, og vera með Stubbs-appið, og hefst miðasalan klukkan 12. Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, sagði við Vísi að ákvörðun yrði tekin í kvöld um það hvernig sölunni á 500 miðum Skagfirðinga yrði háttað. Uppfært kl. 12.15: Samkvæmt upplýsingum frá Stubbi er ástæðan fyrir því að miðarnir fóru ekki í hefðbundna sölu í appinu sú að Valsmenn vildu leitast við að tryggja að stuðningsmenn Vals fengju 2/3 hluta miða sem í boði voru, sem ekki er hægt að tryggja í miðasöluappinu. Svartími í appinu hafi vissulega lengst vegna álags fyrir leik fjögur í einvíginu, á Sauðárkróki í gær, en þjónustan ekki hrunið. Tilkynning Vals: Miðasala fyrir stuðningsfólk Vals á oddaleikinn! Miðasala fyrir stuðningsfólk Vals hefst í Valshöllinni kl. 12 í dag. Fólk er beðið um að hafa Stubb appið tengt við símanúmer sem miðar verða sendir á. Allir miðar eru seldir á 2.500 kr. en frítt er fyrir yngri iðkendur Vals sem skrá sig eins og á aðra leiki. Það skal ítrekað að þetta er miðasala fyrir stuðningsfólk Vals. Miðasala stuðningsfólks Tindastóls er á ábyrgð forsvarsaðila Tindastóls.
Tilkynning Vals: Miðasala fyrir stuðningsfólk Vals á oddaleikinn! Miðasala fyrir stuðningsfólk Vals hefst í Valshöllinni kl. 12 í dag. Fólk er beðið um að hafa Stubb appið tengt við símanúmer sem miðar verða sendir á. Allir miðar eru seldir á 2.500 kr. en frítt er fyrir yngri iðkendur Vals sem skrá sig eins og á aðra leiki. Það skal ítrekað að þetta er miðasala fyrir stuðningsfólk Vals. Miðasala stuðningsfólks Tindastóls er á ábyrgð forsvarsaðila Tindastóls.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira