„Við fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2022 08:35 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borginni segir meirihlutaflokkana Viðreisn, Samfylkingu og Pírata, ætla að halda saman. Vísir/Vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir að oddvitar meirihlutaflokkanna hafi á fundi í gær ákveðið að „halda saman“. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. Oddvitar núverandi meirihluta; Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna; funduðu í gær til að fara yfir stöðu mála. Meirihlutinn féll á laugardag og var því ljóst að mynda þarf nýjan meirihluta, sama hvernig. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, hefur þá útilokað að Vinstri græn taki þátt í meirihlutasamstarfi í borginni á þessu kjörtímabili og tilkynnti hinum oddvitunum það einmitt á fundi þeirra í gær. „Við hittumst nú í gær oddvitar meirihlutans af því að við erum náttúrulega öll að mæta í vinnu í dag, það er kannski enginn sem fattar það. Þannig að við hittumst í gær til þess að tala saman, framundan er áframhaldandi vinna, kjörtímabilinu lýkur ekki fyrr en í lok mánaðarins þannig að það er borgarráð framundan og borgarstjórnarfundur fram undan,“ segir Þórdís Lóa í samtali við fréttastofu. Oddvitarnir hafi hist í gær og rætt að samstarf þeirra hafi gengið vel á liðnu kjörtímabili. „Og við lásum aðeins í spilin eftir nóttina, með stóru línurnar í skilaboðunum og ræddum það að við ætluðum að skoða það að fylgjast að,“ segir Þórdís. Borgarstjórnarvinna taki við næstu tvær vikur Til þess að meirihlutaflokkarnir, utan Vinstri grænna, geti fylgst áfram að þurfa þeir að taka með sér aðra flokka í meirihlutasamstarfið. Til greina kemur fyrir þá að taka með sér Framsókn, Sjálfstæðisflokkinn eða Flokk fólksins og Sósíalistaflokkinn. Píratar hafa hins vegar útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokki og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, hefur útilokað samstarf við Viðreisn. Er það þá Framsókn sem þið tækjuð inn í meirihlutann? „Við ræddum það ekki öðruvísi en að við byrjuðum bara þetta samtal. Við fengum þær fréttir í gær þannig að við bara fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman. Það eru ákveðin skilaboð út og svo byrjar samtalið út frá því,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir að nú taki aðeins við áframhaldandi vinna áður en ný borgarstjórn taki við. „Það er bara vinna framundan, eins skringilega og það hljómar. Það eru verkefni eftir sem þarf að klára. Nú er hálfur mánuður þar til ný borgarstjórn tekur við þannig að mitt verkefni sem formaður borgarráðs er að halda borgarráðsfund og halda maskínunni gangandi áfram og verkefni Alexöndru Briem forseta borgarstjórnar er að halda borgarstjórnarfund og ég geri ráð fyrir að borgarstjóri þurfi að mæta á kantórinn og halda áfram,“ segir Þórdís. „Það eru alltaf allir að spyrja hvort við séum að tala saman. Við erum náttúrulega í vinnunni, alltaf að tala saman.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í borginni sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 að oddvitar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar ætli að fylgjast að í viðræðum næstu daga um myndun nýs meirihluta. Hann sagði þá að ákvörðun VG um að taka ekki þátt í meirihlutasamstarfi hafi fækkað valkostum. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Viðreisn Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Segir engar viðræður hafnar en útilokar ekki samstarfið Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engar viðræður hafnar milli flokks síns og Framsóknarflokksins. Hún telji þó raunhæfan möguleika að starfa með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins 15. maí 2022 20:51 Líf útilokar þátttöku í meirihlutasamstarfi Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, hefur tjáð samstarfsfélögum sínum í fráfarandi meirihluta að Vinstri græn muni ekki sækjast efir því að taka þátt í viðræðum um meirihlutasamstarf. 15. maí 2022 20:21 Aðeins einn raunhæfur möguleiki á þriggja flokka meirihluta í borginni Möguleikar eru á myndun að minnsta kosti níu samsetningum að meirihlutum í borgarstjórn að loknum kosningunum í gær. Aðeins væri hægt að mynda tvo þriggja flokka meirihluta þótt annar þeirra verði að teljast ólíklegur. 15. maí 2022 19:20 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Oddvitar núverandi meirihluta; Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna; funduðu í gær til að fara yfir stöðu mála. Meirihlutinn féll á laugardag og var því ljóst að mynda þarf nýjan meirihluta, sama hvernig. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, hefur þá útilokað að Vinstri græn taki þátt í meirihlutasamstarfi í borginni á þessu kjörtímabili og tilkynnti hinum oddvitunum það einmitt á fundi þeirra í gær. „Við hittumst nú í gær oddvitar meirihlutans af því að við erum náttúrulega öll að mæta í vinnu í dag, það er kannski enginn sem fattar það. Þannig að við hittumst í gær til þess að tala saman, framundan er áframhaldandi vinna, kjörtímabilinu lýkur ekki fyrr en í lok mánaðarins þannig að það er borgarráð framundan og borgarstjórnarfundur fram undan,“ segir Þórdís Lóa í samtali við fréttastofu. Oddvitarnir hafi hist í gær og rætt að samstarf þeirra hafi gengið vel á liðnu kjörtímabili. „Og við lásum aðeins í spilin eftir nóttina, með stóru línurnar í skilaboðunum og ræddum það að við ætluðum að skoða það að fylgjast að,“ segir Þórdís. Borgarstjórnarvinna taki við næstu tvær vikur Til þess að meirihlutaflokkarnir, utan Vinstri grænna, geti fylgst áfram að þurfa þeir að taka með sér aðra flokka í meirihlutasamstarfið. Til greina kemur fyrir þá að taka með sér Framsókn, Sjálfstæðisflokkinn eða Flokk fólksins og Sósíalistaflokkinn. Píratar hafa hins vegar útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokki og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, hefur útilokað samstarf við Viðreisn. Er það þá Framsókn sem þið tækjuð inn í meirihlutann? „Við ræddum það ekki öðruvísi en að við byrjuðum bara þetta samtal. Við fengum þær fréttir í gær þannig að við bara fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman. Það eru ákveðin skilaboð út og svo byrjar samtalið út frá því,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir að nú taki aðeins við áframhaldandi vinna áður en ný borgarstjórn taki við. „Það er bara vinna framundan, eins skringilega og það hljómar. Það eru verkefni eftir sem þarf að klára. Nú er hálfur mánuður þar til ný borgarstjórn tekur við þannig að mitt verkefni sem formaður borgarráðs er að halda borgarráðsfund og halda maskínunni gangandi áfram og verkefni Alexöndru Briem forseta borgarstjórnar er að halda borgarstjórnarfund og ég geri ráð fyrir að borgarstjóri þurfi að mæta á kantórinn og halda áfram,“ segir Þórdís. „Það eru alltaf allir að spyrja hvort við séum að tala saman. Við erum náttúrulega í vinnunni, alltaf að tala saman.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í borginni sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 að oddvitar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar ætli að fylgjast að í viðræðum næstu daga um myndun nýs meirihluta. Hann sagði þá að ákvörðun VG um að taka ekki þátt í meirihlutasamstarfi hafi fækkað valkostum.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Viðreisn Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Segir engar viðræður hafnar en útilokar ekki samstarfið Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engar viðræður hafnar milli flokks síns og Framsóknarflokksins. Hún telji þó raunhæfan möguleika að starfa með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins 15. maí 2022 20:51 Líf útilokar þátttöku í meirihlutasamstarfi Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, hefur tjáð samstarfsfélögum sínum í fráfarandi meirihluta að Vinstri græn muni ekki sækjast efir því að taka þátt í viðræðum um meirihlutasamstarf. 15. maí 2022 20:21 Aðeins einn raunhæfur möguleiki á þriggja flokka meirihluta í borginni Möguleikar eru á myndun að minnsta kosti níu samsetningum að meirihlutum í borgarstjórn að loknum kosningunum í gær. Aðeins væri hægt að mynda tvo þriggja flokka meirihluta þótt annar þeirra verði að teljast ólíklegur. 15. maí 2022 19:20 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Segir engar viðræður hafnar en útilokar ekki samstarfið Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engar viðræður hafnar milli flokks síns og Framsóknarflokksins. Hún telji þó raunhæfan möguleika að starfa með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins 15. maí 2022 20:51
Líf útilokar þátttöku í meirihlutasamstarfi Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, hefur tjáð samstarfsfélögum sínum í fráfarandi meirihluta að Vinstri græn muni ekki sækjast efir því að taka þátt í viðræðum um meirihlutasamstarf. 15. maí 2022 20:21
Aðeins einn raunhæfur möguleiki á þriggja flokka meirihluta í borginni Möguleikar eru á myndun að minnsta kosti níu samsetningum að meirihlutum í borgarstjórn að loknum kosningunum í gær. Aðeins væri hægt að mynda tvo þriggja flokka meirihluta þótt annar þeirra verði að teljast ólíklegur. 15. maí 2022 19:20