Lögreglumenn handtóku einn sem grunaður er um ódæðið og lagði hald á skotvopn. Árásin var framin í Geneva Presbyterian kirkjunni í Laguna Woods í Kaliforníu. Þetta segir í Twitter-þræði lögreglunnar í Orange County.
#OCSDPIO Deputies are responding to reports of a shooting at a church on the 24000 block of El Toro Road in Laguna Woods. Multiple victims have been shot. More details to follow, PIO en route.
— OC Sheriff, CA (@OCSheriff) May 15, 2022
Allir sem særðust í árásinni eru fullorðnir en ríflega 80 prósent Laguna Woods eru eldri borgarar.
Ríkisstjóri Kaliforníu, Gavin Newsom, tilkynnti á Twitter að hann fylgdist grannt með stöðu mála.
„Enginn á að þurfa að óttast að sækja bænahús sitt. Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, samfélaginu og öllum þeim sem þessi sorglegi atburður hefur áhrif á,“ segir hann.
Í gær var önnur skotárás framin í Bandaríkjunum þegar átján ára maður myrti tíu manns og særði þrjá til viðbótar í Buffalo.