Segir engar viðræður hafnar en útilokar ekki samstarfið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. maí 2022 20:51 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engar viðræður hafnar milli flokks síns og Framsóknarflokksins. Hún telji þó raunhæfan möguleika að starfa með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins Fyrr í kvöld greindi Ríkisútvarpið frá því að flokkarnir tveir, sem samanlagt náðu tíu fulltrúum, ættu í óformlegum viðræðum um myndun meirihluta ásamt Viðreisn og Flokki fólksins, sem fengu einn fulltrúa hvor. „Það eru engar formlegar viðræður hafnar,“ sagði Hildur í stuttu samtali við fréttastofu. Hún sagði þó eðlilegt að oddvitar þeirra flokka sem náðu inn fulltrúum í borgarstjórn ræddust við og heyrðu hljóðið hver í öðrum. „Það hafa bara verið samtöl við marga oddvita um niðurstöður kosninganna,“ sagði Hildur. Þannig hafi hún ekki aðeins rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar, heldur einnig fleiri oddvita. Einar sagði fyrr í kvöld að fréttir RÚV af meintum viðræðum hans og Hildar væru rangar. Hildur segist ekki kunna skýringar á því hvernig orðrómur um viðræður Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sérstaklega hefði komist á kreik. Hún tók þó undir það með Einari að það kunni að skýrast að hún hafi fengið far með Einari í höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti eftir að þau voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni. Einar sagði í þættinum fyrr í kvöld að þar hafi pólitík sannarlega borið á góma, en vildi ekki meina að það hafi verið nokkuð sem kalla mætti viðræður um myndun meirihluta. Raunhæfur möguleiki Aðspurð um þann möguleika, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi mynda meirihluta með Framsókn, Flokki fólksins og Viðreisn, segir Hildur vert að skoða það. „Það er auðvitað einn möguleiki í stöðunni. hann mætti sannarlega skoða og sjá ákveðinn málefnagrundvöll um breytingar og breiðu línurnar,“ segir Hildur. Slíkur meirihluti yrði skipaður tólf fulltrúum, en það er lágmarksfjöldi fulltrúa sem þarf til myndunar meirihluta þar sem borgarfulltrúar eru 23 talsins. Fulltrúarnir yrðu sex frá Sjálfstæðisflokki, fjórir frá Framsókn, einn frá Viðreisn og einn frá Flokki fólksins. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Fyrr í kvöld greindi Ríkisútvarpið frá því að flokkarnir tveir, sem samanlagt náðu tíu fulltrúum, ættu í óformlegum viðræðum um myndun meirihluta ásamt Viðreisn og Flokki fólksins, sem fengu einn fulltrúa hvor. „Það eru engar formlegar viðræður hafnar,“ sagði Hildur í stuttu samtali við fréttastofu. Hún sagði þó eðlilegt að oddvitar þeirra flokka sem náðu inn fulltrúum í borgarstjórn ræddust við og heyrðu hljóðið hver í öðrum. „Það hafa bara verið samtöl við marga oddvita um niðurstöður kosninganna,“ sagði Hildur. Þannig hafi hún ekki aðeins rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar, heldur einnig fleiri oddvita. Einar sagði fyrr í kvöld að fréttir RÚV af meintum viðræðum hans og Hildar væru rangar. Hildur segist ekki kunna skýringar á því hvernig orðrómur um viðræður Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sérstaklega hefði komist á kreik. Hún tók þó undir það með Einari að það kunni að skýrast að hún hafi fengið far með Einari í höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti eftir að þau voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni. Einar sagði í þættinum fyrr í kvöld að þar hafi pólitík sannarlega borið á góma, en vildi ekki meina að það hafi verið nokkuð sem kalla mætti viðræður um myndun meirihluta. Raunhæfur möguleiki Aðspurð um þann möguleika, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi mynda meirihluta með Framsókn, Flokki fólksins og Viðreisn, segir Hildur vert að skoða það. „Það er auðvitað einn möguleiki í stöðunni. hann mætti sannarlega skoða og sjá ákveðinn málefnagrundvöll um breytingar og breiðu línurnar,“ segir Hildur. Slíkur meirihluti yrði skipaður tólf fulltrúum, en það er lágmarksfjöldi fulltrúa sem þarf til myndunar meirihluta þar sem borgarfulltrúar eru 23 talsins. Fulltrúarnir yrðu sex frá Sjálfstæðisflokki, fjórir frá Framsókn, einn frá Viðreisn og einn frá Flokki fólksins.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira