Tafirnar skýrast af glænýrri reglugerð sem kjörstjórnin skilur ekkert í Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. maí 2022 22:00 Eva B. Helgadóttir er formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík. Vísir/Óttar Margir pirruðu sig á mikilli seinkun sem varð á fyrstu tölum úr Reykjavík eftir kosningar í gær. Formaður yfirkjörstjórnar gagnrýnir nýjar og strangari reglur um talningu og sér ekki tilganginn með þeim. Tölur úr Reykjavík - eftir þeim bíða um 150 þúsund borgarbúar spenntir á fjögurra ára fresti. Kjörstaðir loka klukkan tíu og síðustu kosningar hafa fyrstu tölur borist nokkru skömmu eftir það. En kjörstjórnin hafði gefið það út í gær að tölurnar yrðu seinna á ferðinni í þetta skiptið. Þetta fór í taugarnar á mörgum eins og var komið inn á í kosningasjónvarpi okkar í gær. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld rifjuðum við upp biðina og ræddum við Evu B. Helgadóttur, formann yfirkjörstjórnar í Reykjavík, um tafirnar: Eyðublöð, undirskriftir, raðnúmer, teygjur og exelskjöl Tölurnar birtust loksins klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og þær skýrast af nýrri reglugerð sem sett var á fyrir tæpum mánuði gerir kröfur um gjörbreytt talningarferli. „Nú þarf að útbúa eyðublað með raðnúmeri á hvern bunka sem er talinn hæfilegur og báðir talningarmenn þurfa að kvitta á þetta eyðublað, afhenda svo þeim sem sér um exelskjalið sem að tekur bunkann og færir hann inn í exelskjalið,“ segir Eva. Öll þessi skref sem Eva lýsir hér eru ný og aldrei verið viðhöfð áður. „Þannig það í rauninni kemur hökt á allt flæðið sem hefur í raun og veru verið verklagið í marga áratugi,“ segir hún. Og þetta er Eva eiginlega alls ekki sátt með. Hver er tilgangur þessarar nýju reglugerðar sem var sett á mánuði fyrir kosningar? „Mér finnst þetta tilgangslaust og fólkið sem að er á gólfinu og hefur alla þessa miklu reynslu það skilur ekki tilganginn í þessu og finnst eiginlega enginn ávinningur í þessu.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi Sjá meira
Tölur úr Reykjavík - eftir þeim bíða um 150 þúsund borgarbúar spenntir á fjögurra ára fresti. Kjörstaðir loka klukkan tíu og síðustu kosningar hafa fyrstu tölur borist nokkru skömmu eftir það. En kjörstjórnin hafði gefið það út í gær að tölurnar yrðu seinna á ferðinni í þetta skiptið. Þetta fór í taugarnar á mörgum eins og var komið inn á í kosningasjónvarpi okkar í gær. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld rifjuðum við upp biðina og ræddum við Evu B. Helgadóttur, formann yfirkjörstjórnar í Reykjavík, um tafirnar: Eyðublöð, undirskriftir, raðnúmer, teygjur og exelskjöl Tölurnar birtust loksins klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og þær skýrast af nýrri reglugerð sem sett var á fyrir tæpum mánuði gerir kröfur um gjörbreytt talningarferli. „Nú þarf að útbúa eyðublað með raðnúmeri á hvern bunka sem er talinn hæfilegur og báðir talningarmenn þurfa að kvitta á þetta eyðublað, afhenda svo þeim sem sér um exelskjalið sem að tekur bunkann og færir hann inn í exelskjalið,“ segir Eva. Öll þessi skref sem Eva lýsir hér eru ný og aldrei verið viðhöfð áður. „Þannig það í rauninni kemur hökt á allt flæðið sem hefur í raun og veru verið verklagið í marga áratugi,“ segir hún. Og þetta er Eva eiginlega alls ekki sátt með. Hver er tilgangur þessarar nýju reglugerðar sem var sett á mánuði fyrir kosningar? „Mér finnst þetta tilgangslaust og fólkið sem að er á gólfinu og hefur alla þessa miklu reynslu það skilur ekki tilganginn í þessu og finnst eiginlega enginn ávinningur í þessu.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi Sjá meira