Aðeins einn raunhæfur möguleiki á þriggja flokka meirihluta í borginni Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2022 19:20 Strax frá birtingu fyrstu talna úr Reykjavík í nótt var ljóst að meirihluti Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna væri fallinn og Framsóknarflokkurinn kominn í lykilstöðu. Vísir/Vilhelm Möguleikar eru á myndun að minnsta kosti níu samsetningum að meirihlutum í borgarstjórn að loknum kosningunum í gær. Aðeins væri hægt að mynda tvo þriggja flokka meirihluta þótt annar þeirra verði að teljast ólíklegur. Framsóknarflokkurinn fór úr því að eiga engan fulltrúa í borgarstjórn í að verða þriðji stærsti flokkurinn í borginni með fjóra. Sigur flokksins ásamt sameiginlegu tapi Samfylkingarinnar og Viðreisnar á þremur borgarfulltrúum áttu stærstan þátt í falli meirihlutans í borginni. Hann fékk samanlagt tíu fulltrúa en tólf þarf að lágmarki til að mynda meirihluta í Reykjavík. Einar Þorsteinsson nýr oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar hafa mikið um það að segja hvers konar meirihluti verður myndaður í borgarstjórn.Vísir/Vilhelm Í stjórnmálum þykir yfirleitt eftirsóknarvert að mynda meirihluta með sem fæstum flokkum. Raunhæfasti og nánast eini möguleikinn á myndun þriggja flokka meirihluta væri samstarf Samfylkingar, Framsóknar og Pírata með tólf fulltrúa. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata eignaðist sitt fyrsta barn nokkrum dögum fyrir kosningar. Hún getur vel við unað með árangur Pírata í kosningum og gæti leikið stórt hlutverk í fæðingu nýs meirihluta í borginni.Vísir/Vilhelm Ef Framsóknarflokkurinn gengi til liðs við þá flokka sem misstu meirihlutann í gær hefði sá fimm flokka meirihluti 14 fulltrúa. Grafík/Kristján Jónsson Meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Vinstri grænna og Sósíalistaflokksins hefði tólf fulltrúa. En Sósíalistar hafa þrengt stöðu sína með því að útiloka fyrirfram samstarf við bæði Sjálfstæðisflokk og Viðreisn og Píratar hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingin, Framsókn, Píratar og Vinstri græn gætu myndað 13 manna meirihluta. Það gætu einnig Samfylkingin, Framsókn, Píratar og Viðreisn gert. Grafík/Kristján Jónsson Ef síðan er horft til möguleika á meirihlutamyndunum með þátttöku Sjálfstæðisflokksins gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Viðreisn og Flokkur fólksins myndað tólf manna meirihluta. Hildur Björnsdóttir nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem er hér fyrir miðri mynd með eiginmanni sínum Jóni Skaftasyni og Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa, náði betri árangri í kosningunum en flestar kannanir gerðu ráð fyrir.Vísir/Vilhelm Það gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Vinstri græn og Flokkur fólksins einnig gert. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Viðreisn og Vinstri græn gætu sömuleiðis myndað tólf manna meirihluta. Ólíklegasti meirihlutinn en þó pólitískt möglegur væri meirihluti Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar með fimmtán fulltrúa. Þar væri Framsóknarflokkurinn í því lykilhlutverki sem hann hélt gjarnan fram í kosningabaráttunni, það er að segja verið sá flokkur sem leiddi saman flokka frá hægri og vinstri í miðjustjórn. Rétt fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 greindi Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna frá því á Facebook-síðu sinni að hún og flokkur hennar muni ekki taka þátt í neinum viðræðum um myndun nýs m eirihluta í borginni. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Pawel segir Viðreisn vilja í starfhæfan meirihluta Pawel Bartoszek datt út úr borgarstjórn í nýafloknum sveitarstjórnarkosningum. Hann var annar maður á lista Viðreisnar sem náði einungis einum manni inn. Hann segir að ekki fyrirfinnist sá stjórnmálamaður sem er sáttur við að fá minna fylgi en síðast. 15. maí 2022 15:26 Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15. maí 2022 12:37 Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Framsóknarflokkurinn fór úr því að eiga engan fulltrúa í borgarstjórn í að verða þriðji stærsti flokkurinn í borginni með fjóra. Sigur flokksins ásamt sameiginlegu tapi Samfylkingarinnar og Viðreisnar á þremur borgarfulltrúum áttu stærstan þátt í falli meirihlutans í borginni. Hann fékk samanlagt tíu fulltrúa en tólf þarf að lágmarki til að mynda meirihluta í Reykjavík. Einar Þorsteinsson nýr oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar hafa mikið um það að segja hvers konar meirihluti verður myndaður í borgarstjórn.Vísir/Vilhelm Í stjórnmálum þykir yfirleitt eftirsóknarvert að mynda meirihluta með sem fæstum flokkum. Raunhæfasti og nánast eini möguleikinn á myndun þriggja flokka meirihluta væri samstarf Samfylkingar, Framsóknar og Pírata með tólf fulltrúa. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata eignaðist sitt fyrsta barn nokkrum dögum fyrir kosningar. Hún getur vel við unað með árangur Pírata í kosningum og gæti leikið stórt hlutverk í fæðingu nýs meirihluta í borginni.Vísir/Vilhelm Ef Framsóknarflokkurinn gengi til liðs við þá flokka sem misstu meirihlutann í gær hefði sá fimm flokka meirihluti 14 fulltrúa. Grafík/Kristján Jónsson Meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Vinstri grænna og Sósíalistaflokksins hefði tólf fulltrúa. En Sósíalistar hafa þrengt stöðu sína með því að útiloka fyrirfram samstarf við bæði Sjálfstæðisflokk og Viðreisn og Píratar hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingin, Framsókn, Píratar og Vinstri græn gætu myndað 13 manna meirihluta. Það gætu einnig Samfylkingin, Framsókn, Píratar og Viðreisn gert. Grafík/Kristján Jónsson Ef síðan er horft til möguleika á meirihlutamyndunum með þátttöku Sjálfstæðisflokksins gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Viðreisn og Flokkur fólksins myndað tólf manna meirihluta. Hildur Björnsdóttir nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem er hér fyrir miðri mynd með eiginmanni sínum Jóni Skaftasyni og Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa, náði betri árangri í kosningunum en flestar kannanir gerðu ráð fyrir.Vísir/Vilhelm Það gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Vinstri græn og Flokkur fólksins einnig gert. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Viðreisn og Vinstri græn gætu sömuleiðis myndað tólf manna meirihluta. Ólíklegasti meirihlutinn en þó pólitískt möglegur væri meirihluti Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar með fimmtán fulltrúa. Þar væri Framsóknarflokkurinn í því lykilhlutverki sem hann hélt gjarnan fram í kosningabaráttunni, það er að segja verið sá flokkur sem leiddi saman flokka frá hægri og vinstri í miðjustjórn. Rétt fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 greindi Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna frá því á Facebook-síðu sinni að hún og flokkur hennar muni ekki taka þátt í neinum viðræðum um myndun nýs m eirihluta í borginni.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Pawel segir Viðreisn vilja í starfhæfan meirihluta Pawel Bartoszek datt út úr borgarstjórn í nýafloknum sveitarstjórnarkosningum. Hann var annar maður á lista Viðreisnar sem náði einungis einum manni inn. Hann segir að ekki fyrirfinnist sá stjórnmálamaður sem er sáttur við að fá minna fylgi en síðast. 15. maí 2022 15:26 Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15. maí 2022 12:37 Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Pawel segir Viðreisn vilja í starfhæfan meirihluta Pawel Bartoszek datt út úr borgarstjórn í nýafloknum sveitarstjórnarkosningum. Hann var annar maður á lista Viðreisnar sem náði einungis einum manni inn. Hann segir að ekki fyrirfinnist sá stjórnmálamaður sem er sáttur við að fá minna fylgi en síðast. 15. maí 2022 15:26
Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15. maí 2022 12:37
Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00