Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2022 12:37 Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. Núverandi meirihlutaflokkar fengu samtals tíu borgarfulltrúa en tólf þarf til þess að mynda meirihluta. Samfylkingin tapaði tveimur fulltrúum og Viðreisn einum. Á meðan bætti Framsóknarflokkurinn við sig fjórum mönnum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tveimur borgarfulltrúum en er engu að síður stærstur með sex fulltrúa. Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, lýsti vonbrigðum með að Samfylkingin hefði ekki haldið sínu í borginni og meirihlutinn þannig haldið. Í viðtali í aukafréttatíma á Stöð 2 í hádeginu benti hann þó á að flokkar sem styðja borgarlínu og græna framþróun borgarinnar hafi fengið yfir 60% stuðning en þeir sem eru á móti henni hafi horfið eða verið langt undir 30% fylgi. Spurður út í hvort að Samfylkingin gæti myndað nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum og Pírötum sagði Dagur að eðlilegt væri að fráfarandi meirihlutaflokkar byrjuðu á að fara yfir stöðuna í sameiningu og stilltu saman strengi áður en næstu skref yrðu stigin. „Meirihlutaflokkarnir hafa auðvitað unnið mjög vel saman á umliðnu kjörtímabili og hvergi skuggi fallið á,“ sagði Dagur. Í sama streng tók Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. „Þetta verður allt að koma í ljós en eins og Dagur sagði þá held ég að það sé gott að meirihlutaflokkarnir stilli svolítið saman strengi sína. Við höfum staðið mjög vel saman að þessum mikilvægu grænu málum,“ sagði Dóra Björt. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata.Vísir/Stöð 2 Gefur aðeins loðin svör að svo stöddu Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, var ánægður með úrslitin. Hann sagðist ætla að taka daginn í að melta stöðuna áður en samtöl við oddvita hinna flokkanna í borgarstjórn hæfust. „Ræða málefnin og sjá hvert það leiðir okkur,“ sagði Einar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagðist eiga auðvelt með að sjá flokkinn í meirihluta. Stór hluti kjósenda í Reykjavík hafi kallað eftir breytingum með atkvæði sínu. „Ég vona að hér á næsta dögum verði hægt að mynda meirihluta um breyttar áherslu í Reykjavík,“ sagði hún. Hafnaði Hildur því að hún þyrfti að vinna með Samfylkingunni til að komast í meirihluta. „Alls ekki, það eru ýmsar myndir í kortunum sem er eftir að raða upp en ég get ekki gefið neitt nema loðin svör á þessu stigi málsins,“ sagði Hildur. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Vinstri græn Viðreisn Píratar Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02 Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar. 15. maí 2022 11:35 Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Núverandi meirihlutaflokkar fengu samtals tíu borgarfulltrúa en tólf þarf til þess að mynda meirihluta. Samfylkingin tapaði tveimur fulltrúum og Viðreisn einum. Á meðan bætti Framsóknarflokkurinn við sig fjórum mönnum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tveimur borgarfulltrúum en er engu að síður stærstur með sex fulltrúa. Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, lýsti vonbrigðum með að Samfylkingin hefði ekki haldið sínu í borginni og meirihlutinn þannig haldið. Í viðtali í aukafréttatíma á Stöð 2 í hádeginu benti hann þó á að flokkar sem styðja borgarlínu og græna framþróun borgarinnar hafi fengið yfir 60% stuðning en þeir sem eru á móti henni hafi horfið eða verið langt undir 30% fylgi. Spurður út í hvort að Samfylkingin gæti myndað nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum og Pírötum sagði Dagur að eðlilegt væri að fráfarandi meirihlutaflokkar byrjuðu á að fara yfir stöðuna í sameiningu og stilltu saman strengi áður en næstu skref yrðu stigin. „Meirihlutaflokkarnir hafa auðvitað unnið mjög vel saman á umliðnu kjörtímabili og hvergi skuggi fallið á,“ sagði Dagur. Í sama streng tók Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. „Þetta verður allt að koma í ljós en eins og Dagur sagði þá held ég að það sé gott að meirihlutaflokkarnir stilli svolítið saman strengi sína. Við höfum staðið mjög vel saman að þessum mikilvægu grænu málum,“ sagði Dóra Björt. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata.Vísir/Stöð 2 Gefur aðeins loðin svör að svo stöddu Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, var ánægður með úrslitin. Hann sagðist ætla að taka daginn í að melta stöðuna áður en samtöl við oddvita hinna flokkanna í borgarstjórn hæfust. „Ræða málefnin og sjá hvert það leiðir okkur,“ sagði Einar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagðist eiga auðvelt með að sjá flokkinn í meirihluta. Stór hluti kjósenda í Reykjavík hafi kallað eftir breytingum með atkvæði sínu. „Ég vona að hér á næsta dögum verði hægt að mynda meirihluta um breyttar áherslu í Reykjavík,“ sagði hún. Hafnaði Hildur því að hún þyrfti að vinna með Samfylkingunni til að komast í meirihluta. „Alls ekki, það eru ýmsar myndir í kortunum sem er eftir að raða upp en ég get ekki gefið neitt nema loðin svör á þessu stigi málsins,“ sagði Hildur.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Vinstri græn Viðreisn Píratar Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02 Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar. 15. maí 2022 11:35 Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
„Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02
Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar. 15. maí 2022 11:35
Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00