Ekki úrslitaatriði að halda í borgarstjórastólinn Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2022 02:40 Dagur átti von á betri fyrstu tölum í borginni en segir að nóttin sé enn ung. vÍSIR Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, lagði áherslu á það að nóttin væri enn ung þegar hann talaði við stuðningsmenn sína eftir fyrstu tölur í Reykjavík. Þrátt fyrir að flokkurinn hafi misst tvo fulltrúa miðað við þær sé Samfylkingin samt sem áður leiðandi afl í borginni. Það sé ekki úrslitaatriði að hann verði áfram borgarstjóri ef þau þurfi að mynda nýjan meirihluta. „Við erum að sjá að þær áherslur sem við höfum lagt á græna umbreytingu borgarinnar eru að fá langt yfir 60% fylgi í þessum kosningum. Þeir flokkar sem sögðust styðja Borgarlínu, sem sögðust styðja samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eru að fá yfir 60%.“ Á sama tíma hafi Sjálfstæðisflokki og Miðflokki verið hafnað og þeir með undir 30% fylgi. Dagur bætti við að stefnan hafi verið sett á að núverandi meirihluti myndi halda áfram. Þó hann héldi ekki samkvæmt þessum tölum sé það fyrir mestu að á öllu höfuðborgarsvæðinu hafi myndast meirihluti um Borgarlínu og græna þróun höfuðborgarsvæðisins. „Ég held að það sé liðin tíð að Sjálfstæðisflokkurinn geti gengið að því að stinga öðrum flokkum í vasann og segja að þeirri stefna ráði,“ sagði Dagur við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Samfylkingin og jafnaðarmenn geti verið gríðarlega stolt þar sem þau sæki nú fram um allt land. Gefur ekki upp hvort leitað yrði til Framsóknar eða Sósíalista Dagur segir að fyrstu tölur í Reykjavík séu ekki eins góðar og flokkurinn hafi búist við. Það eigi þó eftir að koma í ljós hvernig nóttin muni þróast. Ljóst sé að flóknari staða sé uppi ef meirihlutinn heldur ekki velli. „Ef við gefum okkur að þetta verði niðurstaðan þá geri ég ráð fyrir að við munum gefa okkur tíma til að setjast aðeins yfir það,“ sagði Dagur í samtali við Snorra Másson fréttamann. Honum hafi fundist kosningarnar snúast að stærstu leyti um framtíðina í samgöngum og skipulagsmálum. Honum þyki niðurstaðan skýr og afdráttarlaus. Sósíalistar, viltu vinna með þeim? „Það hefur kannski verið svolítið lengra á milli þar en ég vil nota tækifæri og óska þeim og Pírötum og auðvitað Framsóknarflokknum til hamingju með þessa niðurstöðu,“ segir Dagur en þeir flokkar hafa bætt við sig borgarfulltrúum miðað við fyrstu tölur. Dagur segir mikilvægt að sjá fyrst hver endanlega niðurstaða verði og taka svo samtölin eftir það. Fulltrúar núverandi samstarfsflokka byrji eflaust á því að tala fyrsta saman áður en rætt verði við aðra flokka. „Það er ljóst að ef við erum ekki ein og sér með meirihluta þá þurfum við að tala við fleiri.“ Hann vildi ekki svara því hvort Samfylkingin myndi fyrst leita til Sósíalistaflokksins eða Framsóknar til að mynda nýjan meirihluta. Má Einar verða borgarstjóri fyrir þér ef þið verðið í meirihluta saman? „Við vitum allavega hvað borgarbúar vildu helst. Þriðjungur borgarbúa kölluðu eftir því að ég yrði áfram borgarstjóri. Ég hef hins vegar sagt að einstaka stöður og annað er ekki úrslitaatriði í mínum huga, það verður bara ná breiðri sátt í þeim meirihluta sem myndaður er um hvernig verkum er skipt,“ segir Dagur. Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Þrátt fyrir að flokkurinn hafi misst tvo fulltrúa miðað við þær sé Samfylkingin samt sem áður leiðandi afl í borginni. Það sé ekki úrslitaatriði að hann verði áfram borgarstjóri ef þau þurfi að mynda nýjan meirihluta. „Við erum að sjá að þær áherslur sem við höfum lagt á græna umbreytingu borgarinnar eru að fá langt yfir 60% fylgi í þessum kosningum. Þeir flokkar sem sögðust styðja Borgarlínu, sem sögðust styðja samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eru að fá yfir 60%.“ Á sama tíma hafi Sjálfstæðisflokki og Miðflokki verið hafnað og þeir með undir 30% fylgi. Dagur bætti við að stefnan hafi verið sett á að núverandi meirihluti myndi halda áfram. Þó hann héldi ekki samkvæmt þessum tölum sé það fyrir mestu að á öllu höfuðborgarsvæðinu hafi myndast meirihluti um Borgarlínu og græna þróun höfuðborgarsvæðisins. „Ég held að það sé liðin tíð að Sjálfstæðisflokkurinn geti gengið að því að stinga öðrum flokkum í vasann og segja að þeirri stefna ráði,“ sagði Dagur við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Samfylkingin og jafnaðarmenn geti verið gríðarlega stolt þar sem þau sæki nú fram um allt land. Gefur ekki upp hvort leitað yrði til Framsóknar eða Sósíalista Dagur segir að fyrstu tölur í Reykjavík séu ekki eins góðar og flokkurinn hafi búist við. Það eigi þó eftir að koma í ljós hvernig nóttin muni þróast. Ljóst sé að flóknari staða sé uppi ef meirihlutinn heldur ekki velli. „Ef við gefum okkur að þetta verði niðurstaðan þá geri ég ráð fyrir að við munum gefa okkur tíma til að setjast aðeins yfir það,“ sagði Dagur í samtali við Snorra Másson fréttamann. Honum hafi fundist kosningarnar snúast að stærstu leyti um framtíðina í samgöngum og skipulagsmálum. Honum þyki niðurstaðan skýr og afdráttarlaus. Sósíalistar, viltu vinna með þeim? „Það hefur kannski verið svolítið lengra á milli þar en ég vil nota tækifæri og óska þeim og Pírötum og auðvitað Framsóknarflokknum til hamingju með þessa niðurstöðu,“ segir Dagur en þeir flokkar hafa bætt við sig borgarfulltrúum miðað við fyrstu tölur. Dagur segir mikilvægt að sjá fyrst hver endanlega niðurstaða verði og taka svo samtölin eftir það. Fulltrúar núverandi samstarfsflokka byrji eflaust á því að tala fyrsta saman áður en rætt verði við aðra flokka. „Það er ljóst að ef við erum ekki ein og sér með meirihluta þá þurfum við að tala við fleiri.“ Hann vildi ekki svara því hvort Samfylkingin myndi fyrst leita til Sósíalistaflokksins eða Framsóknar til að mynda nýjan meirihluta. Má Einar verða borgarstjóri fyrir þér ef þið verðið í meirihluta saman? „Við vitum allavega hvað borgarbúar vildu helst. Þriðjungur borgarbúa kölluðu eftir því að ég yrði áfram borgarstjóri. Ég hef hins vegar sagt að einstaka stöður og annað er ekki úrslitaatriði í mínum huga, það verður bara ná breiðri sátt í þeim meirihluta sem myndaður er um hvernig verkum er skipt,“ segir Dagur.
Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda