Oddvitarnir yfirgefa Efstaleiti vegna tafa á fyrstu tölum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. maí 2022 00:29 Oddvitarnir mættu flestir upp í Efstaleiti klukkan 23 þar sem þeir fóru allir í förðun fyrir kosningasjónvarp Ríkisútvarpsins. Eftir langa bið oddvitanna hafa þeir ákveðið að yfirgefa Efstaleiti í bili hið minnsta og halda á fund stuðningsmanna sinna víða um höfuðborgarsvæðið. Vísir/Vilhelm Oddvitar flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík hafa yfirgefið höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti vegna tafa á fyrstu tölum í Reykjavík. Til stóð að tilkynna fyrstu tölur í höfuðborginni á miðnætti en ljóst er að einhver töf verður á því. Fréttastofa fékk þær upplýsingar frá yfirkjörstjórn að ný kosningalög tefji talningu. Þannig sé „reyndasta talningafólk landsins“ að fara að nýjum reglum er varðar verklag við talningu. Oddvitarnir mættu flestir upp í Efstaleiti klukkan 23 þar sem þeir fóru allir í förðun fyrir kosningasjónvarp Ríkisútvarpsins. Eftir langa bið oddvitanna, sem margir eru með mökum sínum, hafa þeir ákveðið að yfirgefa Efstaleiti í bili hið minnsta og halda á fund stuðningsmanna sinna víða um höfuðborgarsvæðið. Þær Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, bíða óþreyjufullar eftir fyrstu tölum frá Reykjavík.Vísir/Vilhelm Fréttastofa náði tali af Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna, sem er, eins og flestir aðrir oddvitar, orðin langþreytt eftir fyrstu tölum. Hún kveðst afar spennt en ekki hafa neina tilfinningu fyrir tölunum. Það sé ekki laust við þreytu eftir langa og stranga kosningabaráttu. Nú liggur fyrir að oddvitarnir þurfa að bíða aðeins lengur eftir fyrstu tölum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, bíða spennt eftir fyrstu tölum.Vísir/Vilhelm Oddvitarnir munu fylgjast með fyrstu tölum í sínum kosningavökum. Kokteill af ástæðum Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir ýmsar ástæður fyrir miklum töfum á fyrstu tölum úr Reykjavík. „Það er kokteill af alls konar og maður er hundfúll því maður vill að plönin haldi,“ segir Eva. Eurovision hafi valdið því að fyrri skammturinn af atkvæðum sé afar stór. „Við erum í fyrstu umferð að telja 37 þúsund atkvæði og svo er nýtt fyrirkomulag að tefja okkar frábæra talningarfólk,“ segir Eva. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Ríkisútvarpið Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Fréttastofa fékk þær upplýsingar frá yfirkjörstjórn að ný kosningalög tefji talningu. Þannig sé „reyndasta talningafólk landsins“ að fara að nýjum reglum er varðar verklag við talningu. Oddvitarnir mættu flestir upp í Efstaleiti klukkan 23 þar sem þeir fóru allir í förðun fyrir kosningasjónvarp Ríkisútvarpsins. Eftir langa bið oddvitanna, sem margir eru með mökum sínum, hafa þeir ákveðið að yfirgefa Efstaleiti í bili hið minnsta og halda á fund stuðningsmanna sinna víða um höfuðborgarsvæðið. Þær Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, bíða óþreyjufullar eftir fyrstu tölum frá Reykjavík.Vísir/Vilhelm Fréttastofa náði tali af Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna, sem er, eins og flestir aðrir oddvitar, orðin langþreytt eftir fyrstu tölum. Hún kveðst afar spennt en ekki hafa neina tilfinningu fyrir tölunum. Það sé ekki laust við þreytu eftir langa og stranga kosningabaráttu. Nú liggur fyrir að oddvitarnir þurfa að bíða aðeins lengur eftir fyrstu tölum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, bíða spennt eftir fyrstu tölum.Vísir/Vilhelm Oddvitarnir munu fylgjast með fyrstu tölum í sínum kosningavökum. Kokteill af ástæðum Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir ýmsar ástæður fyrir miklum töfum á fyrstu tölum úr Reykjavík. „Það er kokteill af alls konar og maður er hundfúll því maður vill að plönin haldi,“ segir Eva. Eurovision hafi valdið því að fyrri skammturinn af atkvæðum sé afar stór. „Við erum í fyrstu umferð að telja 37 þúsund atkvæði og svo er nýtt fyrirkomulag að tefja okkar frábæra talningarfólk,“ segir Eva.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Ríkisútvarpið Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira