Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan kerfið var sett upp 1991 Árni Sæberg skrifar 14. maí 2022 17:57 Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreftirlits hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/vilhelm Snarpur jarðskálfti varð í fjöllunum norðan við Lambafell við Þrengslin í dag. Hann var 4,8 að stærð. Jarðskjálftafræðingur segir auknar líkur á frekari jarðskjálfavirkni á svæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu frá því að mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri í náttúrurváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands, segir tilkynningum hafa rignt yfir Veðurstofu Íslands en skjálftinn fannst á stóru svæði, frá Borgarfirði og allt austur í Fljótshlíð. Íbúar Hveragerðis fundu mest fyrir skjálftanum en engar tilkynningar um tjón hafa borist. Fréttamaður okkar ræddi við Kristínu þegar hún var nýkomin af vakt á Veðurstofunni. Kristín segir þó að lögreglan á Suðurlandi hafi farið í Raufarhólshelli eftir að fólk inni í hellinum óskaði eftir aðstoð hennar. Ekkert liggur fyrir um hvort slys hafi orðið á fólkinu að svo stöddu. Kristín segir að hellar séu ekki slæmir staðir að vera á í jarðskjálftum. Rætt var við Kristínu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að þegar skjálftar á borð við þennan verði séu alltaf auknar líkur á frekari skjálftavirkni. Ekki sé þó tilefni til að hafa áhyggjur af skjálfta á borð við Suðurlandsskjálftann eða eldgosi. Kristín segir töluverða spennuuppbyggingu hafa verið á Reykjanesskaga undanfarið en að óljóst sé hvort skjálftinn í dag tengist jarðhræringum á Reykjanesskaga undanfarið. ,,Það er erfitt að segja, ekki hægt að taka það út af borðinu, en erfitt að sjá hvort þetta tengist,“ segir Kristín. Þá segir hún að ljóst sé að skjálftinn tengist ekki starfsemi virkjunarinnar á Hellisheiði, en það sé alltaf athugað þegar skjálftar verða svo nálægt virkjunum. Um hefðbundnar jarðhræringar hafi verið að ræða. Takmörkuð eftirskjálftavirkni hefur fylgt í kjölfarið en þó má búast við henni áfram næsta sólahring og jafnvel daga. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Hveragerði Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri í náttúrurváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands, segir tilkynningum hafa rignt yfir Veðurstofu Íslands en skjálftinn fannst á stóru svæði, frá Borgarfirði og allt austur í Fljótshlíð. Íbúar Hveragerðis fundu mest fyrir skjálftanum en engar tilkynningar um tjón hafa borist. Fréttamaður okkar ræddi við Kristínu þegar hún var nýkomin af vakt á Veðurstofunni. Kristín segir þó að lögreglan á Suðurlandi hafi farið í Raufarhólshelli eftir að fólk inni í hellinum óskaði eftir aðstoð hennar. Ekkert liggur fyrir um hvort slys hafi orðið á fólkinu að svo stöddu. Kristín segir að hellar séu ekki slæmir staðir að vera á í jarðskjálftum. Rætt var við Kristínu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að þegar skjálftar á borð við þennan verði séu alltaf auknar líkur á frekari skjálftavirkni. Ekki sé þó tilefni til að hafa áhyggjur af skjálfta á borð við Suðurlandsskjálftann eða eldgosi. Kristín segir töluverða spennuuppbyggingu hafa verið á Reykjanesskaga undanfarið en að óljóst sé hvort skjálftinn í dag tengist jarðhræringum á Reykjanesskaga undanfarið. ,,Það er erfitt að segja, ekki hægt að taka það út af borðinu, en erfitt að sjá hvort þetta tengist,“ segir Kristín. Þá segir hún að ljóst sé að skjálftinn tengist ekki starfsemi virkjunarinnar á Hellisheiði, en það sé alltaf athugað þegar skjálftar verða svo nálægt virkjunum. Um hefðbundnar jarðhræringar hafi verið að ræða. Takmörkuð eftirskjálftavirkni hefur fylgt í kjölfarið en þó má búast við henni áfram næsta sólahring og jafnvel daga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Hveragerði Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira