Þetta sagði Líf eftir að hafa kosið í Hagaskóla í Reykjavík upp úr klukkan 10 í morgun. „Við þurfum að passa það. Við þurfum að tala vel hvert um annað. Það er gaman að takast á um hugmyndafræði, stefnur og pólitík, en við þurfum að varast að fara í manninn. Mér fannst svolítið bera á því og við Vinstri græn forðuðumst að taka þátt í því.“
Hún segist ætla að nýta daginn vel og halda áfram að ræða við kjósendur. Hún segir kjördag ávallt vera gleðidag og að hann leggist vel í sig.
„Við vorum með þrusubaráttu. Það var mikill krafur í okkur og gleði, grín og glens en líka alvara þar sem pólitík er líka alvara. Ég fer stolt inn í daginn og kvöldið og er stolt af okkar verkum á kjörtímabilinu,“ segir Líf.
Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.