Rússar framlengja gæsluvarðhald hinnar bandarísku Griner Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 23:00 Griner hefur verið í gæsluvarðhaldi í Rússlandi í um þrjá mánuði. Getty/Mike Mattina Rússneskur dómstóll framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner um heilan mánuð. Griner hefur verið í haldi lögreglu í Rússlandi síðan í febrúar. Griner hefur unnið til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikunum og er sögð ein besta körfuboltakona heims. Hún spilar fyrir rússneska körfuknattleiksliðið UMMC Yekaterinbug í Eurolegue og hefur gert það síðan 2014 þá mánuði árs sem bandaríska WNBA-deildin er í fríi. Hún var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar og er henni gert það að sök að hafa verið með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem notuð er til rafrettureykinga. Griner verður að öllum líkindum ákærð fyrir fíkniefnasmygl og á yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsi verði hún dæmd sek. Bandarísk yfirvöld segja að varðhaldið yfir Griner, sem er 31 árs gömul, sé ólögmætt og hafa bandarísk stjórnvöld útnefnt diplómata til þess að vinna að því að henni verði sleppt. Ræðismaður Bandaríkjanna í Moskvu mætti í dómsal í dag og ræddi við Griner, samkvæmt frétt Reuters. „Hann gat staðfest það að Brittney Griner líður eins vel og hægt er að líða undir þessum kringumstæðum, sem aðeins er hægt að lýsa sem einstaklega erfiðum,“ sagði Ned Price, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna í tilkynningu í dag. Margir telja handtöku Griner pólitíska og Rússar muni nýta sér handsömun hennar í pólitískumm tilgangi gegn yfirvöldum í Washington vegna innrásarinnar í Úkraínu. Það ber einnig að taka fram að Griner er samkynhneigð, sem getur reynst mjög hættulegt í Rússlandi. Enn hafa pólitísk samskipti milli Bandaríkjanna og Rússlands ekki verið rofin þrátt fyrir mjög köld samskipti þar á milli frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar síðastliðinn. Þá hafa ríkin tvö skipst á föngum síðan þá, síðast fyrir mánuði, þegar bandaríski sjóhermaðurinn Trevor Reed sneri aftur heim úr fangelsi í Rússlandi, þar sem hann afplánaði níu ára dóm fyrir líkamsárás. Reed var skilað til Bandaríkjanna í skiptum fyrir rússneska flugmanninnn Konstantin Yaroshenko, sem afplánaði tuttugu ára dóm í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl. Bandaríski sjóhermaðurinn Paul Whelan er enn í fangelsi í Rússlandi, en hann var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2020 fyrir njósnir. Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu NBA Mál Brittney Griner Tengdar fréttir Gæsluvarðhald yfir bandarískri körfuboltastjörnu í Rússlandi framlengt Dómstóll í Moskvu hefur framlengt gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltastjörnunni Brittney Griner þar til 19. mars næstkomandi. Griner var handtekin fyrir mánuði síðan á flugvelli í Rússlandi og ekkert til hennar sést eða frá henni heyrst síðan. 17. mars 2022 13:55 Enginn veit hvar ein besta körfuboltakona heims er niðurkomin Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner var handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir mánuði síðan. Síðan veit enginn hvað varð um hana. 17. mars 2022 12:01 Stórstjarnan Brittney Griner handtekin á flugvelli í Rússlandi Brittney Griner, tvöfaldur Ólympíumeistari í körfubolta og sjöfaldur þátttakandi í stjörnuleik WNBA-deildarinnar, hefur verið handtekin á flugvelli í Rússlandi eftir að í ljós að kom það var hassolía í rafrettu hennar. Hún gæti átt yfir höfði sér 5 til 10 ára fangelsi. 6. mars 2022 11:35 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Griner hefur unnið til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikunum og er sögð ein besta körfuboltakona heims. Hún spilar fyrir rússneska körfuknattleiksliðið UMMC Yekaterinbug í Eurolegue og hefur gert það síðan 2014 þá mánuði árs sem bandaríska WNBA-deildin er í fríi. Hún var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar og er henni gert það að sök að hafa verið með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem notuð er til rafrettureykinga. Griner verður að öllum líkindum ákærð fyrir fíkniefnasmygl og á yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsi verði hún dæmd sek. Bandarísk yfirvöld segja að varðhaldið yfir Griner, sem er 31 árs gömul, sé ólögmætt og hafa bandarísk stjórnvöld útnefnt diplómata til þess að vinna að því að henni verði sleppt. Ræðismaður Bandaríkjanna í Moskvu mætti í dómsal í dag og ræddi við Griner, samkvæmt frétt Reuters. „Hann gat staðfest það að Brittney Griner líður eins vel og hægt er að líða undir þessum kringumstæðum, sem aðeins er hægt að lýsa sem einstaklega erfiðum,“ sagði Ned Price, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna í tilkynningu í dag. Margir telja handtöku Griner pólitíska og Rússar muni nýta sér handsömun hennar í pólitískumm tilgangi gegn yfirvöldum í Washington vegna innrásarinnar í Úkraínu. Það ber einnig að taka fram að Griner er samkynhneigð, sem getur reynst mjög hættulegt í Rússlandi. Enn hafa pólitísk samskipti milli Bandaríkjanna og Rússlands ekki verið rofin þrátt fyrir mjög köld samskipti þar á milli frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar síðastliðinn. Þá hafa ríkin tvö skipst á föngum síðan þá, síðast fyrir mánuði, þegar bandaríski sjóhermaðurinn Trevor Reed sneri aftur heim úr fangelsi í Rússlandi, þar sem hann afplánaði níu ára dóm fyrir líkamsárás. Reed var skilað til Bandaríkjanna í skiptum fyrir rússneska flugmanninnn Konstantin Yaroshenko, sem afplánaði tuttugu ára dóm í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl. Bandaríski sjóhermaðurinn Paul Whelan er enn í fangelsi í Rússlandi, en hann var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2020 fyrir njósnir.
Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu NBA Mál Brittney Griner Tengdar fréttir Gæsluvarðhald yfir bandarískri körfuboltastjörnu í Rússlandi framlengt Dómstóll í Moskvu hefur framlengt gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltastjörnunni Brittney Griner þar til 19. mars næstkomandi. Griner var handtekin fyrir mánuði síðan á flugvelli í Rússlandi og ekkert til hennar sést eða frá henni heyrst síðan. 17. mars 2022 13:55 Enginn veit hvar ein besta körfuboltakona heims er niðurkomin Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner var handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir mánuði síðan. Síðan veit enginn hvað varð um hana. 17. mars 2022 12:01 Stórstjarnan Brittney Griner handtekin á flugvelli í Rússlandi Brittney Griner, tvöfaldur Ólympíumeistari í körfubolta og sjöfaldur þátttakandi í stjörnuleik WNBA-deildarinnar, hefur verið handtekin á flugvelli í Rússlandi eftir að í ljós að kom það var hassolía í rafrettu hennar. Hún gæti átt yfir höfði sér 5 til 10 ára fangelsi. 6. mars 2022 11:35 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir bandarískri körfuboltastjörnu í Rússlandi framlengt Dómstóll í Moskvu hefur framlengt gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltastjörnunni Brittney Griner þar til 19. mars næstkomandi. Griner var handtekin fyrir mánuði síðan á flugvelli í Rússlandi og ekkert til hennar sést eða frá henni heyrst síðan. 17. mars 2022 13:55
Enginn veit hvar ein besta körfuboltakona heims er niðurkomin Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner var handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir mánuði síðan. Síðan veit enginn hvað varð um hana. 17. mars 2022 12:01
Stórstjarnan Brittney Griner handtekin á flugvelli í Rússlandi Brittney Griner, tvöfaldur Ólympíumeistari í körfubolta og sjöfaldur þátttakandi í stjörnuleik WNBA-deildarinnar, hefur verið handtekin á flugvelli í Rússlandi eftir að í ljós að kom það var hassolía í rafrettu hennar. Hún gæti átt yfir höfði sér 5 til 10 ára fangelsi. 6. mars 2022 11:35