Tuttugu ára draumur úti: Sviknir um miða á Eurovision Árni Sæberg skrifar 13. maí 2022 21:06 Þó Bjarki (t.v) og Sigurður (t.h.) séu fúlir á svip á þessari mynd hafa þeir ekki tapað gleðinni. Facebook/Sigurður Ungur maður með einhverfu og þroskahömlun mun ekki upplifa tuttugu ára draum sinn á morgun þar sem miðasölufyrirtæki sveik hann og stuðningsforeldri hans um miða á aðalkeppni Eurovision sem fram fer annað kvöld. Bjarki Guðnason, 25 ára gamall maður með einhverfu og þroskahömlun, er staddur í Tórínó ásamt Sigurði Sólmundarsyni, stuðningsforeldri sínu til þriggja ára. Þeir félagar ferðuðust, líkt og svo margir, til borgarinnar til að sjá lokakeppni Eurovison með eigin augum. Bjarka hefur dreymt um að sjá keppnina allt frá því að hann var fimm ára gamall. Það voru því gríðarleg vonbrigði í morgun þegar í ljós kom að þeir ættu enga miða á viðburðinn. Móðir Bjarka hafði keypt tvo miða á vefsíðunni Viagogo, sem er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims, sem áttu að koma með pósti á hótel þeirra í morgun. Í stað miðanna barst tölvupóstur þar sem þeim var tjáð að miðarnir yrðu ekki afhentir vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Þetta er hálfgerður harmleikur“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Ef Aserbaídsjan eða Ísrael vinnur ekki keppnina þá förum við á næstu“ Bjarka hafði dreymt um að fara á Eurovision í tuttugu ár en í fyrra var ákveðið að skella sér út. „Við ákváðum í fyrra að fara hérna út. Við vorum að horfa á Eurovision saman og við sögðum að ef Aserbaídsjan eða Ísrael vinnur ekki keppnina þá förum við á næstu keppni. Svo fer þetta svona, þetta er mjög sorglegt. Sigurður segir að betra hefði verið að Viagogo hefði látið þá vita fyrr til að milda höggið en þeim félögum fannst þungbært að fá þessar slæmar fréttir daginn fyrir stóra kvöldið. Tapa ekki gleðinni Þeir Bjarki og Sigurður hafa verið í Tórínó síðan á þriðjudag og hafa unað sér vel. Þrátt fyrir að vonbrigðin séu mikil segir Sigurður að þeir tapi ekki gleðinni. „Við erum ekkert að fara í neitt þunglyndi, við erum ekki þannig menn, er það nokkuð Bjarki?“ segir Sigurður. „Nei!“ segir Bjarki. Margir reyna að aðstoða eftir fremsta megni Sigurður sagði frá leiðindum dagsins á Facebook í dag og hafa margir sett sig í samband við hann til að bjóða fram aðstoð sína. Ríkisútvarpið er meira að segja komið í málið með Rúnar Frey Gíslason í broddi fylkingar. „En það virðist enginn geta græjað þetta, þannig að við erum sennilega ekkert að fara,“ segir Sigurður. 2500 evrur dropi í hafið miðað við vonbrigðin Sem áður segir keypti móðir Bjarka miðana tvo á vefsíðunni Viagogo. Fyrir miðana greiddi hún 2500 evrur sem samsvarar um 350 þúsund krónum. Sem betur fer mun hún að öllum líkindum fá miðana að fullu endurgreidda „Jú, jú. Hún fær þetta alveg endurgreitt en það er algjört „peanuts“ fyrir okkur. Draumur hans er ekkert að fara að rætast bara af því hún fær endurgreitt,“ segir Sigurður. Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Bjarki Guðnason, 25 ára gamall maður með einhverfu og þroskahömlun, er staddur í Tórínó ásamt Sigurði Sólmundarsyni, stuðningsforeldri sínu til þriggja ára. Þeir félagar ferðuðust, líkt og svo margir, til borgarinnar til að sjá lokakeppni Eurovison með eigin augum. Bjarka hefur dreymt um að sjá keppnina allt frá því að hann var fimm ára gamall. Það voru því gríðarleg vonbrigði í morgun þegar í ljós kom að þeir ættu enga miða á viðburðinn. Móðir Bjarka hafði keypt tvo miða á vefsíðunni Viagogo, sem er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims, sem áttu að koma með pósti á hótel þeirra í morgun. Í stað miðanna barst tölvupóstur þar sem þeim var tjáð að miðarnir yrðu ekki afhentir vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Þetta er hálfgerður harmleikur“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Ef Aserbaídsjan eða Ísrael vinnur ekki keppnina þá förum við á næstu“ Bjarka hafði dreymt um að fara á Eurovision í tuttugu ár en í fyrra var ákveðið að skella sér út. „Við ákváðum í fyrra að fara hérna út. Við vorum að horfa á Eurovision saman og við sögðum að ef Aserbaídsjan eða Ísrael vinnur ekki keppnina þá förum við á næstu keppni. Svo fer þetta svona, þetta er mjög sorglegt. Sigurður segir að betra hefði verið að Viagogo hefði látið þá vita fyrr til að milda höggið en þeim félögum fannst þungbært að fá þessar slæmar fréttir daginn fyrir stóra kvöldið. Tapa ekki gleðinni Þeir Bjarki og Sigurður hafa verið í Tórínó síðan á þriðjudag og hafa unað sér vel. Þrátt fyrir að vonbrigðin séu mikil segir Sigurður að þeir tapi ekki gleðinni. „Við erum ekkert að fara í neitt þunglyndi, við erum ekki þannig menn, er það nokkuð Bjarki?“ segir Sigurður. „Nei!“ segir Bjarki. Margir reyna að aðstoða eftir fremsta megni Sigurður sagði frá leiðindum dagsins á Facebook í dag og hafa margir sett sig í samband við hann til að bjóða fram aðstoð sína. Ríkisútvarpið er meira að segja komið í málið með Rúnar Frey Gíslason í broddi fylkingar. „En það virðist enginn geta græjað þetta, þannig að við erum sennilega ekkert að fara,“ segir Sigurður. 2500 evrur dropi í hafið miðað við vonbrigðin Sem áður segir keypti móðir Bjarka miðana tvo á vefsíðunni Viagogo. Fyrir miðana greiddi hún 2500 evrur sem samsvarar um 350 þúsund krónum. Sem betur fer mun hún að öllum líkindum fá miðana að fullu endurgreidda „Jú, jú. Hún fær þetta alveg endurgreitt en það er algjört „peanuts“ fyrir okkur. Draumur hans er ekkert að fara að rætast bara af því hún fær endurgreitt,“ segir Sigurður.
Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira