Allar borgir þurfa Pawel Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifa 13. maí 2022 17:30 Það eru 11 framboð í Reykjavík. Nokkur hundruð manns sem nú bjóða fram krafta sína til að vinna fyrir Reykvíkinga og stýra borginni okkar næstu árin. Í þessum stóra hópi er fjöldinn allur af frambærilegu fólki með þá þekkingu og getu sem þarf til. Þegar fjöldi fólks í mismunandi flokkum býður fram krafta sína mætti ímynda sér að valið gæti verið flókið. En í raun og veru snýst það bara um tvennt, málefni og traust. Hvað segjast flokkarnir ætla að gera og getum við treyst því að þeir geri það? Stefna Viðreisnar í Reykjavík er skýr og árangur flokksins í borgarstjórn síðustu fjögur ár talar sínu máli. Rauði þráðurinn í stefnu flokksins er að sýna ábyrgð og vanda til verka þegar farið er með völd. Að halda áfram ábyrgum rekstri á sama tíma og við stöndum vörð um grunnþjónustuna. Að vinna í þágu almannahagsmuna. Alltaf og alls staðar. En kosningarnar snúast ekki síður um fólkið sem er í framboði en stefnuna. Einn sá allra besti úr þeirra röðum er Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar sem skipar 2. sæti á framboðslista flokksins. Pawel er framsýnn og heiðarlegur stjórnmálamaður sem lætur verkin tala. Veigrar sér aldrei við að taka að sér erfið verkefni, ber virðingu fyrir andstæðum sjónarmiðum og elskar rökræður, stundum jafnvel full mikið fyrir smekk sumra. Hann er hugmyndaríkur og frjór á sama tíma og hann er ábyrgur og lausnamiðaður. Maður sem hefur ástríðu fyrir Reykjavík og hefur skýra sýn á það hvernig borgin okkar getur bæði vaxið og dafnað. Þetta eru dýrmætir eiginleikar, ekki síst í fari stjórnmálafólks. Það er óhætt að treysta því að Pawel meinar það sem hann segir og gerir það sem hann segist ætla að gera. Reykvíkingar eiga það skilið að hafa Pawel áfram í borgarstjórn. Í þessum kosningum mun hvert atkvæði telja. X við C þýðir meiri Pawel og betri borg. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það eru 11 framboð í Reykjavík. Nokkur hundruð manns sem nú bjóða fram krafta sína til að vinna fyrir Reykvíkinga og stýra borginni okkar næstu árin. Í þessum stóra hópi er fjöldinn allur af frambærilegu fólki með þá þekkingu og getu sem þarf til. Þegar fjöldi fólks í mismunandi flokkum býður fram krafta sína mætti ímynda sér að valið gæti verið flókið. En í raun og veru snýst það bara um tvennt, málefni og traust. Hvað segjast flokkarnir ætla að gera og getum við treyst því að þeir geri það? Stefna Viðreisnar í Reykjavík er skýr og árangur flokksins í borgarstjórn síðustu fjögur ár talar sínu máli. Rauði þráðurinn í stefnu flokksins er að sýna ábyrgð og vanda til verka þegar farið er með völd. Að halda áfram ábyrgum rekstri á sama tíma og við stöndum vörð um grunnþjónustuna. Að vinna í þágu almannahagsmuna. Alltaf og alls staðar. En kosningarnar snúast ekki síður um fólkið sem er í framboði en stefnuna. Einn sá allra besti úr þeirra röðum er Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar sem skipar 2. sæti á framboðslista flokksins. Pawel er framsýnn og heiðarlegur stjórnmálamaður sem lætur verkin tala. Veigrar sér aldrei við að taka að sér erfið verkefni, ber virðingu fyrir andstæðum sjónarmiðum og elskar rökræður, stundum jafnvel full mikið fyrir smekk sumra. Hann er hugmyndaríkur og frjór á sama tíma og hann er ábyrgur og lausnamiðaður. Maður sem hefur ástríðu fyrir Reykjavík og hefur skýra sýn á það hvernig borgin okkar getur bæði vaxið og dafnað. Þetta eru dýrmætir eiginleikar, ekki síst í fari stjórnmálafólks. Það er óhætt að treysta því að Pawel meinar það sem hann segir og gerir það sem hann segist ætla að gera. Reykvíkingar eiga það skilið að hafa Pawel áfram í borgarstjórn. Í þessum kosningum mun hvert atkvæði telja. X við C þýðir meiri Pawel og betri borg. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar