Fyrrverandi formaður dæmdur til að greiða húsfélagi 2,8 milljónir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 17:43 Konan var dæmd til að greiða húsfélaginu aftur 2,8 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Kona, sem gengdi hlutverki formanns í húsfélags Efstasunds 100, hefur verið dæmd til að greiða húsfélaginu rúmar 2,8 milljónir króna. Konan hafði dregið sér fé úr húsfélaginu þegar hún var þar formaður á árunum 2017 til 2019. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu en konan, formaðurinn fyrrverandi, áfrýjaði málinu til Landsréttar í júní í fyrra. Þegar konan tók við embætti formanns í janúar 2017 átti hún eina íbúð í húsinu við Efstasund 100, þar sem eru sjö íbúðir, en keypti á síðari stigum þrjár íbúðir til viðbótar í húsinu. Hún fékk prókúru að reikningum húsfélagsins eftir aðalfund í janúar 2017 og hafði aðgang að reikningum á meðan hún gengdi þar formennsku. Fram kemur í dómnum að að frumkvæði konunnar hafi húsfélagsgjöld verið hækkuð frá septembermánuði 2017 úr 9.000 krónum í 14.000 krónur fyrir hverja íbúð. Þá segir að óumdeilt sé að hækkuninni hafi verði ætlað að standa straum af greiðslum til konunnar vegna vinnu hennar í þágu húsfélagsins. Svo virðist vera sem ekki hafi veirð boðað til húsfélagsfundar þegar hækkunin var tekin til umræðu en að þrír íbúðareigendur, auk konunnar sjálfrar, hafi samþykkt hækkunina. Sökuð um að hafa dregið sér 3,1 milljón Á aðalfundi 6. maí 2019 hafi komið fram athugasemdir við launagreiðslur til konunnar og við atkvæðagreiðslu kaus meirihluti fundarmanna gegn slíkum greiðslum ti lkonunnar. Á sama fundi var annar kjörinn í embætti formanns húsfélagsins. Daginn eftir millifærði konan rúmar 585 þúsund krónur af reikningi húsfélagsins inn á sinn eigin. Fram kemur í dómnum að konan hafi dregið sér samtals 3.092.725 krónur af reikningum húsfélagsins í eigin þarfir og annarra. Þar af hafi verið 21 færsla upp á 35 þúsund króna laun til konunnar, óútskýrðar greiðslur sem námu 2.101.218 krónum og rúmar 256 þúsund krónur sem greiddust inn á reikninga annarra aðila. Þá hafi enginn stjórnarfundur verið haldinn í stjórnartíð konunnar og hún ein séð um alla ákvarðanatöku. Hún hafi ekki verið með formlegt samþykki húsfélagsins fyrir launagreiðslunum og engar úttektir á stjórnartíð hennar hafi verið samþykktar, hvorki í hennar eigin þarfir eða annarra. Um hafi verið að ræða sjálftöku af reikningum félagsins. Konan var í héraðsdómi dæmd til að greiða húsfélaginu rúmar 2,8 milljónir króna með dráttarvöxtum og 950 þúsund krónur í málskostnað. Dómur héraðsdóms var staðfestur í Landsrétti og henni gert að greiða húsfélaginu 1,1 milljón króna í málskostnað fyrir Landsrétti. Nágrannadeilur Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu en konan, formaðurinn fyrrverandi, áfrýjaði málinu til Landsréttar í júní í fyrra. Þegar konan tók við embætti formanns í janúar 2017 átti hún eina íbúð í húsinu við Efstasund 100, þar sem eru sjö íbúðir, en keypti á síðari stigum þrjár íbúðir til viðbótar í húsinu. Hún fékk prókúru að reikningum húsfélagsins eftir aðalfund í janúar 2017 og hafði aðgang að reikningum á meðan hún gengdi þar formennsku. Fram kemur í dómnum að að frumkvæði konunnar hafi húsfélagsgjöld verið hækkuð frá septembermánuði 2017 úr 9.000 krónum í 14.000 krónur fyrir hverja íbúð. Þá segir að óumdeilt sé að hækkuninni hafi verði ætlað að standa straum af greiðslum til konunnar vegna vinnu hennar í þágu húsfélagsins. Svo virðist vera sem ekki hafi veirð boðað til húsfélagsfundar þegar hækkunin var tekin til umræðu en að þrír íbúðareigendur, auk konunnar sjálfrar, hafi samþykkt hækkunina. Sökuð um að hafa dregið sér 3,1 milljón Á aðalfundi 6. maí 2019 hafi komið fram athugasemdir við launagreiðslur til konunnar og við atkvæðagreiðslu kaus meirihluti fundarmanna gegn slíkum greiðslum ti lkonunnar. Á sama fundi var annar kjörinn í embætti formanns húsfélagsins. Daginn eftir millifærði konan rúmar 585 þúsund krónur af reikningi húsfélagsins inn á sinn eigin. Fram kemur í dómnum að konan hafi dregið sér samtals 3.092.725 krónur af reikningum húsfélagsins í eigin þarfir og annarra. Þar af hafi verið 21 færsla upp á 35 þúsund króna laun til konunnar, óútskýrðar greiðslur sem námu 2.101.218 krónum og rúmar 256 þúsund krónur sem greiddust inn á reikninga annarra aðila. Þá hafi enginn stjórnarfundur verið haldinn í stjórnartíð konunnar og hún ein séð um alla ákvarðanatöku. Hún hafi ekki verið með formlegt samþykki húsfélagsins fyrir launagreiðslunum og engar úttektir á stjórnartíð hennar hafi verið samþykktar, hvorki í hennar eigin þarfir eða annarra. Um hafi verið að ræða sjálftöku af reikningum félagsins. Konan var í héraðsdómi dæmd til að greiða húsfélaginu rúmar 2,8 milljónir króna með dráttarvöxtum og 950 þúsund krónur í málskostnað. Dómur héraðsdóms var staðfestur í Landsrétti og henni gert að greiða húsfélaginu 1,1 milljón króna í málskostnað fyrir Landsrétti.
Nágrannadeilur Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira