Umfjöllun og viðtöl: ÍA - KA 0-3 | Akureyringar á toppinn eftir stórsigur Bjarki Sigurðsson skrifar 15. maí 2022 19:15 Leikmenn KA gátu leyft sér að fagna í dag en liðið vann 3-0 sigur og er komið tímabundið á topp Bestu deildarinnar. Vísir/Hulda Margrét KA sá til þess að ÍA tapaði þriðja leiknum í röð í Bestu deild karla en leik liðanna á Akranesi lauk með 3-0 sigri gestanna. Akureyringar fóru með sigrinum á topp deildarinnar en liðið hefur ekki enn tapað leik og þá hefur það aðeins fengið á sig tvö mörk í sex leikjum. Daníel Hafsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins með þrumuskoti fyrir utan teig eftir hornspyrnu. Ekki séns fyrir Árna Snæ í marki ÍA að verja. Eyþór Wöhler kom boltanum í netið fyrir Skagamenn stuttu síðar en var flaggaður rangstæður. Lítið annað gerðist í fyrri hálfleik og voru gestirnir með 1-0 forystu þegar gengið var til búningsklefa. Skagamenn voru sterkari í byrjun seinni hálfleiks en náðu ekki að koma boltanum í netið. KA menn skoruðu gegn gangi leiksins á 54. mínútu. Elfar Árni fékk þá sendingu í gegn og kom boltanum undir Árna í markinu. Aðeins fimm mínútum síðar fengu heimamenn vítaspyrnu þegar Þorri Mar Þórisson braut á Gísla Laxdal Unnarssyni. Gísli Laxdal fór sjálfur á punktinn en Stubbur - Steinþór Már Auðunsson - í marki KA varði spyrnuna. Skagamenn sköpuðu ekki neitt eftir vítaspyrnuna og náðu KA-menn að bæta við þriðja markinu á 82. Mínútu þegar Jakob Snær Árnason skoraði eftir misheppnuð skot frá bæði Þorra Mar og Daníel Hafsteins. Af hverju vann KA? KA-menn voru sterkari aðilinn nánast allan leikinn fyrir utan smá kafla í byrjun seinni hálfleiks. Þeir voru eldsnöggir fram þegar Skagamenn misstu boltann og nýttu sér færin sem þeir sköpuðu. Þeir djöfluðust allan leikinn og voru á fullri ferð frá fyrstu mínútu. Hverjir stóðu upp úr? Daníel Hafsteinsson var klárlega maður leiksins. Hann skoraði fyrsta markið og eignaði sér miðsvæðið. Hann hélt boltanum vel og varðist öllum áhlaupum Skagamanna. Stubbur í markinu var einnig flottur og varði eina skotið, vítaspyrnuna, sem reyndi eitthvað á hann. Hann var öruggur í fyrirgjöfum og var ískaldur þegar pressað var á hann. Hvað gekk illa? Skagamenn reyndu mestmegnis að halda boltanum allan leikinn en seinasta sendingin klikkaði nánast alltaf. Þeir voru í tómu tjóni í skyndisóknum og auðvelt fyrir miðju KA-manna að hlaupa í gegnum þá. Hvað gerist næst? KA fær Stjörnuna til Dalvíkur á meðan Skagamenn fara til Vestmannaeyja. ÍA hefur nú tapað þremur leikjum í röð og verða að ná í góð úrslit í Eyjum. Drulluhundfúlt að tapa Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ekki ánægður með sína menn eftir tapið í dag. „Náttúrulega bara hundsvekktur. Fyrir það fyrsta að tapa á heimavelli og við erum að fá alltof mörg mörk á okkur. Allt of ódýr mörk, við fáum á okkur mark úr horni í fyrri hálfleik þar sem boltanum er spilað og hann kemur djúpur inn í teig. Við sköllum það frá og þar erum við bara að horfa á boltann í staðinn fyrir að fylla okkur stöður og koma þessum bolta almennilega frá. Auðvitað frábærlega skotið hjá Daníel, allt í góðu með það, en við eigum ekki að skilja þetta svæði eftir opið og þeir eiga ekki að fá þennan bolta úti í teignum. Við eigum að koma í veg fyrir það.“ Skagamenn komu ferskir inn í seinni hálfleikinn en náðu ekki að koma boltanum í netið. „Síðan finnst mér við ná ágætis tökum á þessu og koma ágætlega út í seinni hálfleikinn. Annað markið sem við fáum á okkur, þar erum við algjörir djöfulsins aular og erum með allt liðið á fjærsvæðinu þegar við ákváðum að fara að gutla eitthvað með boltann til baka og spila inn og aftur til baka. Við bara bjóðum pressunni heim og endum á því að tapa boltanum og þeir skora 2-0. Þá ertu bara kominn í drulluerfiða stöðu, nákvæmlega eins og í síðasta leik. Við klúðrum svo víti til að koma okkur inn í leikinn aftur og berja okkur inn í leikinn. Það er bara ekki nógu gott hjá okkur og KA gengu á lagið og kláruðu leikinn. Það er drulluhundfúlt.“ Jón Þór ræddi mikið við Gunnar Odd Hafliðason, fjórða dómara leiksins, í fyrri hálfleik. Hann vill meina að honum hafi ekki verið sérlega heitt í hamsi. „Nei, við vorum bara að spjalla saman og fara yfir þessa stöðu, ég held að ég hafi ekki verið neitt sérstaklega ósáttur með neitt. Mér finnst bara allt of mikið brotið á Eyþóri þarna frammi. Ég held að hann hafi ekki enn fengið aukaspyrnu á þessu Íslandsmóti.“ Garðar Gunnlaugsson skrifaði undir hjá ÍA í vikunni en var ekki í hóp í dag og einnig vantaði Jón Gísla Eyland í hópinn. Jón Þór er ekki viss hvort Garðar verði í hóp í næsta leik. „Ég veit það ekki, það er vika núna í næsta leik og ég er ekki búinn að ákveða liðið eða hópinn fyrir næsta leik. Jón Gísli er veikur, það hefur verið svolítið að herja á okkur. Við höfum verið mikið að missa menn út bæði í meiðslum og úr veikindum. Við erum í basli með það að menn eru ekkert endilega lengi frá út af þessu veikindum en við erum mjög lengi að ná upp orku og krafti. Þetta situr mjög lengi í mönnum. Það hefur verið að stríða okkur svolítið.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla ÍA KA
KA sá til þess að ÍA tapaði þriðja leiknum í röð í Bestu deild karla en leik liðanna á Akranesi lauk með 3-0 sigri gestanna. Akureyringar fóru með sigrinum á topp deildarinnar en liðið hefur ekki enn tapað leik og þá hefur það aðeins fengið á sig tvö mörk í sex leikjum. Daníel Hafsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins með þrumuskoti fyrir utan teig eftir hornspyrnu. Ekki séns fyrir Árna Snæ í marki ÍA að verja. Eyþór Wöhler kom boltanum í netið fyrir Skagamenn stuttu síðar en var flaggaður rangstæður. Lítið annað gerðist í fyrri hálfleik og voru gestirnir með 1-0 forystu þegar gengið var til búningsklefa. Skagamenn voru sterkari í byrjun seinni hálfleiks en náðu ekki að koma boltanum í netið. KA menn skoruðu gegn gangi leiksins á 54. mínútu. Elfar Árni fékk þá sendingu í gegn og kom boltanum undir Árna í markinu. Aðeins fimm mínútum síðar fengu heimamenn vítaspyrnu þegar Þorri Mar Þórisson braut á Gísla Laxdal Unnarssyni. Gísli Laxdal fór sjálfur á punktinn en Stubbur - Steinþór Már Auðunsson - í marki KA varði spyrnuna. Skagamenn sköpuðu ekki neitt eftir vítaspyrnuna og náðu KA-menn að bæta við þriðja markinu á 82. Mínútu þegar Jakob Snær Árnason skoraði eftir misheppnuð skot frá bæði Þorra Mar og Daníel Hafsteins. Af hverju vann KA? KA-menn voru sterkari aðilinn nánast allan leikinn fyrir utan smá kafla í byrjun seinni hálfleiks. Þeir voru eldsnöggir fram þegar Skagamenn misstu boltann og nýttu sér færin sem þeir sköpuðu. Þeir djöfluðust allan leikinn og voru á fullri ferð frá fyrstu mínútu. Hverjir stóðu upp úr? Daníel Hafsteinsson var klárlega maður leiksins. Hann skoraði fyrsta markið og eignaði sér miðsvæðið. Hann hélt boltanum vel og varðist öllum áhlaupum Skagamanna. Stubbur í markinu var einnig flottur og varði eina skotið, vítaspyrnuna, sem reyndi eitthvað á hann. Hann var öruggur í fyrirgjöfum og var ískaldur þegar pressað var á hann. Hvað gekk illa? Skagamenn reyndu mestmegnis að halda boltanum allan leikinn en seinasta sendingin klikkaði nánast alltaf. Þeir voru í tómu tjóni í skyndisóknum og auðvelt fyrir miðju KA-manna að hlaupa í gegnum þá. Hvað gerist næst? KA fær Stjörnuna til Dalvíkur á meðan Skagamenn fara til Vestmannaeyja. ÍA hefur nú tapað þremur leikjum í röð og verða að ná í góð úrslit í Eyjum. Drulluhundfúlt að tapa Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ekki ánægður með sína menn eftir tapið í dag. „Náttúrulega bara hundsvekktur. Fyrir það fyrsta að tapa á heimavelli og við erum að fá alltof mörg mörk á okkur. Allt of ódýr mörk, við fáum á okkur mark úr horni í fyrri hálfleik þar sem boltanum er spilað og hann kemur djúpur inn í teig. Við sköllum það frá og þar erum við bara að horfa á boltann í staðinn fyrir að fylla okkur stöður og koma þessum bolta almennilega frá. Auðvitað frábærlega skotið hjá Daníel, allt í góðu með það, en við eigum ekki að skilja þetta svæði eftir opið og þeir eiga ekki að fá þennan bolta úti í teignum. Við eigum að koma í veg fyrir það.“ Skagamenn komu ferskir inn í seinni hálfleikinn en náðu ekki að koma boltanum í netið. „Síðan finnst mér við ná ágætis tökum á þessu og koma ágætlega út í seinni hálfleikinn. Annað markið sem við fáum á okkur, þar erum við algjörir djöfulsins aular og erum með allt liðið á fjærsvæðinu þegar við ákváðum að fara að gutla eitthvað með boltann til baka og spila inn og aftur til baka. Við bara bjóðum pressunni heim og endum á því að tapa boltanum og þeir skora 2-0. Þá ertu bara kominn í drulluerfiða stöðu, nákvæmlega eins og í síðasta leik. Við klúðrum svo víti til að koma okkur inn í leikinn aftur og berja okkur inn í leikinn. Það er bara ekki nógu gott hjá okkur og KA gengu á lagið og kláruðu leikinn. Það er drulluhundfúlt.“ Jón Þór ræddi mikið við Gunnar Odd Hafliðason, fjórða dómara leiksins, í fyrri hálfleik. Hann vill meina að honum hafi ekki verið sérlega heitt í hamsi. „Nei, við vorum bara að spjalla saman og fara yfir þessa stöðu, ég held að ég hafi ekki verið neitt sérstaklega ósáttur með neitt. Mér finnst bara allt of mikið brotið á Eyþóri þarna frammi. Ég held að hann hafi ekki enn fengið aukaspyrnu á þessu Íslandsmóti.“ Garðar Gunnlaugsson skrifaði undir hjá ÍA í vikunni en var ekki í hóp í dag og einnig vantaði Jón Gísla Eyland í hópinn. Jón Þór er ekki viss hvort Garðar verði í hóp í næsta leik. „Ég veit það ekki, það er vika núna í næsta leik og ég er ekki búinn að ákveða liðið eða hópinn fyrir næsta leik. Jón Gísli er veikur, það hefur verið svolítið að herja á okkur. Við höfum verið mikið að missa menn út bæði í meiðslum og úr veikindum. Við erum í basli með það að menn eru ekkert endilega lengi frá út af þessu veikindum en við erum mjög lengi að ná upp orku og krafti. Þetta situr mjög lengi í mönnum. Það hefur verið að stríða okkur svolítið.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti