Að ná ekki endum saman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 13. maí 2022 14:50 Í miðjum kosningahasar var ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2021 samþykktur í bæjarstjórn. Þar kom fram að niðurstaða bæjarsjóðs er 566 milljón króna tap samanborið við 344 milljón króna tap árið áður. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs 2021 er því ein versta niðurstaða í sögu sveitarfélagsins og þarf að fara aftur til bankahrunsins til að finna ársreikning sem skilar jafn háu tapi og árið 2021 gerir. Það vonda við stöðuna núna er það að þessi sögulega lélegi ársreikningur kemur í kjölfarið á fjögurra ára tímabili hallareksturs bæjarsjóðs sem nú hefur safnast upp í 1400 milljónir króna á fimm ára tímabili. Hvað þýðir þetta fyrir rekstur bæjarins? Þetta þýðir að það eru ekki til peningar til að mæta þjónustukröfum íbúa, sinna viðhaldi eða sækja fram við að búa til betri bæ fyrir börnin okkar og okkur öll. Það er rétt að taka fram að 438 milljónir af rekstrarhalla bæjarsjóðs er breyting á lífeyrisskuldbindingu þar sem búið er að endurreikna af tryggingarstærðfræðingum hvað áætlað er að bærinn muni þurfa greiða í lífeyrisgreiðslur á næstu árum. Þetta eru upphæðir sem við munum þurfa greiða en við höfum litla sem enga stjórn á. Rekstrarniðurstaða fyrir breytingu á lífeyrisskuldbindingu er neikvæð um 128 milljónir. Það er áhugavert að setja þá upphæð í samhengi við umræðuna síðastliðið haust þar bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæltu útsvarshækkun úr 13,7% upp í 14,09%. Hækkun sem nemur 390 krónur á hverjar 100.000 krónur sem íbúi á Seltjarnarnesi er með í laun en skilar um 100 milljónum í bæjarsjóð. Sú hækkun dugar því ekki einu sinni til að loka því rekstrargati sem Sjálfstæðismenn skilja eftir sig þegar búið er að draga 438 milljóna tap frá raunverulegri rekstrarniðurstöðu bæjarins. Þetta er grafalvarlegt mál, bæði út frá rekstri bæjarins en líka vegna þess að Sjálfstæðismenn neita að horfast í augu við vandamálið og viðurkenna það. Það er ekki hægt að byrja leggja fram lausnir fyrr en búið er að viðurkenna vandamálið. Útsvarsprósenta Sjálfstæðismanna dugar ekki til að standa undir núverandi rekstri og þjónustu og því er ekki hægt að sækja fram og búa til betri bæ fyrir börnin okkar á meðan þau eru við stjórnvölin. Höfundur er oddviti Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Í miðjum kosningahasar var ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2021 samþykktur í bæjarstjórn. Þar kom fram að niðurstaða bæjarsjóðs er 566 milljón króna tap samanborið við 344 milljón króna tap árið áður. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs 2021 er því ein versta niðurstaða í sögu sveitarfélagsins og þarf að fara aftur til bankahrunsins til að finna ársreikning sem skilar jafn háu tapi og árið 2021 gerir. Það vonda við stöðuna núna er það að þessi sögulega lélegi ársreikningur kemur í kjölfarið á fjögurra ára tímabili hallareksturs bæjarsjóðs sem nú hefur safnast upp í 1400 milljónir króna á fimm ára tímabili. Hvað þýðir þetta fyrir rekstur bæjarins? Þetta þýðir að það eru ekki til peningar til að mæta þjónustukröfum íbúa, sinna viðhaldi eða sækja fram við að búa til betri bæ fyrir börnin okkar og okkur öll. Það er rétt að taka fram að 438 milljónir af rekstrarhalla bæjarsjóðs er breyting á lífeyrisskuldbindingu þar sem búið er að endurreikna af tryggingarstærðfræðingum hvað áætlað er að bærinn muni þurfa greiða í lífeyrisgreiðslur á næstu árum. Þetta eru upphæðir sem við munum þurfa greiða en við höfum litla sem enga stjórn á. Rekstrarniðurstaða fyrir breytingu á lífeyrisskuldbindingu er neikvæð um 128 milljónir. Það er áhugavert að setja þá upphæð í samhengi við umræðuna síðastliðið haust þar bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæltu útsvarshækkun úr 13,7% upp í 14,09%. Hækkun sem nemur 390 krónur á hverjar 100.000 krónur sem íbúi á Seltjarnarnesi er með í laun en skilar um 100 milljónum í bæjarsjóð. Sú hækkun dugar því ekki einu sinni til að loka því rekstrargati sem Sjálfstæðismenn skilja eftir sig þegar búið er að draga 438 milljóna tap frá raunverulegri rekstrarniðurstöðu bæjarins. Þetta er grafalvarlegt mál, bæði út frá rekstri bæjarins en líka vegna þess að Sjálfstæðismenn neita að horfast í augu við vandamálið og viðurkenna það. Það er ekki hægt að byrja leggja fram lausnir fyrr en búið er að viðurkenna vandamálið. Útsvarsprósenta Sjálfstæðismanna dugar ekki til að standa undir núverandi rekstri og þjónustu og því er ekki hægt að sækja fram og búa til betri bæ fyrir börnin okkar á meðan þau eru við stjórnvölin. Höfundur er oddviti Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun