Mun skoða hvort æskilegt sé að virkja í friðlandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. maí 2022 11:57 Guðlaugur Þór segir ljóst að ekki sé í boði að skilja nokkurn landshluta eftir þegar kemur að orkuskiptum. vísir/arnar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra útilokar ekki að hann muni breyta friðlýsingarskilmálum í Vatnsfirði til að hægt verði að virkja þar. Hugmyndin er eitur í beinum sumra þingmanna Vinstri grænna. Starfshópur um raforkumál á Vestfjörðum skilaði skýrslu til ráðherra með tillögum sínum um það hvernig hægt væri að auka framboð raforku í landshlutanum sem fyrst. Samkvæmt tillögum hópsins verður að virkja meira fyrir vestan. Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segist ætla að byggja á töllögum hópsins. „Að sjálfsögðu - til þess er leikurinn gerður,“ segir hann. Hann er þannig sammála hópnum um þörfina fyrir virkjun. „Það liggur alveg fyrir að það þurfi að virkja eitthvað fyrir vestan. Hins vegar eru nokkrir valkostir eins og eru dregnir fram í skýrslunni og það eru líka fleiri hugmyndir en koma fram þar,“ segir Guðlaugur. Á meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að ráðherrann ráðist í það verkefni að skoða hvort hann geti breytt friðlýsingarskilmálum í Vatnsfirði svo hægt yrði að virkja þar. En hvernig lýst honum á það? „Við skoðum auðvitað alla möguleika. Það liggur alveg fyrir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu væri virkjun í friðlandinu eitur í beinum margra þingmanna Vinstri grænna. Umhverfisvernd eða orkuskipti? En samspilið milli hinna umhverfisvænu orkuskipta og náttúruverndar er afar flókið. Í Súðavík mun stærsta kalkþörungaverksmiðja landsins taka til starfa eftir tvö ár og vegna orkuskorts þar mun hún keyra starfsemi sína á gasi þar til bætt verður úr orkumálunum. Þetta segir Guðlaugur bagalegt. „Ef að þú segir við mig að við séum að fara að stofna eitthvað sem að keyrir á jarðefnaeldsneyti.. Ég veit ekki hvaða orðalag ég á að nota. Það fer fyrir hjartað á mér. Mér líður mjög illa með það,“ segir Guðlaugur. Uppbyggingin á Vestfjörðum er mikil og ef ráðast á í orkuskipti liggur fyrir að tryggja verði auka 80 megavött í landshlutanum fyrir árið 2030. Guðlaugur segir ljóst að það verði að gera ansi mikið til að ná því markmiði. „Það skiptir ekki máli hvort það séu Vestfirðir eða einhver annar staður á landinu. Ef við segjum við hann: „heyrðu þú mátt ekki taka þátt í orkuskiptunum og fá græna orku“ þá erum við bara að segja við viðkomandi landshluta að þeir verði ekki með í lífskjaraþróun nútíðar og framtíðar,“ segir Guðlaugur Þór. Orkumál Súðavíkurhreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Starfshópur um raforkumál á Vestfjörðum skilaði skýrslu til ráðherra með tillögum sínum um það hvernig hægt væri að auka framboð raforku í landshlutanum sem fyrst. Samkvæmt tillögum hópsins verður að virkja meira fyrir vestan. Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segist ætla að byggja á töllögum hópsins. „Að sjálfsögðu - til þess er leikurinn gerður,“ segir hann. Hann er þannig sammála hópnum um þörfina fyrir virkjun. „Það liggur alveg fyrir að það þurfi að virkja eitthvað fyrir vestan. Hins vegar eru nokkrir valkostir eins og eru dregnir fram í skýrslunni og það eru líka fleiri hugmyndir en koma fram þar,“ segir Guðlaugur. Á meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að ráðherrann ráðist í það verkefni að skoða hvort hann geti breytt friðlýsingarskilmálum í Vatnsfirði svo hægt yrði að virkja þar. En hvernig lýst honum á það? „Við skoðum auðvitað alla möguleika. Það liggur alveg fyrir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu væri virkjun í friðlandinu eitur í beinum margra þingmanna Vinstri grænna. Umhverfisvernd eða orkuskipti? En samspilið milli hinna umhverfisvænu orkuskipta og náttúruverndar er afar flókið. Í Súðavík mun stærsta kalkþörungaverksmiðja landsins taka til starfa eftir tvö ár og vegna orkuskorts þar mun hún keyra starfsemi sína á gasi þar til bætt verður úr orkumálunum. Þetta segir Guðlaugur bagalegt. „Ef að þú segir við mig að við séum að fara að stofna eitthvað sem að keyrir á jarðefnaeldsneyti.. Ég veit ekki hvaða orðalag ég á að nota. Það fer fyrir hjartað á mér. Mér líður mjög illa með það,“ segir Guðlaugur. Uppbyggingin á Vestfjörðum er mikil og ef ráðast á í orkuskipti liggur fyrir að tryggja verði auka 80 megavött í landshlutanum fyrir árið 2030. Guðlaugur segir ljóst að það verði að gera ansi mikið til að ná því markmiði. „Það skiptir ekki máli hvort það séu Vestfirðir eða einhver annar staður á landinu. Ef við segjum við hann: „heyrðu þú mátt ekki taka þátt í orkuskiptunum og fá græna orku“ þá erum við bara að segja við viðkomandi landshluta að þeir verði ekki með í lífskjaraþróun nútíðar og framtíðar,“ segir Guðlaugur Þór.
Orkumál Súðavíkurhreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira