„Erum að fara að keppa um titla“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2022 11:00 Hilmar Smári Henningsson ætlar sér stóra hluti með Haukum. vísir/bjarni Hilmar Smári Henningsson segir að hann sé ekki kominn aftur í Hauka til að vera í einhverri meðalmennsku. Hann segir að Hafnfirðingar ætli sér að berjast um titla. Nýliðum Hauka í Subway-deild karla barst heldur betur góður liðsstyrkur í gær þegar Hilmar Smári og Breki Gylfason sömdu við liðið. Hilmar Smári kemur til Hauka frá bikarmeisturum Stjörnunnar. „Það er margt spilar inn í. Það var eitt og annað sem gekk á eftir síðasta tímabil hjá Stjörnunni sem leiddi mig í aðra átt. Þetta er þvílíkt skemmtilegt og spennandi verkefni í Haukum sem þeir kynntu fyrir mér. Ég var strax tilbúinn að taka þátt í því,“ sagði Hilmar Smári í samtali við Vísi í gær. Hann er með sterka tengingu við Hauka og kemur úr mikilli Haukafjölskyldu. Systir hans, landsliðskonan Lovísa Björt, leikur með Haukum og pabbi hans, Henning, var fyrirliði eina Íslandsmeistaraliðs Hauka 1988. Hilmar Smári segir að ákvörðunin að yfirgefa Stjörnunni og snúa aftur í heimahagana hafi á endanum ekki verið svo erfið. „Erfitt og ekki erfitt. Mér leið mjög vel í Stjörnunni, þeir voru góðir við mig og þetta er þvílíkt flott félag og allt þannig. En á endanum er þetta bara bissness og maður þarf að taka þau skref sem maður telur best fyrir sjálfan sig. Ég taldi að mitt skref í Haukana yrði skref áfram á mínum ferli. Á endanum var þetta ekki erfitt,“ sagði Hilmar Smári. Haukar ætla sér stóra hluti og fara ekki í neinar felur með það. „Möguleikarnir eru þeir sem við viljum. Við setjum markið hátt og ætlum okkur ekki neina meðalmennsku. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vera á toppnum.“ Klippa: Viðtal við Hilmar Smára Á blaðamannafundinum þar sem Hilmar Smári og Breki voru kynntir til leiks sagði Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, að þeir litu ekki á sig sem nýliða, þrátt fyrir að vera nýliðar. Hilmar Smári tekur undir þetta. „Við erum í allt annarri stöðu en flest önnur lið sem koma upp í deildina. Við erum með þvílíkt flotta aðstöðu, þvílíkt flott lið á bak við okkur og þvílíkt flotta stjórn. Það er öðruvísi bragur yfir þessu en liðum sem eru að flakka á milli deilda,“ sagði Hilmar Smári. „Við horfum ekki niður aftur, horfum bara upp og erum að fara að keppa um titla.“ Hilmar Smári, sem hefur leikið fjóra A-landsleiki, var um tíma á mála hjá Valencia á Spáni og stefnir aftur út í atvinnumennsku. „Algjörlega og stóra ástæðan fyrir því að ég kom í Hauka var að ég taldi þetta vera skref áfram á mínum ferli. Það er þvílíkt mikilvægt fyrir mig sem tiltölulega ungan leikmann að reyna að taka skref í átt að atvinnumennsku í hvert sinn sem ég tek ákvörðun. Það er lokamarkmiðið,“ sagði Hilmar Smári að lokum. Viðtalið við Hilmar Smára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Haukar Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Nýliðum Hauka í Subway-deild karla barst heldur betur góður liðsstyrkur í gær þegar Hilmar Smári og Breki Gylfason sömdu við liðið. Hilmar Smári kemur til Hauka frá bikarmeisturum Stjörnunnar. „Það er margt spilar inn í. Það var eitt og annað sem gekk á eftir síðasta tímabil hjá Stjörnunni sem leiddi mig í aðra átt. Þetta er þvílíkt skemmtilegt og spennandi verkefni í Haukum sem þeir kynntu fyrir mér. Ég var strax tilbúinn að taka þátt í því,“ sagði Hilmar Smári í samtali við Vísi í gær. Hann er með sterka tengingu við Hauka og kemur úr mikilli Haukafjölskyldu. Systir hans, landsliðskonan Lovísa Björt, leikur með Haukum og pabbi hans, Henning, var fyrirliði eina Íslandsmeistaraliðs Hauka 1988. Hilmar Smári segir að ákvörðunin að yfirgefa Stjörnunni og snúa aftur í heimahagana hafi á endanum ekki verið svo erfið. „Erfitt og ekki erfitt. Mér leið mjög vel í Stjörnunni, þeir voru góðir við mig og þetta er þvílíkt flott félag og allt þannig. En á endanum er þetta bara bissness og maður þarf að taka þau skref sem maður telur best fyrir sjálfan sig. Ég taldi að mitt skref í Haukana yrði skref áfram á mínum ferli. Á endanum var þetta ekki erfitt,“ sagði Hilmar Smári. Haukar ætla sér stóra hluti og fara ekki í neinar felur með það. „Möguleikarnir eru þeir sem við viljum. Við setjum markið hátt og ætlum okkur ekki neina meðalmennsku. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vera á toppnum.“ Klippa: Viðtal við Hilmar Smára Á blaðamannafundinum þar sem Hilmar Smári og Breki voru kynntir til leiks sagði Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, að þeir litu ekki á sig sem nýliða, þrátt fyrir að vera nýliðar. Hilmar Smári tekur undir þetta. „Við erum í allt annarri stöðu en flest önnur lið sem koma upp í deildina. Við erum með þvílíkt flotta aðstöðu, þvílíkt flott lið á bak við okkur og þvílíkt flotta stjórn. Það er öðruvísi bragur yfir þessu en liðum sem eru að flakka á milli deilda,“ sagði Hilmar Smári. „Við horfum ekki niður aftur, horfum bara upp og erum að fara að keppa um titla.“ Hilmar Smári, sem hefur leikið fjóra A-landsleiki, var um tíma á mála hjá Valencia á Spáni og stefnir aftur út í atvinnumennsku. „Algjörlega og stóra ástæðan fyrir því að ég kom í Hauka var að ég taldi þetta vera skref áfram á mínum ferli. Það er þvílíkt mikilvægt fyrir mig sem tiltölulega ungan leikmann að reyna að taka skref í átt að atvinnumennsku í hvert sinn sem ég tek ákvörðun. Það er lokamarkmiðið,“ sagði Hilmar Smári að lokum. Viðtalið við Hilmar Smára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Haukar Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira