Stóraukin þjónusta fyrir heimilislaust fólk Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 12. maí 2022 14:15 Á þessu kjörtímabili hefur þjónusta við heimilislaust fólk tekið stakkaskiptum í Reykjavík. Hérlendis hefur borgin lengi verið í forystu í málaflokknum með einu neyðarskýli landsins, borgarverði og fleira. Í lok síðasta kjörtímabils byrjuðum við að innleiða skaðaminnkandi nálgun í þjónustu við heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Undir forystu Samfylkingar samþykktu allir flokkar í borgarstjórn metnaðarfulla stefnu og aðgerðaáætlun um uppbyggingu þjónustu og húsnæðis fyrir heimilislaust fólk. Skaðaminnkandi nálgun Síðan þá hefur stefnan verið sett á að minnka skaðann sem heimilisleysi eða notkun vímuefna veldur og að bjóða „húsnæði fyrst“ (e:housing first) fyrir öll sem eru tilbúin að leigja íbúð með þjónustu. Skaðaminnkandi nálgun í allri þjónustu hefur sannað gildi sitt, þá er lögð áhersla á mannvirðingu, fagmennsku, valdeflingu og virka þátttöku allra þeirra sem þjónustan snýr að. Árangur Við höfum náð árangri á þessu kjörtímabili enda höfum við sett málaflokkinn nánast í gjörgæslu. Ný úttekt á stöðu heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir frá nóvember 2021 sýnir m.a. að 8 einstaklingar eða 3% af hópnum býr á víðavangi við slæmar aðstæður en í könnun sem gerð var árið 2017 var metið að 76 einstaklingar eða 21% hópsins væru í þeirri stöðu. Einnig hefur fækkað í hópnum í heild en það tekur langan tíma því þrátt fyrir að fólk fái húsnæði og stuðning telst fólk áfram heimilislaust. Stóraukin þjónusta Íbúðum og neyðarrýmum með þjónustu hefur verið fjölgað um alls 50 á kjörtímabilinu og tryggt að engum er vísað frá neyðarskýlum vegna plássleysis. Opnað var nýtt Neyðarskýli fyrir unga karla sem nota vímuefni í æð, við tókum Gistiskýlið á Lindargötu í gegn og verið er að hanna endurbætur á Konukoti, neyðarskýli fyrir konur, sem sannarlega er komið á tíma. Í neyðarskýlinu á Lindargötu hefur jafnframt verið hægt að veita einstaklingum betri þjónustu t.d. með því að geta boðið einstaklingum sem glíma við heilsufarsvanda upp á skjól allan sólarhringinn. Unnið er að því að finna húsnæði fyrir hjúkrunarrými fyrir þennan hóp í samtarfi við ríkið og þegar hefur fyrsta neyslurýmið opnað. Við erum nú með rúmlega 20 íbúðir od10 ný smáhýsi sem falla undir verkefnið „húsnæði fyrst“ víðsvegar um borgina sem nú eru heimili fólks. Við höfum styrkt vettvangs- og ráðgjafateymið sem hefur orðið æ mikilvægari þáttur í þjónustu við heimilislausa með mikla og flóknar þjónustuþarfir. Sett voru á fót neyðarteymi og stóraukið samráð er við alla aðila sem sinna þjónustu við þennan hóp fólks. Áhersla á þjónustu við heimilislausar konur Á þessu kjörtímabili hefur í fyrsta sinn verið áhersla á að auka þjónustu við heimilislausar konur og ég lít á það sem merki um traust að fleiri konur leita nú til Reykjavíkur eftir þjónustu. Heimilislausar konur þurfa áfallamiðaða nálgun og öryggi fyrst og fremst. Rótinni félag kvenna um áföll og vímuefni var falin ábyrgð á rekstri neyðarskýlis fyrir konur. Við erum nú með 8 íbúðir í sama húsi sem eru sérstaklega fyrir konur, auk þess sem konum hefur verið úthlutað stökum íbúðum hér og þar um borgina. Við opnuðum tímabundið neyðarskýli fyrir konur á gistiheimili sem reyndist vel, og munum nýta þá reynslu við endurbyggingu Konukots, þeim konum sem þar bjuggu var boðin áframhaldandi þjónusta á öðrum stað. Á næstu vikum opnar áfangaheimili fyrir konur í bata, þar sem veittur verður einstaklingsbundinn stuðningur og fræðsla. Einnig var opnað á kjörtímabilinu langtíma búsetukjarni fyrir tvígreindar konur og þar búa nú 7 konur. Hvernig? Við settum okkur aðgerðaáætlun með 34 aðgerðum, 12 þeirra aðgerða er nú þegar lokið, 18 aðgerðir eru komnar vel á veg í vinnslu og því aðeins 4 eftir sem eru í undirbúningi. Við erum byrjuð að endurskoða aðgerðaáætlunina og fái ég til þess tækifæri mun ég sjá til þess að sú aðgerðaáætlun fari líka í framkvæmd og verði fjármögnuð. Þess ber að geta að fjármagn til málaflokksins árið 2019 var um 732 m.kr en núverandi meirihluti hefur staðið fyrir því að sú upphæð var tvöfölduð. Við eigum að fjárfesta í velferð fólks, ekki síst þeim sem eru heimilislaus eða upplifa að þau séu komin í öngstræti með líf sitt. Það er ekki til neitt sem heitir ósýnilegt fólk, þannig samfélög virka ekki og það vitum við í Samfylkingunni, í Reykjavík undir stjórn jafnaðarfólks skiptum við öll nefnilega jafn miklu máli! Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Félagsmál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessu kjörtímabili hefur þjónusta við heimilislaust fólk tekið stakkaskiptum í Reykjavík. Hérlendis hefur borgin lengi verið í forystu í málaflokknum með einu neyðarskýli landsins, borgarverði og fleira. Í lok síðasta kjörtímabils byrjuðum við að innleiða skaðaminnkandi nálgun í þjónustu við heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Undir forystu Samfylkingar samþykktu allir flokkar í borgarstjórn metnaðarfulla stefnu og aðgerðaáætlun um uppbyggingu þjónustu og húsnæðis fyrir heimilislaust fólk. Skaðaminnkandi nálgun Síðan þá hefur stefnan verið sett á að minnka skaðann sem heimilisleysi eða notkun vímuefna veldur og að bjóða „húsnæði fyrst“ (e:housing first) fyrir öll sem eru tilbúin að leigja íbúð með þjónustu. Skaðaminnkandi nálgun í allri þjónustu hefur sannað gildi sitt, þá er lögð áhersla á mannvirðingu, fagmennsku, valdeflingu og virka þátttöku allra þeirra sem þjónustan snýr að. Árangur Við höfum náð árangri á þessu kjörtímabili enda höfum við sett málaflokkinn nánast í gjörgæslu. Ný úttekt á stöðu heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir frá nóvember 2021 sýnir m.a. að 8 einstaklingar eða 3% af hópnum býr á víðavangi við slæmar aðstæður en í könnun sem gerð var árið 2017 var metið að 76 einstaklingar eða 21% hópsins væru í þeirri stöðu. Einnig hefur fækkað í hópnum í heild en það tekur langan tíma því þrátt fyrir að fólk fái húsnæði og stuðning telst fólk áfram heimilislaust. Stóraukin þjónusta Íbúðum og neyðarrýmum með þjónustu hefur verið fjölgað um alls 50 á kjörtímabilinu og tryggt að engum er vísað frá neyðarskýlum vegna plássleysis. Opnað var nýtt Neyðarskýli fyrir unga karla sem nota vímuefni í æð, við tókum Gistiskýlið á Lindargötu í gegn og verið er að hanna endurbætur á Konukoti, neyðarskýli fyrir konur, sem sannarlega er komið á tíma. Í neyðarskýlinu á Lindargötu hefur jafnframt verið hægt að veita einstaklingum betri þjónustu t.d. með því að geta boðið einstaklingum sem glíma við heilsufarsvanda upp á skjól allan sólarhringinn. Unnið er að því að finna húsnæði fyrir hjúkrunarrými fyrir þennan hóp í samtarfi við ríkið og þegar hefur fyrsta neyslurýmið opnað. Við erum nú með rúmlega 20 íbúðir od10 ný smáhýsi sem falla undir verkefnið „húsnæði fyrst“ víðsvegar um borgina sem nú eru heimili fólks. Við höfum styrkt vettvangs- og ráðgjafateymið sem hefur orðið æ mikilvægari þáttur í þjónustu við heimilislausa með mikla og flóknar þjónustuþarfir. Sett voru á fót neyðarteymi og stóraukið samráð er við alla aðila sem sinna þjónustu við þennan hóp fólks. Áhersla á þjónustu við heimilislausar konur Á þessu kjörtímabili hefur í fyrsta sinn verið áhersla á að auka þjónustu við heimilislausar konur og ég lít á það sem merki um traust að fleiri konur leita nú til Reykjavíkur eftir þjónustu. Heimilislausar konur þurfa áfallamiðaða nálgun og öryggi fyrst og fremst. Rótinni félag kvenna um áföll og vímuefni var falin ábyrgð á rekstri neyðarskýlis fyrir konur. Við erum nú með 8 íbúðir í sama húsi sem eru sérstaklega fyrir konur, auk þess sem konum hefur verið úthlutað stökum íbúðum hér og þar um borgina. Við opnuðum tímabundið neyðarskýli fyrir konur á gistiheimili sem reyndist vel, og munum nýta þá reynslu við endurbyggingu Konukots, þeim konum sem þar bjuggu var boðin áframhaldandi þjónusta á öðrum stað. Á næstu vikum opnar áfangaheimili fyrir konur í bata, þar sem veittur verður einstaklingsbundinn stuðningur og fræðsla. Einnig var opnað á kjörtímabilinu langtíma búsetukjarni fyrir tvígreindar konur og þar búa nú 7 konur. Hvernig? Við settum okkur aðgerðaáætlun með 34 aðgerðum, 12 þeirra aðgerða er nú þegar lokið, 18 aðgerðir eru komnar vel á veg í vinnslu og því aðeins 4 eftir sem eru í undirbúningi. Við erum byrjuð að endurskoða aðgerðaáætlunina og fái ég til þess tækifæri mun ég sjá til þess að sú aðgerðaáætlun fari líka í framkvæmd og verði fjármögnuð. Þess ber að geta að fjármagn til málaflokksins árið 2019 var um 732 m.kr en núverandi meirihluti hefur staðið fyrir því að sú upphæð var tvöfölduð. Við eigum að fjárfesta í velferð fólks, ekki síst þeim sem eru heimilislaus eða upplifa að þau séu komin í öngstræti með líf sitt. Það er ekki til neitt sem heitir ósýnilegt fólk, þannig samfélög virka ekki og það vitum við í Samfylkingunni, í Reykjavík undir stjórn jafnaðarfólks skiptum við öll nefnilega jafn miklu máli! Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun