Kvenna-kjarasamningar! Sandra B. Franks skrifar 12. maí 2022 10:15 Hver er stéttin sem alltof fáir þekkja en flestir munu kynnast einhvern tímann á lífsleiðinni? Hver er stéttin sem stendur þér við hlið á þínum viðkvæmasta tíma í lífinu? Hver er stéttin sem kemur jafnvel heim til þín, en vinnur einnig á hátæknivæðasta vinnustað landsins? Hver er stéttin sem vinnur allan sólahringinn, alla daga ársins, líka á jólum og á páskum? - Þið munið senn hitta okkur, því við erum sjúkraliðar! Kynskiptur vinnumarkaður sem skilar sér í lægri launum fyrir konur en karla er vond staðreynd. Um 98% af okkur eru konur. Sjúkraliðum er því mikið í mun að útrýma þessum launamun. Við og samfélagið allt þarf að ákveða að verðmæti starfa sé metið að jöfnu hvort heldur sem konur eða karlar sinni þeim. Þetta er eitt stærsta jafnréttisverkefni samtímans. Það er því tímabært að tileinka næstu kjarasamningum kvennastéttum. Við störfum í síbreyttu vinnuumhverfi, og því berjumst við fyrir aukinni símenntun og viðbótarmenntun. Nú styttist í fyrsta útskriftarárgang sjúkraliða úr diplómanámi við Háskólann á Akureyri. Það skiptir miklu máli að vinnustaðir taki vel á móti þessu frábæra starfsfólki. Stjórnendur heilbrigðisstofnana þurfa því að þróa frekari starfsleiðir og starfsmöguleika í samræmi við hækkað menntunarstig sjúkraliða. Neyðarástand og heilbrigðiskerfið Við höfum tekið undir orð samstarfsfélaga okkar úr öðrum heilbrigðisstéttum að auka þurfi fjármagn í heilbrigðiskerfið. Orð eins og neyðarástand og heilbrigðiskerfið heyrast of oft í sömu setningu. Auðvitað hefur Covid-faraldurinn sett mark sitt á starfsumhverfi sjúkraliða en vonandi gefst brátt tími til að huga að því hvaða lærdóma megi draga af reynslu síðustu ára. Á tímum faraldursins stóðu Íslendingar líkt og aðrir jarðarbúar frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Þá kom vel í ljós að fátt er mikilvægara í augum þjóðarinnar en heilbrigðismálin. Þjóðin beinlínis kallar eftir því að stjórnvöld geri mun betur á þeim vettvangi en gert hefur verið. Hækkandi lífaldur þjóðarinnar og framfarir í læknavísindum kalla sömuleiðis óhjákvæmilega á aukið fjármagn og betri mönnun á heilbrigðisstofnunum. Við þessu þurfa stjórnvöld að bregðast. Hvað segja tölurnar? Nýverið var kynnt ný fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar upp 6.000 milljarða króna. Í þessu lykilplaggi kemur framtíðarsýn stjórnvalda skýrlega í ljós. Árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 nær því miður ekki að halda í árlega fjölgun landsmanna og öldrun þjóðarinnar, og því til viðbótar lækka útgjöld til sjúkrahúsþjónustu á síðasta ári áætlunarinnar. Þá munu framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu beinlínis lækka á næstu fimm árin, þrátt fyrir mikla fjölgun eldri borgara. Í þessu sama skjali kemur skýrt fram að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé „ein af stærstu áskorununum“ og það þurfi að „fjölga heilbrigðisstarfsfólki“. Sömuleiðis segir í þessari áætlun að „mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks“. Ef þetta eru markmið stjórnvalda, af hverju birtast þau ekki í tölum fjármálaáætlunarinnar? Áfram gakk Sjúkraliðar bundust samtökum fyrir áratugum síðan og hafa unnið markvisst að því að bæta kjör sín og aðstæður. Við berjumst fyrir betri heilbrigðisþjónustu fyrir okkur öll. Við vitum að heilbrigðiskerfið, hjúkrunarheimilin, endurhæfingin og heimahjúkrunin er lítið annað en það fólk sem þar vinnur, eða fólkð sem þarf á þjónustunni að halda. Með hækkandi sól og sjálfstraust mikilvægrar stéttar förum við saman í sumarið og inn í spennandi vetur þar sem kjaramálin okkar verða í forgrunni. Nú er lag! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hver er stéttin sem alltof fáir þekkja en flestir munu kynnast einhvern tímann á lífsleiðinni? Hver er stéttin sem stendur þér við hlið á þínum viðkvæmasta tíma í lífinu? Hver er stéttin sem kemur jafnvel heim til þín, en vinnur einnig á hátæknivæðasta vinnustað landsins? Hver er stéttin sem vinnur allan sólahringinn, alla daga ársins, líka á jólum og á páskum? - Þið munið senn hitta okkur, því við erum sjúkraliðar! Kynskiptur vinnumarkaður sem skilar sér í lægri launum fyrir konur en karla er vond staðreynd. Um 98% af okkur eru konur. Sjúkraliðum er því mikið í mun að útrýma þessum launamun. Við og samfélagið allt þarf að ákveða að verðmæti starfa sé metið að jöfnu hvort heldur sem konur eða karlar sinni þeim. Þetta er eitt stærsta jafnréttisverkefni samtímans. Það er því tímabært að tileinka næstu kjarasamningum kvennastéttum. Við störfum í síbreyttu vinnuumhverfi, og því berjumst við fyrir aukinni símenntun og viðbótarmenntun. Nú styttist í fyrsta útskriftarárgang sjúkraliða úr diplómanámi við Háskólann á Akureyri. Það skiptir miklu máli að vinnustaðir taki vel á móti þessu frábæra starfsfólki. Stjórnendur heilbrigðisstofnana þurfa því að þróa frekari starfsleiðir og starfsmöguleika í samræmi við hækkað menntunarstig sjúkraliða. Neyðarástand og heilbrigðiskerfið Við höfum tekið undir orð samstarfsfélaga okkar úr öðrum heilbrigðisstéttum að auka þurfi fjármagn í heilbrigðiskerfið. Orð eins og neyðarástand og heilbrigðiskerfið heyrast of oft í sömu setningu. Auðvitað hefur Covid-faraldurinn sett mark sitt á starfsumhverfi sjúkraliða en vonandi gefst brátt tími til að huga að því hvaða lærdóma megi draga af reynslu síðustu ára. Á tímum faraldursins stóðu Íslendingar líkt og aðrir jarðarbúar frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Þá kom vel í ljós að fátt er mikilvægara í augum þjóðarinnar en heilbrigðismálin. Þjóðin beinlínis kallar eftir því að stjórnvöld geri mun betur á þeim vettvangi en gert hefur verið. Hækkandi lífaldur þjóðarinnar og framfarir í læknavísindum kalla sömuleiðis óhjákvæmilega á aukið fjármagn og betri mönnun á heilbrigðisstofnunum. Við þessu þurfa stjórnvöld að bregðast. Hvað segja tölurnar? Nýverið var kynnt ný fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar upp 6.000 milljarða króna. Í þessu lykilplaggi kemur framtíðarsýn stjórnvalda skýrlega í ljós. Árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 nær því miður ekki að halda í árlega fjölgun landsmanna og öldrun þjóðarinnar, og því til viðbótar lækka útgjöld til sjúkrahúsþjónustu á síðasta ári áætlunarinnar. Þá munu framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu beinlínis lækka á næstu fimm árin, þrátt fyrir mikla fjölgun eldri borgara. Í þessu sama skjali kemur skýrt fram að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé „ein af stærstu áskorununum“ og það þurfi að „fjölga heilbrigðisstarfsfólki“. Sömuleiðis segir í þessari áætlun að „mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks“. Ef þetta eru markmið stjórnvalda, af hverju birtast þau ekki í tölum fjármálaáætlunarinnar? Áfram gakk Sjúkraliðar bundust samtökum fyrir áratugum síðan og hafa unnið markvisst að því að bæta kjör sín og aðstæður. Við berjumst fyrir betri heilbrigðisþjónustu fyrir okkur öll. Við vitum að heilbrigðiskerfið, hjúkrunarheimilin, endurhæfingin og heimahjúkrunin er lítið annað en það fólk sem þar vinnur, eða fólkð sem þarf á þjónustunni að halda. Með hækkandi sól og sjálfstraust mikilvægrar stéttar förum við saman í sumarið og inn í spennandi vetur þar sem kjaramálin okkar verða í forgrunni. Nú er lag! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun