Kvenna-kjarasamningar! Sandra B. Franks skrifar 12. maí 2022 10:15 Hver er stéttin sem alltof fáir þekkja en flestir munu kynnast einhvern tímann á lífsleiðinni? Hver er stéttin sem stendur þér við hlið á þínum viðkvæmasta tíma í lífinu? Hver er stéttin sem kemur jafnvel heim til þín, en vinnur einnig á hátæknivæðasta vinnustað landsins? Hver er stéttin sem vinnur allan sólahringinn, alla daga ársins, líka á jólum og á páskum? - Þið munið senn hitta okkur, því við erum sjúkraliðar! Kynskiptur vinnumarkaður sem skilar sér í lægri launum fyrir konur en karla er vond staðreynd. Um 98% af okkur eru konur. Sjúkraliðum er því mikið í mun að útrýma þessum launamun. Við og samfélagið allt þarf að ákveða að verðmæti starfa sé metið að jöfnu hvort heldur sem konur eða karlar sinni þeim. Þetta er eitt stærsta jafnréttisverkefni samtímans. Það er því tímabært að tileinka næstu kjarasamningum kvennastéttum. Við störfum í síbreyttu vinnuumhverfi, og því berjumst við fyrir aukinni símenntun og viðbótarmenntun. Nú styttist í fyrsta útskriftarárgang sjúkraliða úr diplómanámi við Háskólann á Akureyri. Það skiptir miklu máli að vinnustaðir taki vel á móti þessu frábæra starfsfólki. Stjórnendur heilbrigðisstofnana þurfa því að þróa frekari starfsleiðir og starfsmöguleika í samræmi við hækkað menntunarstig sjúkraliða. Neyðarástand og heilbrigðiskerfið Við höfum tekið undir orð samstarfsfélaga okkar úr öðrum heilbrigðisstéttum að auka þurfi fjármagn í heilbrigðiskerfið. Orð eins og neyðarástand og heilbrigðiskerfið heyrast of oft í sömu setningu. Auðvitað hefur Covid-faraldurinn sett mark sitt á starfsumhverfi sjúkraliða en vonandi gefst brátt tími til að huga að því hvaða lærdóma megi draga af reynslu síðustu ára. Á tímum faraldursins stóðu Íslendingar líkt og aðrir jarðarbúar frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Þá kom vel í ljós að fátt er mikilvægara í augum þjóðarinnar en heilbrigðismálin. Þjóðin beinlínis kallar eftir því að stjórnvöld geri mun betur á þeim vettvangi en gert hefur verið. Hækkandi lífaldur þjóðarinnar og framfarir í læknavísindum kalla sömuleiðis óhjákvæmilega á aukið fjármagn og betri mönnun á heilbrigðisstofnunum. Við þessu þurfa stjórnvöld að bregðast. Hvað segja tölurnar? Nýverið var kynnt ný fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar upp 6.000 milljarða króna. Í þessu lykilplaggi kemur framtíðarsýn stjórnvalda skýrlega í ljós. Árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 nær því miður ekki að halda í árlega fjölgun landsmanna og öldrun þjóðarinnar, og því til viðbótar lækka útgjöld til sjúkrahúsþjónustu á síðasta ári áætlunarinnar. Þá munu framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu beinlínis lækka á næstu fimm árin, þrátt fyrir mikla fjölgun eldri borgara. Í þessu sama skjali kemur skýrt fram að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé „ein af stærstu áskorununum“ og það þurfi að „fjölga heilbrigðisstarfsfólki“. Sömuleiðis segir í þessari áætlun að „mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks“. Ef þetta eru markmið stjórnvalda, af hverju birtast þau ekki í tölum fjármálaáætlunarinnar? Áfram gakk Sjúkraliðar bundust samtökum fyrir áratugum síðan og hafa unnið markvisst að því að bæta kjör sín og aðstæður. Við berjumst fyrir betri heilbrigðisþjónustu fyrir okkur öll. Við vitum að heilbrigðiskerfið, hjúkrunarheimilin, endurhæfingin og heimahjúkrunin er lítið annað en það fólk sem þar vinnur, eða fólkð sem þarf á þjónustunni að halda. Með hækkandi sól og sjálfstraust mikilvægrar stéttar förum við saman í sumarið og inn í spennandi vetur þar sem kjaramálin okkar verða í forgrunni. Nú er lag! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Hver er stéttin sem alltof fáir þekkja en flestir munu kynnast einhvern tímann á lífsleiðinni? Hver er stéttin sem stendur þér við hlið á þínum viðkvæmasta tíma í lífinu? Hver er stéttin sem kemur jafnvel heim til þín, en vinnur einnig á hátæknivæðasta vinnustað landsins? Hver er stéttin sem vinnur allan sólahringinn, alla daga ársins, líka á jólum og á páskum? - Þið munið senn hitta okkur, því við erum sjúkraliðar! Kynskiptur vinnumarkaður sem skilar sér í lægri launum fyrir konur en karla er vond staðreynd. Um 98% af okkur eru konur. Sjúkraliðum er því mikið í mun að útrýma þessum launamun. Við og samfélagið allt þarf að ákveða að verðmæti starfa sé metið að jöfnu hvort heldur sem konur eða karlar sinni þeim. Þetta er eitt stærsta jafnréttisverkefni samtímans. Það er því tímabært að tileinka næstu kjarasamningum kvennastéttum. Við störfum í síbreyttu vinnuumhverfi, og því berjumst við fyrir aukinni símenntun og viðbótarmenntun. Nú styttist í fyrsta útskriftarárgang sjúkraliða úr diplómanámi við Háskólann á Akureyri. Það skiptir miklu máli að vinnustaðir taki vel á móti þessu frábæra starfsfólki. Stjórnendur heilbrigðisstofnana þurfa því að þróa frekari starfsleiðir og starfsmöguleika í samræmi við hækkað menntunarstig sjúkraliða. Neyðarástand og heilbrigðiskerfið Við höfum tekið undir orð samstarfsfélaga okkar úr öðrum heilbrigðisstéttum að auka þurfi fjármagn í heilbrigðiskerfið. Orð eins og neyðarástand og heilbrigðiskerfið heyrast of oft í sömu setningu. Auðvitað hefur Covid-faraldurinn sett mark sitt á starfsumhverfi sjúkraliða en vonandi gefst brátt tími til að huga að því hvaða lærdóma megi draga af reynslu síðustu ára. Á tímum faraldursins stóðu Íslendingar líkt og aðrir jarðarbúar frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Þá kom vel í ljós að fátt er mikilvægara í augum þjóðarinnar en heilbrigðismálin. Þjóðin beinlínis kallar eftir því að stjórnvöld geri mun betur á þeim vettvangi en gert hefur verið. Hækkandi lífaldur þjóðarinnar og framfarir í læknavísindum kalla sömuleiðis óhjákvæmilega á aukið fjármagn og betri mönnun á heilbrigðisstofnunum. Við þessu þurfa stjórnvöld að bregðast. Hvað segja tölurnar? Nýverið var kynnt ný fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar upp 6.000 milljarða króna. Í þessu lykilplaggi kemur framtíðarsýn stjórnvalda skýrlega í ljós. Árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 nær því miður ekki að halda í árlega fjölgun landsmanna og öldrun þjóðarinnar, og því til viðbótar lækka útgjöld til sjúkrahúsþjónustu á síðasta ári áætlunarinnar. Þá munu framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu beinlínis lækka á næstu fimm árin, þrátt fyrir mikla fjölgun eldri borgara. Í þessu sama skjali kemur skýrt fram að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé „ein af stærstu áskorununum“ og það þurfi að „fjölga heilbrigðisstarfsfólki“. Sömuleiðis segir í þessari áætlun að „mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks“. Ef þetta eru markmið stjórnvalda, af hverju birtast þau ekki í tölum fjármálaáætlunarinnar? Áfram gakk Sjúkraliðar bundust samtökum fyrir áratugum síðan og hafa unnið markvisst að því að bæta kjör sín og aðstæður. Við berjumst fyrir betri heilbrigðisþjónustu fyrir okkur öll. Við vitum að heilbrigðiskerfið, hjúkrunarheimilin, endurhæfingin og heimahjúkrunin er lítið annað en það fólk sem þar vinnur, eða fólkð sem þarf á þjónustunni að halda. Með hækkandi sól og sjálfstraust mikilvægrar stéttar förum við saman í sumarið og inn í spennandi vetur þar sem kjaramálin okkar verða í forgrunni. Nú er lag! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun