Kvenna-kjarasamningar! Sandra B. Franks skrifar 12. maí 2022 10:15 Hver er stéttin sem alltof fáir þekkja en flestir munu kynnast einhvern tímann á lífsleiðinni? Hver er stéttin sem stendur þér við hlið á þínum viðkvæmasta tíma í lífinu? Hver er stéttin sem kemur jafnvel heim til þín, en vinnur einnig á hátæknivæðasta vinnustað landsins? Hver er stéttin sem vinnur allan sólahringinn, alla daga ársins, líka á jólum og á páskum? - Þið munið senn hitta okkur, því við erum sjúkraliðar! Kynskiptur vinnumarkaður sem skilar sér í lægri launum fyrir konur en karla er vond staðreynd. Um 98% af okkur eru konur. Sjúkraliðum er því mikið í mun að útrýma þessum launamun. Við og samfélagið allt þarf að ákveða að verðmæti starfa sé metið að jöfnu hvort heldur sem konur eða karlar sinni þeim. Þetta er eitt stærsta jafnréttisverkefni samtímans. Það er því tímabært að tileinka næstu kjarasamningum kvennastéttum. Við störfum í síbreyttu vinnuumhverfi, og því berjumst við fyrir aukinni símenntun og viðbótarmenntun. Nú styttist í fyrsta útskriftarárgang sjúkraliða úr diplómanámi við Háskólann á Akureyri. Það skiptir miklu máli að vinnustaðir taki vel á móti þessu frábæra starfsfólki. Stjórnendur heilbrigðisstofnana þurfa því að þróa frekari starfsleiðir og starfsmöguleika í samræmi við hækkað menntunarstig sjúkraliða. Neyðarástand og heilbrigðiskerfið Við höfum tekið undir orð samstarfsfélaga okkar úr öðrum heilbrigðisstéttum að auka þurfi fjármagn í heilbrigðiskerfið. Orð eins og neyðarástand og heilbrigðiskerfið heyrast of oft í sömu setningu. Auðvitað hefur Covid-faraldurinn sett mark sitt á starfsumhverfi sjúkraliða en vonandi gefst brátt tími til að huga að því hvaða lærdóma megi draga af reynslu síðustu ára. Á tímum faraldursins stóðu Íslendingar líkt og aðrir jarðarbúar frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Þá kom vel í ljós að fátt er mikilvægara í augum þjóðarinnar en heilbrigðismálin. Þjóðin beinlínis kallar eftir því að stjórnvöld geri mun betur á þeim vettvangi en gert hefur verið. Hækkandi lífaldur þjóðarinnar og framfarir í læknavísindum kalla sömuleiðis óhjákvæmilega á aukið fjármagn og betri mönnun á heilbrigðisstofnunum. Við þessu þurfa stjórnvöld að bregðast. Hvað segja tölurnar? Nýverið var kynnt ný fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar upp 6.000 milljarða króna. Í þessu lykilplaggi kemur framtíðarsýn stjórnvalda skýrlega í ljós. Árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 nær því miður ekki að halda í árlega fjölgun landsmanna og öldrun þjóðarinnar, og því til viðbótar lækka útgjöld til sjúkrahúsþjónustu á síðasta ári áætlunarinnar. Þá munu framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu beinlínis lækka á næstu fimm árin, þrátt fyrir mikla fjölgun eldri borgara. Í þessu sama skjali kemur skýrt fram að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé „ein af stærstu áskorununum“ og það þurfi að „fjölga heilbrigðisstarfsfólki“. Sömuleiðis segir í þessari áætlun að „mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks“. Ef þetta eru markmið stjórnvalda, af hverju birtast þau ekki í tölum fjármálaáætlunarinnar? Áfram gakk Sjúkraliðar bundust samtökum fyrir áratugum síðan og hafa unnið markvisst að því að bæta kjör sín og aðstæður. Við berjumst fyrir betri heilbrigðisþjónustu fyrir okkur öll. Við vitum að heilbrigðiskerfið, hjúkrunarheimilin, endurhæfingin og heimahjúkrunin er lítið annað en það fólk sem þar vinnur, eða fólkð sem þarf á þjónustunni að halda. Með hækkandi sól og sjálfstraust mikilvægrar stéttar förum við saman í sumarið og inn í spennandi vetur þar sem kjaramálin okkar verða í forgrunni. Nú er lag! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hver er stéttin sem alltof fáir þekkja en flestir munu kynnast einhvern tímann á lífsleiðinni? Hver er stéttin sem stendur þér við hlið á þínum viðkvæmasta tíma í lífinu? Hver er stéttin sem kemur jafnvel heim til þín, en vinnur einnig á hátæknivæðasta vinnustað landsins? Hver er stéttin sem vinnur allan sólahringinn, alla daga ársins, líka á jólum og á páskum? - Þið munið senn hitta okkur, því við erum sjúkraliðar! Kynskiptur vinnumarkaður sem skilar sér í lægri launum fyrir konur en karla er vond staðreynd. Um 98% af okkur eru konur. Sjúkraliðum er því mikið í mun að útrýma þessum launamun. Við og samfélagið allt þarf að ákveða að verðmæti starfa sé metið að jöfnu hvort heldur sem konur eða karlar sinni þeim. Þetta er eitt stærsta jafnréttisverkefni samtímans. Það er því tímabært að tileinka næstu kjarasamningum kvennastéttum. Við störfum í síbreyttu vinnuumhverfi, og því berjumst við fyrir aukinni símenntun og viðbótarmenntun. Nú styttist í fyrsta útskriftarárgang sjúkraliða úr diplómanámi við Háskólann á Akureyri. Það skiptir miklu máli að vinnustaðir taki vel á móti þessu frábæra starfsfólki. Stjórnendur heilbrigðisstofnana þurfa því að þróa frekari starfsleiðir og starfsmöguleika í samræmi við hækkað menntunarstig sjúkraliða. Neyðarástand og heilbrigðiskerfið Við höfum tekið undir orð samstarfsfélaga okkar úr öðrum heilbrigðisstéttum að auka þurfi fjármagn í heilbrigðiskerfið. Orð eins og neyðarástand og heilbrigðiskerfið heyrast of oft í sömu setningu. Auðvitað hefur Covid-faraldurinn sett mark sitt á starfsumhverfi sjúkraliða en vonandi gefst brátt tími til að huga að því hvaða lærdóma megi draga af reynslu síðustu ára. Á tímum faraldursins stóðu Íslendingar líkt og aðrir jarðarbúar frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Þá kom vel í ljós að fátt er mikilvægara í augum þjóðarinnar en heilbrigðismálin. Þjóðin beinlínis kallar eftir því að stjórnvöld geri mun betur á þeim vettvangi en gert hefur verið. Hækkandi lífaldur þjóðarinnar og framfarir í læknavísindum kalla sömuleiðis óhjákvæmilega á aukið fjármagn og betri mönnun á heilbrigðisstofnunum. Við þessu þurfa stjórnvöld að bregðast. Hvað segja tölurnar? Nýverið var kynnt ný fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar upp 6.000 milljarða króna. Í þessu lykilplaggi kemur framtíðarsýn stjórnvalda skýrlega í ljós. Árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 nær því miður ekki að halda í árlega fjölgun landsmanna og öldrun þjóðarinnar, og því til viðbótar lækka útgjöld til sjúkrahúsþjónustu á síðasta ári áætlunarinnar. Þá munu framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu beinlínis lækka á næstu fimm árin, þrátt fyrir mikla fjölgun eldri borgara. Í þessu sama skjali kemur skýrt fram að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé „ein af stærstu áskorununum“ og það þurfi að „fjölga heilbrigðisstarfsfólki“. Sömuleiðis segir í þessari áætlun að „mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks“. Ef þetta eru markmið stjórnvalda, af hverju birtast þau ekki í tölum fjármálaáætlunarinnar? Áfram gakk Sjúkraliðar bundust samtökum fyrir áratugum síðan og hafa unnið markvisst að því að bæta kjör sín og aðstæður. Við berjumst fyrir betri heilbrigðisþjónustu fyrir okkur öll. Við vitum að heilbrigðiskerfið, hjúkrunarheimilin, endurhæfingin og heimahjúkrunin er lítið annað en það fólk sem þar vinnur, eða fólkð sem þarf á þjónustunni að halda. Með hækkandi sól og sjálfstraust mikilvægrar stéttar förum við saman í sumarið og inn í spennandi vetur þar sem kjaramálin okkar verða í forgrunni. Nú er lag! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar