Mun leiða starfshóp um forvarnir og viðbrögð við áföllum í lífi barna Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2022 14:23 Brynja Dan Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri og varaþingmaður Framsóknarflokksins. Stjr Brynja Dan Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri og varaþingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða sérstakan starfshóp Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra um forvarnir og viðbrögð við áföllum í lífi barna. Frá þessu segir á vef mennta-og barnamálaráðuneytisins. Segir að hlutverk starfshópsins sé að kortleggja aðstæður sem líklegar séu til þess að valda alvarlegu áfalli í lífi barns eða aðstandanda þess. „Starfshópurinn mun greina þjónustuþörf og nauðsynleg úrræði sem gætu dregið úr líkum á áföllum eða áhrifum áfalla og koma með tillögur að úrbótum þvert á þjónustukerfi. Vinnan er þáttur í innleiðingu löggjafar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Rannsóknir sýna að áföll í æsku hafa forspárgildi um líkamlega og andlega heilsu síðar á ævinni. Börn sem upplifa áföll í æsku eru m.a. í aukinni áhættu er varðar geðrænan vanda, áhættuhegðun, aukna lyfjanotkun og líkamlega sjúkdóma á fullorðinsárum. Áföll foreldra og náinna aðstandenda sem valda börnum ójafnvægi eða vanlíðan geta haft áhrif á getu þeirra til að sinna barni og bregðast við líðan þess og þörfum. Mikilvægt er að huga að börnunum samhliða forvörnum og fyrirbyggjandi aðgerðum. Skoða þarf hvernig hægt er að stíga inn með markvissri og viðeigandi aðstoð börn og fjölskyldur þeirra þegar áfall hefur eða er að fara að eiga sér stað. Með því er hægt að lágmarka þau alvarlegu og langvarandi áhrif sem áfall getur haft og veita börnum og aðstandendum verkfæri til þess að glíma við erfiðar aðstæður. Brynja, sem er framkvæmdastjóri og varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur mikla reynslu af málefnum barna og situr m.a. í stjórnum Barnaheilla og Íslenskrar ættleiðingar,“ segir í tilkynningunni. Ennfremur segir að starfshópurinn verði skipaður fagfólki, fulltrúum þeirra ráðuneyta og annarra aðila sem komi að þjónustu við börn. Áhersla verði á víðtækt samráð við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra og er gert ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögum fyrir lok árs 2022. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Réttindi barna Félagsmál Börn og uppeldi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Frá þessu segir á vef mennta-og barnamálaráðuneytisins. Segir að hlutverk starfshópsins sé að kortleggja aðstæður sem líklegar séu til þess að valda alvarlegu áfalli í lífi barns eða aðstandanda þess. „Starfshópurinn mun greina þjónustuþörf og nauðsynleg úrræði sem gætu dregið úr líkum á áföllum eða áhrifum áfalla og koma með tillögur að úrbótum þvert á þjónustukerfi. Vinnan er þáttur í innleiðingu löggjafar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Rannsóknir sýna að áföll í æsku hafa forspárgildi um líkamlega og andlega heilsu síðar á ævinni. Börn sem upplifa áföll í æsku eru m.a. í aukinni áhættu er varðar geðrænan vanda, áhættuhegðun, aukna lyfjanotkun og líkamlega sjúkdóma á fullorðinsárum. Áföll foreldra og náinna aðstandenda sem valda börnum ójafnvægi eða vanlíðan geta haft áhrif á getu þeirra til að sinna barni og bregðast við líðan þess og þörfum. Mikilvægt er að huga að börnunum samhliða forvörnum og fyrirbyggjandi aðgerðum. Skoða þarf hvernig hægt er að stíga inn með markvissri og viðeigandi aðstoð börn og fjölskyldur þeirra þegar áfall hefur eða er að fara að eiga sér stað. Með því er hægt að lágmarka þau alvarlegu og langvarandi áhrif sem áfall getur haft og veita börnum og aðstandendum verkfæri til þess að glíma við erfiðar aðstæður. Brynja, sem er framkvæmdastjóri og varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur mikla reynslu af málefnum barna og situr m.a. í stjórnum Barnaheilla og Íslenskrar ættleiðingar,“ segir í tilkynningunni. Ennfremur segir að starfshópurinn verði skipaður fagfólki, fulltrúum þeirra ráðuneyta og annarra aðila sem komi að þjónustu við börn. Áhersla verði á víðtækt samráð við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra og er gert ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögum fyrir lok árs 2022.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Réttindi barna Félagsmál Börn og uppeldi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira