Ungt fólk til áhrifa í Múlaþingi Hópur frambjóðenda Sjálfstæðisflokks í Múlaþingi skrifar 11. maí 2022 13:01 Í Já eða nei í Kastljósi síðastliðinn mánudag kom afdráttarlaust fram hjá öllum framboðum að ekki er gert nóg fyrir unga fólkið í Múlaþingi. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera betur fyrir unga fólkið. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að koma til móts við ungt fólk í Múlaþingi meðal annars með því að beita sér fyrir því að háskólasetur verði stofnað á Austurlandi, ljúka við innleiðingu barnvæns sveitarfélags, tryggja börnum dagvistun frá 12 mánaða aldri og bjóða upp á hvata til húsnæðisbygginga. Þessi upptalning er einungis brot af því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn ætlar koma til móts við ungt fólk í Múlaþingi. Til viðbótar er til dæmis hægt að nefna þróun frístundastyrkjar og fleira og fleira. Við vitum öll að það er nauðsynlegt að hafa reynslu í bland við nýtt fólk á lista sem er fullt af eldmóði. Með fullri virðingu fyrir reynslumeira fólki en hvernig veit það hvað við unga fólkið viljum og okkar þarfir? Það er ekkert stórmál að lista upp stefnumál sem höfða til ungs fólks og lítur vel út á blaði. Það er hins vegar á ábyrgð frambjóðendanna sjálfra að sjá til þess að byggja upp stefnuskrá og sjá til þess að henni sé framfylgt. Hverjir eru betri að framfylgja málefnum ungs fólks en það sjálft? Fulltrúar unga fólksins í Sjálfstæðisflokknum í Múlaþingi eru með sterka rödd og hafa fundið að á það er hlustað. Það kemur því ekki á óvart að í samantekt sem Ungt Austurland gerði á dögunum að Sjálfstæðisflokkurinn í Múlaþingi stendur sig langbest þegar horft er til ungs fólks í framboði. Af 22 frambjóðendum eru tólf 40 ára eða yngri. Ungt Austurland eru félagasamtök einstaklinga á aldrinum 18-40 ára. Tilgangur félagsins er að gera Austurland að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólk, auðga umræðu um byggðarþróun á Austurlandi og vera öflugur málsvari ungs fólks á Austurlandi. Frambjóðendurnir tólf, sex karlar og sex konur, koma frá öllum byggðakjörnum og eru með fjölbreyttan bakgrunn. Stefnumál Sjálfstæðisflokksins eru því ekki bara í orði heldur líka á borði og erum við fulltrúar unga fólksins stoltir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi. Við erum tilbúin að láta rödd okkar heyrast og tryggja að stefnumálum okkar sé framfylgt fyrir okkur öll. Það verður best tryggt með því að setja X við D á kjördag og tryggja formanni ungmennaráðs Múlaþings, Einari Frey Guðmundssyni, sæti í sveitarstjórn. Höfundar eru: Guðný Lára Guðrúnardóttir, 3. sæti. Einar Freyr Guðmundsson, 5. sæti. Sunna Dögg Markvad Guðjónsdóttir, 6. sæti. Sylvía Ösp Jónsdóttir, 8. sæti. Claudia Trinidad Gomez Vides, 9. sæti Björgvin Stefán Pétursson, 10. sæti. Bjarki Sólon Daníelsson, 11. sæti. Davíð Þór Sigurðarson, 12. sæti. Kristófer Dan Stefánsson, 13. sæti. Herdís Magna Gunnarsdóttir, 14. sæti. Oddný Björk Daníelsdóttir, 16. sæti. Vignir Freyr Magnússon, 21. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Múlaþing Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í Já eða nei í Kastljósi síðastliðinn mánudag kom afdráttarlaust fram hjá öllum framboðum að ekki er gert nóg fyrir unga fólkið í Múlaþingi. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera betur fyrir unga fólkið. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að koma til móts við ungt fólk í Múlaþingi meðal annars með því að beita sér fyrir því að háskólasetur verði stofnað á Austurlandi, ljúka við innleiðingu barnvæns sveitarfélags, tryggja börnum dagvistun frá 12 mánaða aldri og bjóða upp á hvata til húsnæðisbygginga. Þessi upptalning er einungis brot af því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn ætlar koma til móts við ungt fólk í Múlaþingi. Til viðbótar er til dæmis hægt að nefna þróun frístundastyrkjar og fleira og fleira. Við vitum öll að það er nauðsynlegt að hafa reynslu í bland við nýtt fólk á lista sem er fullt af eldmóði. Með fullri virðingu fyrir reynslumeira fólki en hvernig veit það hvað við unga fólkið viljum og okkar þarfir? Það er ekkert stórmál að lista upp stefnumál sem höfða til ungs fólks og lítur vel út á blaði. Það er hins vegar á ábyrgð frambjóðendanna sjálfra að sjá til þess að byggja upp stefnuskrá og sjá til þess að henni sé framfylgt. Hverjir eru betri að framfylgja málefnum ungs fólks en það sjálft? Fulltrúar unga fólksins í Sjálfstæðisflokknum í Múlaþingi eru með sterka rödd og hafa fundið að á það er hlustað. Það kemur því ekki á óvart að í samantekt sem Ungt Austurland gerði á dögunum að Sjálfstæðisflokkurinn í Múlaþingi stendur sig langbest þegar horft er til ungs fólks í framboði. Af 22 frambjóðendum eru tólf 40 ára eða yngri. Ungt Austurland eru félagasamtök einstaklinga á aldrinum 18-40 ára. Tilgangur félagsins er að gera Austurland að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólk, auðga umræðu um byggðarþróun á Austurlandi og vera öflugur málsvari ungs fólks á Austurlandi. Frambjóðendurnir tólf, sex karlar og sex konur, koma frá öllum byggðakjörnum og eru með fjölbreyttan bakgrunn. Stefnumál Sjálfstæðisflokksins eru því ekki bara í orði heldur líka á borði og erum við fulltrúar unga fólksins stoltir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi. Við erum tilbúin að láta rödd okkar heyrast og tryggja að stefnumálum okkar sé framfylgt fyrir okkur öll. Það verður best tryggt með því að setja X við D á kjördag og tryggja formanni ungmennaráðs Múlaþings, Einari Frey Guðmundssyni, sæti í sveitarstjórn. Höfundar eru: Guðný Lára Guðrúnardóttir, 3. sæti. Einar Freyr Guðmundsson, 5. sæti. Sunna Dögg Markvad Guðjónsdóttir, 6. sæti. Sylvía Ösp Jónsdóttir, 8. sæti. Claudia Trinidad Gomez Vides, 9. sæti Björgvin Stefán Pétursson, 10. sæti. Bjarki Sólon Daníelsson, 11. sæti. Davíð Þór Sigurðarson, 12. sæti. Kristófer Dan Stefánsson, 13. sæti. Herdís Magna Gunnarsdóttir, 14. sæti. Oddný Björk Daníelsdóttir, 16. sæti. Vignir Freyr Magnússon, 21. sæti.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar