AGS: Aðgerðir stjórnvalda þurfi að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. maí 2022 10:40 AGS telur að einföldun regluverks við byggingu íbúðahúsnæðis geti gert húsnæðisverð aðgengilegra fyrir fleiri. Vísir/Vilhelm. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í áliti sendinefndarinnar á stöðu og horfum íslensks efnahagslífs, sem gefið var út í dag. Sendinefnd sjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Um reglubundna heimsókn er að ræða sem hluti af árlegri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu og horfum í íslensku efnahagslífi. Sendinefndin greindi frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík í morgun. Horfa má á upptöku frá fundinn hér að neðan. Í álitinu kemur fram að nefndin telji að íslenskt efnahagslíf hafi tekist ágætlega að glíma við fjölmörg áföll frá árinu 2019. Horfur í efnahagslífinu sé jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Í ágætri stöðu Að mati sjóðsins tengist óvissan einkum alþjóðlegum efnahagsáhrifum stríðsins í Úkraínu, samdrætti í efnahagi á heimsvísu sem og kórónuveirufaraldrinum. Segir þó í áliti sjóðsins að íslenski efnahagurinn sé í ágætri stöðu til að takast á við mögulega neikvæða þróun tengda þessum þáttum. Aðgerða þörf til að takast á við verðsveiflur húsnæðis Í áliti sendinefndarinnar er sérstaklega vikið að stöðu húsnæðismarkaðarins hér á landi þar sem fram kemur að skörp hækkun húsnæðisverðs hér á landi að undanförnu sé áhættuþáttur. Skörp leiðrétting húsnæðisverðs gæti veikt efnahagsreikninga heimila og fjármálageirans. Hækkun húsnæðisverðs hafi einnig haft neikvæð áhrif á getu fólks til að kaupa eigið húsnæði, sér í lagi fyrir yngra fólk og þá sem tekjulægri eru. Vel útfærðar og samræmdar aðgerðir séu nauðsynlegar til að takast á við húsnæðisverðssveifluna. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hitti sendinefndina á dögunum. Iva Petrova, til hægri við Lilju, fór fyrir nefndinni.Stjórnarráðið. Endurhanna ætti stuðning hins opinbera í húsnæðismálum. Markvissari stuðningur við fólk á leigumarkaði og áframhaldandi fjárfesting í félagslegu húsnæði ætti að stuðla að hagkvæmara leiguverði, að mati sendinefndarinnar. Gagnsæi og jafnræði skipta sköpum við sölu á bönkum í ríkiseigu Í áliti sendinefndarinnar kemur fram að það ætti að vera eitt af lykilverkefnum íslensku ríkisstjórnarinnar að tryggja að eigendur banka hér á landi séu hæfir. Er þar vísað í að ekki sé langt síðan íslenska bankakerfið féll á einu bretti árið 2008. Iva Petrova, formaður sendinefndar AGS.Vísir/Arnar Gagnsæi og jafnræði skipti sköpum til þess að varðveita trúverðugleika allra sem í hlut eiga við sölu á bönkum í ríkiseigu. Setja ætti skilyrði fyrir þátttöku fjárfesta og viðmið fyrir hæfi þeirra í regluverki er snýr að sölu banka í ríkiseigu til þess draga úr orðspors- og stöðugleikaáhættu fyrir ríkið og fjármálakerfið. Í þessu samhengi ætti Seðlabankinn að fara yfir framtíðaráform um sölu banka í ríkiseigu til þess að tryggja að gætt verði að hæfi og heilindum mögulegra fjárfesta og að tekið sé með viðunandi hætti á öðrum varúðartengdum þáttum, segir í áliti nefndarinnar. Efnahagsmál Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Verðlag Salan á Íslandsbanka Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Bein útsending: AGS kynnir mat sitt á stöðu mála á Íslandi Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Sendinefndin greinir frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík. 11. maí 2022 09:44 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í áliti sendinefndarinnar á stöðu og horfum íslensks efnahagslífs, sem gefið var út í dag. Sendinefnd sjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Um reglubundna heimsókn er að ræða sem hluti af árlegri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu og horfum í íslensku efnahagslífi. Sendinefndin greindi frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík í morgun. Horfa má á upptöku frá fundinn hér að neðan. Í álitinu kemur fram að nefndin telji að íslenskt efnahagslíf hafi tekist ágætlega að glíma við fjölmörg áföll frá árinu 2019. Horfur í efnahagslífinu sé jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Í ágætri stöðu Að mati sjóðsins tengist óvissan einkum alþjóðlegum efnahagsáhrifum stríðsins í Úkraínu, samdrætti í efnahagi á heimsvísu sem og kórónuveirufaraldrinum. Segir þó í áliti sjóðsins að íslenski efnahagurinn sé í ágætri stöðu til að takast á við mögulega neikvæða þróun tengda þessum þáttum. Aðgerða þörf til að takast á við verðsveiflur húsnæðis Í áliti sendinefndarinnar er sérstaklega vikið að stöðu húsnæðismarkaðarins hér á landi þar sem fram kemur að skörp hækkun húsnæðisverðs hér á landi að undanförnu sé áhættuþáttur. Skörp leiðrétting húsnæðisverðs gæti veikt efnahagsreikninga heimila og fjármálageirans. Hækkun húsnæðisverðs hafi einnig haft neikvæð áhrif á getu fólks til að kaupa eigið húsnæði, sér í lagi fyrir yngra fólk og þá sem tekjulægri eru. Vel útfærðar og samræmdar aðgerðir séu nauðsynlegar til að takast á við húsnæðisverðssveifluna. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hitti sendinefndina á dögunum. Iva Petrova, til hægri við Lilju, fór fyrir nefndinni.Stjórnarráðið. Endurhanna ætti stuðning hins opinbera í húsnæðismálum. Markvissari stuðningur við fólk á leigumarkaði og áframhaldandi fjárfesting í félagslegu húsnæði ætti að stuðla að hagkvæmara leiguverði, að mati sendinefndarinnar. Gagnsæi og jafnræði skipta sköpum við sölu á bönkum í ríkiseigu Í áliti sendinefndarinnar kemur fram að það ætti að vera eitt af lykilverkefnum íslensku ríkisstjórnarinnar að tryggja að eigendur banka hér á landi séu hæfir. Er þar vísað í að ekki sé langt síðan íslenska bankakerfið féll á einu bretti árið 2008. Iva Petrova, formaður sendinefndar AGS.Vísir/Arnar Gagnsæi og jafnræði skipti sköpum til þess að varðveita trúverðugleika allra sem í hlut eiga við sölu á bönkum í ríkiseigu. Setja ætti skilyrði fyrir þátttöku fjárfesta og viðmið fyrir hæfi þeirra í regluverki er snýr að sölu banka í ríkiseigu til þess draga úr orðspors- og stöðugleikaáhættu fyrir ríkið og fjármálakerfið. Í þessu samhengi ætti Seðlabankinn að fara yfir framtíðaráform um sölu banka í ríkiseigu til þess að tryggja að gætt verði að hæfi og heilindum mögulegra fjárfesta og að tekið sé með viðunandi hætti á öðrum varúðartengdum þáttum, segir í áliti nefndarinnar.
Efnahagsmál Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Verðlag Salan á Íslandsbanka Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Bein útsending: AGS kynnir mat sitt á stöðu mála á Íslandi Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Sendinefndin greinir frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík. 11. maí 2022 09:44 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Bein útsending: AGS kynnir mat sitt á stöðu mála á Íslandi Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Sendinefndin greinir frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík. 11. maí 2022 09:44