Innlent

Sagðir vilja selja Fjaðrár­gljúfur á hundruð milljóna króna

Kjartan Kjartansson skrifar
Aðsókn ferðamanna í Fjaðrárgljúfur hefur verið mikil undanfarin ár en gljúfrið á meðal helstu náttúruperlna Suðurlands.
Aðsókn ferðamanna í Fjaðrárgljúfur hefur verið mikil undanfarin ár en gljúfrið á meðal helstu náttúruperlna Suðurlands. Vísir/Vilhelm

Eigendur jarðar sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir hafa samþykkt kauptilboð í hana sem er sagt hlaupa á 300 til 350 milljónum króna. Ríkið á forkaupsrétt á gljúfrinu en er sagt hafa skamman tíma til að ákveða hvort það neyti hans.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir því að kaupandi gljúfursins sé Íslendingar sem starfi í ferðaþjónustu. Magnús Leópoldsson, fasteignasali sem sér um söluna, segi hana þó enn í ferli.

Fjaðrárgljúfur er á meðal vinsælli ferðamannastaða á Suðurlandi. Umhverfisstofnun hefur annast það og lokaði aðgangi að því um tíma árið 2019 til að vernda gljúfrið fyrir ágangi ferðamanna sem streymdu þangað eftir að kanadíski skallapopparinn Justin Bieber birti myndir af sér við það.

Magnús segir ekkert liggja fyrir um að fyrir væntanlegum kaupanda vaki að hagnast með gjaldtöku við gljúfrið. Bílastæði hafa fram að þessu verið gjaldfrjáls og ekki þarf að greiða fyrir að skoða gljúfrið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×