Leita manns sem sakaður er um að hafa benslað bremsur ótal hjóla Eiður Þór Árnason skrifar 9. maí 2022 20:03 Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, deildi myndinni í tveimur stórum Facebook-hópum í kvöld. Samsett Framkvæmdastjóri Hopp í Reykjavík biðlar til manns sem grunaður er um að stunda stórfelld skemmdarverk á rafhlaupahjólum fyrirtækisins um að gefa sig fram. Maðurinn er sagður hafa stundað það lengi að bensla bremsur fastar á hjólunum með dragböndum og þannig gert þau ónothæf. Óttast stjórnendur að aðgerðir hans geti stefnt öryggi notenda í hættu. „Við erum bara að auglýsa eftir honum því okkur langar að hitta hann. Hann er greinilega mjög reiður út í okkur og mig langar að vita af hverju hann er að gera þetta,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, í samtali við Vísi. Bensl koma í ólíkum litum og stærðum.Kemi.is Skemmdarverkin hafi staðið yfir í rúmt ár og dæmi um að tíu slík rafhlaupahjól finnist á sólarhring. „Ég er bara hrædd um að þetta eigi eftir að valda einhverjum skaða. Að einhver skanni hjólið, taki ekki eftir þessu í myrkri og byrji svo að reyna að hjóla af stað. Ég veit ekki hvort viðkomandi gæti hreinlega bara slasað sig af því að bremsan er í rauninni bensluföst,“ bætir hún við. Noti sífellt þykkari bensli Sæunn segir skemmdarverkin valda ýmsum ama fyrir starfsfólk Hopps sem þurfi að elta uppi hlaupahjólin sem búið sé að eiga við og klippa á dragböndin. „Hann er alltaf að setja þykkari og þykkari bensli þannig að við þurfum alltaf að kaupa nýjar og nýjar klippur.“ Sæunn segir að fyrst núna hafi hún fengið myndir af einstaklingi stunda þennan verknað og því ákveðið að auglýsa eftir honum. Umræddur einstaklingur var á reiðhjóli og er framkvæmdastjórinn því viss um að fleira sameini þau en sundri. Rafhlaupahjól hafa notið aukinna vinsælda á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar „Ég vil bara hitta kauða. Hann er hjólreiðamaður þannig að við erum að bera út sama boðskapinn. Við viljum ferðast um á umhverfisvænan hátt og hvort við getum ekki eitthvað unnið saman að breyttri og bættri borg frekar en að hann sé að valda svona skemmdarverkum á skútunum okkar.“ Sæunn bætir við að Hopp Reykjavík hafi ekki áhuga á því að leita til lögreglu vegna málsins og vilji frekar leysa málið í sátt. Rafhlaupahjól Reykjavík Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
„Við erum bara að auglýsa eftir honum því okkur langar að hitta hann. Hann er greinilega mjög reiður út í okkur og mig langar að vita af hverju hann er að gera þetta,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, í samtali við Vísi. Bensl koma í ólíkum litum og stærðum.Kemi.is Skemmdarverkin hafi staðið yfir í rúmt ár og dæmi um að tíu slík rafhlaupahjól finnist á sólarhring. „Ég er bara hrædd um að þetta eigi eftir að valda einhverjum skaða. Að einhver skanni hjólið, taki ekki eftir þessu í myrkri og byrji svo að reyna að hjóla af stað. Ég veit ekki hvort viðkomandi gæti hreinlega bara slasað sig af því að bremsan er í rauninni bensluföst,“ bætir hún við. Noti sífellt þykkari bensli Sæunn segir skemmdarverkin valda ýmsum ama fyrir starfsfólk Hopps sem þurfi að elta uppi hlaupahjólin sem búið sé að eiga við og klippa á dragböndin. „Hann er alltaf að setja þykkari og þykkari bensli þannig að við þurfum alltaf að kaupa nýjar og nýjar klippur.“ Sæunn segir að fyrst núna hafi hún fengið myndir af einstaklingi stunda þennan verknað og því ákveðið að auglýsa eftir honum. Umræddur einstaklingur var á reiðhjóli og er framkvæmdastjórinn því viss um að fleira sameini þau en sundri. Rafhlaupahjól hafa notið aukinna vinsælda á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar „Ég vil bara hitta kauða. Hann er hjólreiðamaður þannig að við erum að bera út sama boðskapinn. Við viljum ferðast um á umhverfisvænan hátt og hvort við getum ekki eitthvað unnið saman að breyttri og bættri borg frekar en að hann sé að valda svona skemmdarverkum á skútunum okkar.“ Sæunn bætir við að Hopp Reykjavík hafi ekki áhuga á því að leita til lögreglu vegna málsins og vilji frekar leysa málið í sátt.
Rafhlaupahjól Reykjavík Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira