Allt bendir til að góðu hjarðónæmi hafi verið náð: „Við getum bara hrósað happi yfir þessari stöðu“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. maí 2022 20:36 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur að Íslendingar geti hrósað happi yfir stöðu faraldursins hér á landi. Bráðabirgðaniðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að hér sé komið gott hjarðónæmi en óljóst er hvort ráðast þurfi í útbreiddar bólusetningar í haust með fjórða skammt bóluefnis. Verulega hefur dregið úr fjölda þeirra sem greinast með Covid en um það bil 50 manns greinast nú daglega hér á landi. Fjórtán daga nýgengi á hverja hundrað þúsund íbúa hefur lækkað hratt og stendur nú í 249,3, samanborið við rúmlega 10.300 í mars þegar Covid var hámarki. Staðan á Landspítala er sömuleiðis töluvert betri í dag en þrír Covid sjúklingar voru inniliggjandi fyrir helgi. Fyrir aðeins mánuði síðan voru 22 inniliggjandi og fyrir tæplega tveimur mánuðum, um miðjan mars, voru þeir 88. „Staðan er bara mjög góð hér og það helgast bæði af útbreiddum bólusetningum og svo útbreiddu smiti ofan í þessar bólusetningar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Við höfum ekki verið með neinar takmarkanir núna frá því í lok febrúar þannig við getum bara hrósað happi yfir þessari stöðu.“ Samkvæmt upplýsingum á covid.is hafa nú 49,3 prósent landsmanna greinst með veiruna en líklega hafa töluvert fleiri smitast í raun. Niðurstöður úr rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnalæknis munu varpa skýrara ljósi á það að sögn Þórólfs. „Bráðabirgðarniðurstöður segja að það eru bara mjög margir sem að hafa smitast, eins og við vissum, sem að bendir til þess að við séum komin með gott hjarðónæmi og það er það sem að gerir það að verkum að við getum sloppið við takmarkanir,“ segir Þórólfur. Hann nefnir engar tölur í því samhengi þar sem verið er að lesa í niðurstöðurnar. „Það er bara allt sem að bendir til þess að við séum komin á mjög góðan stað með hjarðónæmið okkar sem við vorum að bíða eftir,“ segir hann. Staðan enn varhugaverð víða Víða annars staðar í heiminum er staðan þó ekki jafn góð og eru takmarkanir enn í gildi víða til að mynda í Asíu. Þá virðist faraldurinn vera í uppsveiflu í Bandaríkjunum og hafa yfirvöld varað við því að hundrað milljón manns gætu smitast í haust og vetur þar í landi. Staðan er því varhugaverð víða en aðspurður um hvort hann sjái fyrir sér að samkomutakmarkanir verði settar aftur á hér á landi í bráð segir Þórólfur að það gæti komið til þess, hvort sem er út af Covid eða öðrum veikindum. „Við þurfum algjörlega að vera klár á því að við munum á einhverjum tímapunkti fá nýjan heimsfaraldur af einhverjum toga, hvenær það gerist nákvæmlega er erfitt að segja,“ segir Þórólfur og vísar til að mynda til þess að beðið sé eftir inflúensufaraldri. „Að mínu mati þá þurfum við klárlega, ef við erum með alvarlegt smit í gangi, alvarlega sýkingu sem er að valda alvarlegum sjúkdómi, þá er ekkert annað í boði en að nýta þær aðgerðir sem að við höfum verið að nýta fram til þessa,“ segir hann enn fremur. Þá heyrast áhyggjuraddir um ný afbrigði kórónuveirunnar en nokkrir hafa greinst með BA5, undirafbrigði ómíkron, hér á landi. Sóttvarnalæknir telur þó ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því að ný afbrigði muni valda miklum skaða, þó það sé að vísu óljóst á þessum tíma. „Það sem að menn eru náttúrulega smeykastir við er ef það fara að koma ný afbrigði sem sleppa algerlega undan fyrri ónæmi og fara að valda alvarlegum veikindum, það er það sem menn eru hræddir við en mér finnst það nú frekar ólíklegt að það gerist,“ segir Þórólfur. Fjórði skammturinn líklega ekki fyrir alla Mörg lönd hafa verið að setja aukinn þunga í bólusetningar til að sporna gegn frekari útbreiðslu en á Íslandi hefur þátttakan verið mjög góð. 81 prósent landsmanna fimm ára og eldri hafa fengið alla vega tvo skammta og stór hluti þeirra hefur fengið þrjá skammta. Byrjað er að bólusetja einstaklinga yfir áttrætt með fjórða skammtinum og geta yngri einstaklingar sem telja sig sérstaklega næma fyrir alvarlegri sýkingu óskað eftir því, þó ekki sé hvatt til þess að svo stöddu. Ólíklegt er að öllum verði boðið upp á fjórða skammtinn. „En svo þurfum við að sjá hvað við þurfum að gera í haust til dæmis, þurfum við að fara af stað með útbreiddar bólusetningar og þá með hvaða bóluefni, það er óljóst á þessum tíma,“ segir Þórólfur. „Þetta helgast svolítið af því hvernig faraldurinn er, hvernig viðbrögðin verða.“ Eitt er þó víst, að Covid er alls ekki búið. „Á meðan þetta er í fullri sveiflu í mörgum löndum og í heiminum, þá komum við til með að fá ný afbrigði af þessari veiru og þá þurfum við bara að vera í ákveðinni viðbragðsstöðu og fylgjast með því hvað við þurfum að gera,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. 29. apríl 2022 12:36 Enn óljóst hvaða langtímaafleiðingar Covid getur haft Sóttvarnalæknir segir að langtímaafleiðingar Covid eigi enn eftir að koma í ljós en sífellt færri eru nú að greinast með veiruna hér á landi. Ljóst er að aukin áhætta er á blóðtappamyndun eftir Covid en sú áhætta er mögulega lengur til staðar heldur en áður var talið. Ástæða er til að fólk fari varlega eftir veikindi. 27. apríl 2022 14:00 Sóttvarnalæknir mælir með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir 80 ára og eldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19, ef að minnsta kosti fjórir mánuðir eru liðnir frá þriðja skammtinum. 20. apríl 2022 09:26 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Verulega hefur dregið úr fjölda þeirra sem greinast með Covid en um það bil 50 manns greinast nú daglega hér á landi. Fjórtán daga nýgengi á hverja hundrað þúsund íbúa hefur lækkað hratt og stendur nú í 249,3, samanborið við rúmlega 10.300 í mars þegar Covid var hámarki. Staðan á Landspítala er sömuleiðis töluvert betri í dag en þrír Covid sjúklingar voru inniliggjandi fyrir helgi. Fyrir aðeins mánuði síðan voru 22 inniliggjandi og fyrir tæplega tveimur mánuðum, um miðjan mars, voru þeir 88. „Staðan er bara mjög góð hér og það helgast bæði af útbreiddum bólusetningum og svo útbreiddu smiti ofan í þessar bólusetningar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Við höfum ekki verið með neinar takmarkanir núna frá því í lok febrúar þannig við getum bara hrósað happi yfir þessari stöðu.“ Samkvæmt upplýsingum á covid.is hafa nú 49,3 prósent landsmanna greinst með veiruna en líklega hafa töluvert fleiri smitast í raun. Niðurstöður úr rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnalæknis munu varpa skýrara ljósi á það að sögn Þórólfs. „Bráðabirgðarniðurstöður segja að það eru bara mjög margir sem að hafa smitast, eins og við vissum, sem að bendir til þess að við séum komin með gott hjarðónæmi og það er það sem að gerir það að verkum að við getum sloppið við takmarkanir,“ segir Þórólfur. Hann nefnir engar tölur í því samhengi þar sem verið er að lesa í niðurstöðurnar. „Það er bara allt sem að bendir til þess að við séum komin á mjög góðan stað með hjarðónæmið okkar sem við vorum að bíða eftir,“ segir hann. Staðan enn varhugaverð víða Víða annars staðar í heiminum er staðan þó ekki jafn góð og eru takmarkanir enn í gildi víða til að mynda í Asíu. Þá virðist faraldurinn vera í uppsveiflu í Bandaríkjunum og hafa yfirvöld varað við því að hundrað milljón manns gætu smitast í haust og vetur þar í landi. Staðan er því varhugaverð víða en aðspurður um hvort hann sjái fyrir sér að samkomutakmarkanir verði settar aftur á hér á landi í bráð segir Þórólfur að það gæti komið til þess, hvort sem er út af Covid eða öðrum veikindum. „Við þurfum algjörlega að vera klár á því að við munum á einhverjum tímapunkti fá nýjan heimsfaraldur af einhverjum toga, hvenær það gerist nákvæmlega er erfitt að segja,“ segir Þórólfur og vísar til að mynda til þess að beðið sé eftir inflúensufaraldri. „Að mínu mati þá þurfum við klárlega, ef við erum með alvarlegt smit í gangi, alvarlega sýkingu sem er að valda alvarlegum sjúkdómi, þá er ekkert annað í boði en að nýta þær aðgerðir sem að við höfum verið að nýta fram til þessa,“ segir hann enn fremur. Þá heyrast áhyggjuraddir um ný afbrigði kórónuveirunnar en nokkrir hafa greinst með BA5, undirafbrigði ómíkron, hér á landi. Sóttvarnalæknir telur þó ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því að ný afbrigði muni valda miklum skaða, þó það sé að vísu óljóst á þessum tíma. „Það sem að menn eru náttúrulega smeykastir við er ef það fara að koma ný afbrigði sem sleppa algerlega undan fyrri ónæmi og fara að valda alvarlegum veikindum, það er það sem menn eru hræddir við en mér finnst það nú frekar ólíklegt að það gerist,“ segir Þórólfur. Fjórði skammturinn líklega ekki fyrir alla Mörg lönd hafa verið að setja aukinn þunga í bólusetningar til að sporna gegn frekari útbreiðslu en á Íslandi hefur þátttakan verið mjög góð. 81 prósent landsmanna fimm ára og eldri hafa fengið alla vega tvo skammta og stór hluti þeirra hefur fengið þrjá skammta. Byrjað er að bólusetja einstaklinga yfir áttrætt með fjórða skammtinum og geta yngri einstaklingar sem telja sig sérstaklega næma fyrir alvarlegri sýkingu óskað eftir því, þó ekki sé hvatt til þess að svo stöddu. Ólíklegt er að öllum verði boðið upp á fjórða skammtinn. „En svo þurfum við að sjá hvað við þurfum að gera í haust til dæmis, þurfum við að fara af stað með útbreiddar bólusetningar og þá með hvaða bóluefni, það er óljóst á þessum tíma,“ segir Þórólfur. „Þetta helgast svolítið af því hvernig faraldurinn er, hvernig viðbrögðin verða.“ Eitt er þó víst, að Covid er alls ekki búið. „Á meðan þetta er í fullri sveiflu í mörgum löndum og í heiminum, þá komum við til með að fá ný afbrigði af þessari veiru og þá þurfum við bara að vera í ákveðinni viðbragðsstöðu og fylgjast með því hvað við þurfum að gera,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. 29. apríl 2022 12:36 Enn óljóst hvaða langtímaafleiðingar Covid getur haft Sóttvarnalæknir segir að langtímaafleiðingar Covid eigi enn eftir að koma í ljós en sífellt færri eru nú að greinast með veiruna hér á landi. Ljóst er að aukin áhætta er á blóðtappamyndun eftir Covid en sú áhætta er mögulega lengur til staðar heldur en áður var talið. Ástæða er til að fólk fari varlega eftir veikindi. 27. apríl 2022 14:00 Sóttvarnalæknir mælir með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir 80 ára og eldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19, ef að minnsta kosti fjórir mánuðir eru liðnir frá þriðja skammtinum. 20. apríl 2022 09:26 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. 29. apríl 2022 12:36
Enn óljóst hvaða langtímaafleiðingar Covid getur haft Sóttvarnalæknir segir að langtímaafleiðingar Covid eigi enn eftir að koma í ljós en sífellt færri eru nú að greinast með veiruna hér á landi. Ljóst er að aukin áhætta er á blóðtappamyndun eftir Covid en sú áhætta er mögulega lengur til staðar heldur en áður var talið. Ástæða er til að fólk fari varlega eftir veikindi. 27. apríl 2022 14:00
Sóttvarnalæknir mælir með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir 80 ára og eldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19, ef að minnsta kosti fjórir mánuðir eru liðnir frá þriðja skammtinum. 20. apríl 2022 09:26