Saman eru okkur allir vegir færir Anton Kári Halldórsson skrifar 10. maí 2022 07:30 D-listi sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna býður fram í Rangárþingi eystra í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listinn er skipaður breiðum, öflugum hópi fólks, með fjölbreyttan bakgrunn sem er tilbúið að leggja mikið á sig á komandi kjörtímabili samfélaginu okkar til heilla. Þetta snýst nefnilega allt um samvinnu. Hún er það allra mikilvægasta. Það er enginn einn mikilvægari en fólkið sem stendur á bakvið hann. Að finna kraftinn, hugmyndaflugið og umfram allt brennandi áhuga á því að byggja upp öflugt samfélag fyrir alla, er mjög hvetjandi. Með samvinnu náum við fram því besta sem völ er á fyrir okkar samfélag. Á undanförnu kjörtímabili hefur D- listinn verið í meirhluta sveitarstjórnar í Rangárþingi eystra. Ýmislegt hefur áunnist og í flestum málum hefur öll sveitarstjórnin staðið á bakvið þær ákvarðanir sem hafa verið teknar. Flest þau mál sem listinn setti á oddinn fyrir síðasta kjörtímabil hafa fengið framgöngu, er lokið eða eru í vinnslu. Betur má ef duga skal. Það er mikilvægt að horfa fram á veginn og festast ekki í fortíðinni. En við verðum að þora að stíga skrefið, við verðum að velta við steinum, við verðum að vera gagnrýnin og taka fagnandi á móti öllum hugmyndum. Hættan er sú að þegar hlutirnir ganga bærilega þá verði stöðnun og við sjáum ekki tilgang með breytingum. Þó að hlutirnir hafi alltaf verið svona, þá verðum við að þora að gera breytingar og tilraunir. Sumar þeirra munu án efa mistakast, en aðrar gætu heppnast vel og opnað augu okkar fyrir ónýttum tækifærum. Því að tækifærin okkar hér í Rangárþingi eystra til þess að byggja upp og þróast eru óþrjótandi, hvort sem við lítum til uppbyggingar í ferðaþjónustu, landbúnaði, nýsköpunar og samfélagsins í heild. Það er okkar í sameiningu að koma auga á möguleikana og hrinda þeim í framkvæmd. Á D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna er fólk sem þorir. Við þorum að taka umræðuna, við þorum að hleypa öllum íbúum að ákvarðanartöku, við þorum að gera breytingar og umfram allt þá þorum við að vera við sjálf og erum stolt af því að vera íbúar í Rangárþingi eystra. Hér búum við öll saman og allir eiga að hafa jöfn tækifæri til að blómstra í okkar samfélagi, á það leggjum við mikla áherslu. Stefna okkar er skýr, með því að setja X við D á kjördag, þá veistu hvað þú færð og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera hag Rangárþings eystra sem bestan til framtíðar. Höfundur er oddviti D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing eystra Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
D-listi sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna býður fram í Rangárþingi eystra í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listinn er skipaður breiðum, öflugum hópi fólks, með fjölbreyttan bakgrunn sem er tilbúið að leggja mikið á sig á komandi kjörtímabili samfélaginu okkar til heilla. Þetta snýst nefnilega allt um samvinnu. Hún er það allra mikilvægasta. Það er enginn einn mikilvægari en fólkið sem stendur á bakvið hann. Að finna kraftinn, hugmyndaflugið og umfram allt brennandi áhuga á því að byggja upp öflugt samfélag fyrir alla, er mjög hvetjandi. Með samvinnu náum við fram því besta sem völ er á fyrir okkar samfélag. Á undanförnu kjörtímabili hefur D- listinn verið í meirhluta sveitarstjórnar í Rangárþingi eystra. Ýmislegt hefur áunnist og í flestum málum hefur öll sveitarstjórnin staðið á bakvið þær ákvarðanir sem hafa verið teknar. Flest þau mál sem listinn setti á oddinn fyrir síðasta kjörtímabil hafa fengið framgöngu, er lokið eða eru í vinnslu. Betur má ef duga skal. Það er mikilvægt að horfa fram á veginn og festast ekki í fortíðinni. En við verðum að þora að stíga skrefið, við verðum að velta við steinum, við verðum að vera gagnrýnin og taka fagnandi á móti öllum hugmyndum. Hættan er sú að þegar hlutirnir ganga bærilega þá verði stöðnun og við sjáum ekki tilgang með breytingum. Þó að hlutirnir hafi alltaf verið svona, þá verðum við að þora að gera breytingar og tilraunir. Sumar þeirra munu án efa mistakast, en aðrar gætu heppnast vel og opnað augu okkar fyrir ónýttum tækifærum. Því að tækifærin okkar hér í Rangárþingi eystra til þess að byggja upp og þróast eru óþrjótandi, hvort sem við lítum til uppbyggingar í ferðaþjónustu, landbúnaði, nýsköpunar og samfélagsins í heild. Það er okkar í sameiningu að koma auga á möguleikana og hrinda þeim í framkvæmd. Á D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna er fólk sem þorir. Við þorum að taka umræðuna, við þorum að hleypa öllum íbúum að ákvarðanartöku, við þorum að gera breytingar og umfram allt þá þorum við að vera við sjálf og erum stolt af því að vera íbúar í Rangárþingi eystra. Hér búum við öll saman og allir eiga að hafa jöfn tækifæri til að blómstra í okkar samfélagi, á það leggjum við mikla áherslu. Stefna okkar er skýr, með því að setja X við D á kjördag, þá veistu hvað þú færð og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera hag Rangárþings eystra sem bestan til framtíðar. Höfundur er oddviti D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar