Hvar er íbúalýðræðið í Múlaþingi? Magnús Guðmundsson skrifar 9. maí 2022 10:30 Það var sorglegt að hlusta á svör núverandi meirihlutaflokka í Sveitarstjórna Múlaþings, við spurningu á framboðsfundi um stuðning við laxeldi í Seyðisfirði. Afstaða Sjálfstæðisflokksins var þessi: Við erum bara umsagnarðili og höfum engan ákvörðunarrétt. Í rauninni skiptir ekki mál hver skoðun okkar er. Við erum fylgjandi laxeldi í Seyðisfirði. Afstaða Framsóknarflokksins var þessi: Höfum lítið um þetta að segja, fáum litlar tekjur af því,sem er synd. Við erum fylgjandi laxeldi í Seyðisfirði. Viljum samráð og íbúakönnun. Ljóst að lítið, sem stoppar það af, að þarna komi fiskeldi. Í stuttu máli er afstaða meirihlutans þessi: Við ráðum engu, viljum ekki skipta okkur af þessu en erum fylgjandi fiskeldinu. Best að þetta hafi sinn gang, jafnvel þó litlar tekjur séu í boði. Eftir framboðsfundinn er ég búinn að lesa álit Skipulagsstofnunar um þetta fiskeldi einu sinni enn. Þeir, sem svara svona, hafa bersýnilega lítið kynnt sér staðreyndir málsins. Alla vega ekki þær,sem fram koma í þessu áliti, en það er grundvallargagn þeirra, sem fara með ákvörðunarvaldið. Í fyrri greinum hefur verið farið yfir marga neikvæða þætti þessa fiskeldis, sem Skipulagsstofnun bendir á. Hér eru nokkrar staðreyndir: Það er ekki pláss fyrir kvíar í Sörlastaðavík vegna sæstrengs Kvíar ná inn í siglingaleiðir um Seyðisfjörð Snjóflóðahætta er í Selstaðavík Neikvæð áhrif á króka- og línubáta Neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, grunnatvinnuveg Seyðfirðinga Meirihluti íbúa á Seyðisfirði eru andvígir fiskeldinu Svo er það falska beitan um mikinn fjölda nýrra starfa. Hún byggir á gamalli áætlun Byggðastofnunar. FA notar vísvitandi ekki tölur úr eigin rekstri á kvíum annarsstaðar á Austurlandi. Stóra spurningin er. Af hverju kjósa ráðandi öfl í Múlaþingi að sitja hjá og segja pass við áformum, sem fá eftirfarandi dóm hjá Skipulagsstofnun. (Kafli 3.9.3 bls. 24)? Með hliðsjón af framangreindu telur Skipulagsstofnun að áhrif á samfélag og efnahag séu óvissu háð, en geti orðið talsvert eða verulega neikvæð ef ekki næst sátt um framkvæmdina í nærsamfélaginu. Hvar er íbúalýðræðið? Ég veit að ákvörðunarvaldið er ekki hjá sveitarfélaginu, bara umsagnarréttur. Þann rétt á að nýta í öllum málum, en meirihlutinn hefur ekki viljað nota hann í laxeldinu. Fyrir það fær hann falleinkunn. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Múlaþing Fiskeldi Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Það var sorglegt að hlusta á svör núverandi meirihlutaflokka í Sveitarstjórna Múlaþings, við spurningu á framboðsfundi um stuðning við laxeldi í Seyðisfirði. Afstaða Sjálfstæðisflokksins var þessi: Við erum bara umsagnarðili og höfum engan ákvörðunarrétt. Í rauninni skiptir ekki mál hver skoðun okkar er. Við erum fylgjandi laxeldi í Seyðisfirði. Afstaða Framsóknarflokksins var þessi: Höfum lítið um þetta að segja, fáum litlar tekjur af því,sem er synd. Við erum fylgjandi laxeldi í Seyðisfirði. Viljum samráð og íbúakönnun. Ljóst að lítið, sem stoppar það af, að þarna komi fiskeldi. Í stuttu máli er afstaða meirihlutans þessi: Við ráðum engu, viljum ekki skipta okkur af þessu en erum fylgjandi fiskeldinu. Best að þetta hafi sinn gang, jafnvel þó litlar tekjur séu í boði. Eftir framboðsfundinn er ég búinn að lesa álit Skipulagsstofnunar um þetta fiskeldi einu sinni enn. Þeir, sem svara svona, hafa bersýnilega lítið kynnt sér staðreyndir málsins. Alla vega ekki þær,sem fram koma í þessu áliti, en það er grundvallargagn þeirra, sem fara með ákvörðunarvaldið. Í fyrri greinum hefur verið farið yfir marga neikvæða þætti þessa fiskeldis, sem Skipulagsstofnun bendir á. Hér eru nokkrar staðreyndir: Það er ekki pláss fyrir kvíar í Sörlastaðavík vegna sæstrengs Kvíar ná inn í siglingaleiðir um Seyðisfjörð Snjóflóðahætta er í Selstaðavík Neikvæð áhrif á króka- og línubáta Neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, grunnatvinnuveg Seyðfirðinga Meirihluti íbúa á Seyðisfirði eru andvígir fiskeldinu Svo er það falska beitan um mikinn fjölda nýrra starfa. Hún byggir á gamalli áætlun Byggðastofnunar. FA notar vísvitandi ekki tölur úr eigin rekstri á kvíum annarsstaðar á Austurlandi. Stóra spurningin er. Af hverju kjósa ráðandi öfl í Múlaþingi að sitja hjá og segja pass við áformum, sem fá eftirfarandi dóm hjá Skipulagsstofnun. (Kafli 3.9.3 bls. 24)? Með hliðsjón af framangreindu telur Skipulagsstofnun að áhrif á samfélag og efnahag séu óvissu háð, en geti orðið talsvert eða verulega neikvæð ef ekki næst sátt um framkvæmdina í nærsamfélaginu. Hvar er íbúalýðræðið? Ég veit að ákvörðunarvaldið er ekki hjá sveitarfélaginu, bara umsagnarréttur. Þann rétt á að nýta í öllum málum, en meirihlutinn hefur ekki viljað nota hann í laxeldinu. Fyrir það fær hann falleinkunn. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun