Svíar syrgja Bengt Johansson Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2022 09:16 Bengt Johansson náði stórkostlegum árangri sem landsliðsþjálfari Svía. EPA/JONAS EKSTROMER Sænski handknattleiksþjálfarinn Bengt Johansson, sem stýrði sænska karlalandsliðinu á sannkölluðu gullaldarskeiði þess í lok síðustu aldar, er látinn. Johansson, eða „Bengan“ eins og hann var kallaður, varð 79 ára gamall en hann lést eftir að hafa glímt við sjúkdóm. Hann stýrði sænska landsliðinu á árunum 1988-2004 og hlaut liðið viðurnefnið Bengan-strákarnir. Johansson gjörbylti landsliðinu og stýrði því til tveggja heimsmeistaratitla og fjögurra Evrópumeistaratitla auk þess sem liðið vann til silfurverðlauna á þrennum Ólympíuleikum í röð á árunum 1992-2000. „Þetta er áfall, jafnvel þó að við vitum að hann hefur verið veikur um hríð. Þetta er erfitt þó að við höfum reiknað með að svona færi. Við unnum náið saman í 15 ár og vorum nánir vinir. Hann hafði persónuleika sem verður sárt saknað,“ sagði Magnus Wislander, ein af hetjunum úr sænska landsliðinu. Svensk handboll är i sorg efter beskedet att Bengt Bengan Johansson har somnat in efter en tids sjukdom. Våra tankar går till Bengts familj och nära vänner.https://t.co/mJmhhwp7k1 pic.twitter.com/DuCbSdnCpj— Handbollslandslaget (@hlandslaget) May 9, 2022 „Skapaði mörg ógleymanleg augnablik fyrir sænsku þjóðina“ „Bengt Johansson mun ætíð skipa stóran sess í sænskri handboltasögu og á stað í hjarta sænska handboltans,“ skrifar sænska handknattleikssambandið. „Liðið undir stjórn Bengts, „Bengan-strákarnir“, var um árabil eitt fremsta íþróttalið Svíþjóðar og skapaði mörg ógleymanleg augnablik fyrir sænsku þjóðina. Það er of erfitt að reikna út hve margir byrjuðu að spila, og eru enn að spila eða þjálfa, innblásnir af leiðtogahæfileikum Bengts sem fólu í sér samvinnu. Margir þeirra sem spiluðu fyrir Bengan í landsliðinu hafa náð árangri sjálfir sem þjálfarar og eru góðir fulltrúar sænsks handbolta,“ skrifar sambandið. Handbolti Andlát Svíþjóð Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Johansson, eða „Bengan“ eins og hann var kallaður, varð 79 ára gamall en hann lést eftir að hafa glímt við sjúkdóm. Hann stýrði sænska landsliðinu á árunum 1988-2004 og hlaut liðið viðurnefnið Bengan-strákarnir. Johansson gjörbylti landsliðinu og stýrði því til tveggja heimsmeistaratitla og fjögurra Evrópumeistaratitla auk þess sem liðið vann til silfurverðlauna á þrennum Ólympíuleikum í röð á árunum 1992-2000. „Þetta er áfall, jafnvel þó að við vitum að hann hefur verið veikur um hríð. Þetta er erfitt þó að við höfum reiknað með að svona færi. Við unnum náið saman í 15 ár og vorum nánir vinir. Hann hafði persónuleika sem verður sárt saknað,“ sagði Magnus Wislander, ein af hetjunum úr sænska landsliðinu. Svensk handboll är i sorg efter beskedet att Bengt Bengan Johansson har somnat in efter en tids sjukdom. Våra tankar går till Bengts familj och nära vänner.https://t.co/mJmhhwp7k1 pic.twitter.com/DuCbSdnCpj— Handbollslandslaget (@hlandslaget) May 9, 2022 „Skapaði mörg ógleymanleg augnablik fyrir sænsku þjóðina“ „Bengt Johansson mun ætíð skipa stóran sess í sænskri handboltasögu og á stað í hjarta sænska handboltans,“ skrifar sænska handknattleikssambandið. „Liðið undir stjórn Bengts, „Bengan-strákarnir“, var um árabil eitt fremsta íþróttalið Svíþjóðar og skapaði mörg ógleymanleg augnablik fyrir sænsku þjóðina. Það er of erfitt að reikna út hve margir byrjuðu að spila, og eru enn að spila eða þjálfa, innblásnir af leiðtogahæfileikum Bengts sem fólu í sér samvinnu. Margir þeirra sem spiluðu fyrir Bengan í landsliðinu hafa náð árangri sjálfir sem þjálfarar og eru góðir fulltrúar sænsks handbolta,“ skrifar sambandið.
Handbolti Andlát Svíþjóð Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira